7.2.2009 | 18:52
Allir á lífi
Sæl verið þið.
Það er nóg um að vera hjá okkur. Skólinn er byrjaður á fullu hjá Þór og er hann í tveimur fögum fyrstu vikurnar síðan skiptir hann yfir í tvö ný fög í lok mars. Hins vegar er eitt fag sem hann er í þrisvar sinnum í viku þannig að hann nær ekki að vera mjög latur.
Árdís vinkona okkar og Eva dóttir hennar buðu okkur í sunnudagskaffi um daginn og fannst Kolbrúnu Soffíu æðislegt að komast í nýtt hús og nýtt dót. Við ákváðum að hittast einu sinni í mánuði hér eftir.
Lilja Erlendsdóttir kom til okkar síðustu helgi og var æðislegt að fá hana í heimsókn til okkar. Kolbrún Soffía náði sér hins vegar í flensu og fékk hita og kvef. Það var því lítið farið í bæinn en við náðum að skipta með okkur liði þannig að einhver var heima með stelpuna.
Það er núna komin vika og stelpan er loksins hitalaus og kvefið að fara. Hún fer því á leikskólann á mánudaginn, en það gengur hægt að fá hana til þess að gleyma foreldrum sínum á meðan hún er á leikskólanum. En hún er farin að vera lengur í hvert skipti og farin að borða hádegismat með krökkunum þannig að þetta kemur allt saman.
Hann gestur (Addi) er kominn til okkar aftur og verður hann hérna þar til hann er fær íbúðina sína. Það hefur gengið ágætlega að hafa ungling á heimilinu en Þór er búinn að vera duglegur að reka hann frammúr á morgnana og fara með hann í skólann.
En það eru annasamir en jafnframt spennandi tímar framundan. Við eigum von á grænum baunum og íslenskri sultu og ætlum við því að búa til ömmubollur að hætti Sæþórs, pabba Þórs (sem mamma hans bjó til fyrir hann) með grænum baunum og sultu. Svo eigum við hangikjöt í frystinum og verður veisla þegar það kjöt verður eldað.
Stelpan er farinn að tala alveg heilmikið og mörg ný orð komin eftir að við komum til Árósa aftur. Uppáhalds orðin okkar eru ór (Þór), pssss sem leiðir út í fliss þar sem hún heldur fyrir munninn sinn (þá er hún að herma eftir því þegar fólk er að pissa og finnst það voðalega fyndið)og síðast en ekki síst þá fallbeygði hún orðið kaka J Mamman benti á kökuna og spurði KS hvað þetta væri og sú litla sagði kaka. Síðan náði mamman í köku með skeið og spurði KS hvað er það sem þú villt á skeiðinni?. Þá sagði sú litla...köku!
Höfum þetta nóg í bili. Það er spáð vori eftir um mánuð þannig að maður þarf að finna til stuttbuxurnar.
Þór, Harpa & Kolbrún Soffía
Athugasemdir
Svaka stuð á ykkar bæ, alltaf gaman að vera með ungling á heimilinu.
Kv.Karitas
Karitas (IP-tala skráð) 8.2.2009 kl. 18:32
Heil og sæl Harpa og fjölskylda, Loksins kom nýtt blogg á síðuna, alltaf gaman að fá nýjar fréttir og myndir. Gott að heyra að allt gengur vel og gaman væri að fá að smakka þessar ömmubollur , þið vitið hvað sumir eru veikir fyrir bollum .
kær kveðja
Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 8.2.2009 kl. 22:44
Hæ sæta fjölskylda. Gaman að fá fréttir :) það er gott að Kolbrún sé búin að jafna sig eftir veikindin, svo leiðinlegt að vera svona veikur, sérstaklega þegar maður er svona lítill :) Gangi þér vel í skólanum Þór og vertu duglegur.
Sakna ykkar, kossar og knús
Ásdís Dagmar (IP-tala skráð) 8.2.2009 kl. 23:45
Yndisleg myndin af frændsystkynunum saman þarna alveg pollróleg og kósý á gólfinu :) Sakna svo að knúsa litlu mús.
Kveðja frá Ískaldasta landinu :*
Hlæní frænka (IP-tala skráð) 10.2.2009 kl. 21:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.