Nýtt ár, ný ævintýri

Þá erum við fjölskyldan komin aftur heim og búin að koma okkur fyrir eftir þokkalega langt ferðalag að heiman. Ótrúlegt en satt að þá tekur allt ferðalagið til Aarhus ca. 14klst ef talið er frá því þegar maður vaknar um morguninn þar til við komum inn um dyrnar.

Við byrjum heima á Íslandi. Um leið og Þór mætti til landsins byrjuðu veðurguðirnir að mynda þykk og góð ský svo að hann myndi örugglega ekki njóta góðs af snjónum. Það tókst og með mikilli rigningu og roki var snjórinn horfinn á innan við sólarhringi eftir að hann kom. Hins vegar kólnaði mikið í Dk og fréttir herma að það hafi snjóað þar.

Við eyddum jólunum í Kaldaselinu hjá foreldrum Þórs en á áramótunum vorum við í Heiðarhjallanum. Á báðum stöðum ríkti mikil ást og gleði.

1 2+

Kolbrún Soffía fannst rosalega gaman að spila á píanóið enda ekki langt að sækja.

Fyrir áramót var lítið um hittinga hjá Þór enda hann að læra undir próf sem var þann 5 janúar. Síðan var ákveðið að framlengja dvölinni um 1 viku þar sem Þór þótti leiðinlegt að hafa verið að læra mest allan tímann og þurfa svo að fara degi eftir prófið. En á þessari viku sem við framlengdum var allt fullbókað og náðum við næstum því að framkvæma allt sem við ætluðum að gera. Náðum samt því miður ekki að hitta alla sem við vildum.

.

34

Bekkjarsysturnar úr Uppeldisfræðinni og góðar vinkonu í saumaklúbbinum "viðslúðrumbaraensaumumekki"

56

Í pítsaboði hjá Katrínu og Jóa. Síðan kvöddust Ísak Freyr og Kolbrún Soffía með faðmlagi.

Foreldrar Þórs fengu sér lítinn kettling sem systir Þórs, Hlín, nefndi Ninju, en þetta á að vera lítill bardagakisi að hennar sögn. Kolbrún Soffía fannst kisinn æðislegur en hélt sér þó í hæfilegri fjarlægð til að byrja með. Hún sagði alltaf fyrst „voff“ þegar hún var að kalla á kisuna en sagði þó „mjá“ í lokinn. Hún fékk reyndar æði fyrir nokkrum orðum heima en það sem stóð uppúr var orðið „afi“ enda mikil afastelpa. Henni fannst einnig mjög skemmtilegt að kalla Hlín frænku sína afi.

78

Kisinn Ninja og Kolbrún Soffía.                            Alice og Kolbrún Soffía

Þann 14 janúar héldum við síðan af stað áleiðis til Aarhus og var stelpan mjög góð m.v. þröng sæti í flugvélinni og nærri 4klst lestarferð. Allt snakk og rúsínur kláraðist rétt áður en við náðum til Aarhus kl. 17:30 þannig að það mátti ekki tæpara standa.

1011

Daginn eftir heimkomu var slappað vel af en við hringdum á leikskólann hennar KS til að tilkynna að við værum komin heima og heimsóttum hann síðan seinna um daginn. Síðustu tveir dagar hafa farið í aðlögun en það gengur hægt. Stelpan grætur strax og við förum og sækjum við hana 40-50min seinna. Ástæðan gæti verið að fóstrurnar 3 á deildinni hennar hafa ekki alltaf verið á sama tíma en síðan ætlar Þór að fara með hana í fyrramálið einn á leikskólann til að athuga hvort að það sé betra.

1216

13

Við fengum síðan fyrsta gestinn á þessu ári en það var hann Guðjón. Það virðist ætla að vera fastur liður að hann komi alltaf með okkur til DK frá Íslandi. Hann var hjá okkur í ca. Þrjá og hálfan dag en þá hélt hann áleiðis til Köben. Í tilefni þess að við vorum með tvo aðila sem komu báðir óbeint að því að ég og Harpa kynntumst (myndskýring verður sett hér á bloggið seinna) ákváðum við að elda fyrir þá Roast Beef sem heppnaðist svona líka vel.

1415

Svo byrjar skólinn hjá Þór þann 26. Janúar og þangað til verður slappað af og haft það náðugt.

Takk fyrir okkur þið öll á Íslandi og þá sérstaklega foreldrar okkar sem gátu lánað okkur bíl til að sinna öllum okkar erindum og hjálpuðu okkur að framlengja ferðinni okkar. Þið eruð öll velkomin hingað til okkar.

Þór, Harpa og Kolbrún Soffía


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

takk fyrir mig þetta var mjög gott kvöld :)

Christian (IP-tala skráð) 20.1.2009 kl. 16:49

2 identicon

Gaman að lesa blogg, sé að íslandsferðin og ferðalagið hefur verið velheppnað, gaman að fá að hitta ykkur mæðgurnar þarna aðeins í byrjun.

Karitas (IP-tala skráð) 20.1.2009 kl. 20:35

3 identicon

Takk fyrir heimsóknina, það var rosa gaman að sjá ykkur!

Mér finnst KS ekkert smá stór á þessum myndum. Hún hætti held ég að vera baby þegar hún byrjaði að labba :)

Rakel (IP-tala skráð) 20.1.2009 kl. 20:52

4 identicon

Gott að heyra að ferðin út hafi gengið vel. Takk fyrir góðar stundir á Íslandi, það var æðislega gaman að hitta ykkur :) Takk líka kærlega fyrir myndina af Kolbrúnu Soffíu, hún er æði :)

Kossar og knús :*

Ingunn Heiða (IP-tala skráð) 20.1.2009 kl. 21:29

5 identicon

Takk fyrir kíkið og hann Dagbjart Ása

 Gott að heyra að þið áttuð góðar stundir á Íslandi og að ferðin heim gekk vel.

Kveðja Sigga stína

Sigga Stína (IP-tala skráð) 21.1.2009 kl. 00:18

6 identicon

Það var æðislegt að hitta ykkur :) Kolbrún Soffía er algjört æði :D gaman að sjá hvað hún er orðin stór. Gott að heyra að allt gekk vel á leið heim :)

 Kossar og knús Ásdís :*

Ásdís Dagmar (IP-tala skráð) 22.1.2009 kl. 18:22

7 identicon

Hæhæ sæta fjölskylda :) verð ég ekki að kvitta hér líka :)

Hlakka til að sjá ykkur á föstudaginn!! =) knús knús

Lilja Erlendsd. (IP-tala skráð) 28.1.2009 kl. 22:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband