Halló halló

Það hlaut að koma að nýrri færslu. Akkurat mánuður liðinn frá síðustu færslu. Þetta segir manni bara hvað tíminn er rosalega fljótur að líða. Þór er loksins búinn í prófum. Hann er því búinn að vera í einu eða fleiri prófum í hverjum einasta mánuði frá því í desember. Hann var því orðinn ansi þreyttur undir lokin en það verða ekki próf fyrr en í maí, þangað til verður reynt að púsla hversdagslífið saman við skólann hans, leikskólann hjá KS og síðan dönskuskólann hjá Hörpu. Hún byrjar í vikulegri dönskukennslu niðrí miðbæ en síðan er hugsanlegt að hún verði á öðru dönsku námskeiði þar sem meira er lagt upp úr því að fólk tali og tjái sig. Harpa er einnig búin að sækja um í pædagog (samblanda af leikskólakennslu og uppeldisfræði) og fær hún svar við þeirri umsókn 30 júlí. Það er því ekki of seint að byrja að rifja upp dönskuna.

Undanfarnar vikur hafa aðallega farið í hið hversdagslega líf. Það er því komin löngun í okkur að komast eitthvað burt. Við ætlum því að keyra til Svíþjóðar og heimsækja Sigga, Silju & börn og fleira fólk sem við þekkjum þar.  Á leiðinni heim ætlum við að stoppa á flugstöð Kaupmannahafnar og sækja foreldra Hörpu sem ætla að vera hjá okkur fram að páskadag. Það verður æðislegt að fá þau í heimsókn og við krossum fingurna að KS verði hress því í ágúst þegar foreldrar Hörpu voru í heimsókn, fékk KS mislingabróður og var mjög veik. Fyrir utan það að íbúðin var tóm og varla stóll að sitja á.

Unglingurinn er fluttur að heimann. Hann Addi fékk loksins stúdentaíbúð sem hann var búinn að biða eftir síðan í haust. En þar sem við byrjuðum í prófum þegar hann fékk íbúðina hefur hann nánast búið í tómri íbúð í 3 vikur. Hann var því mjög feginn að fá lánað hjá okkur einn disk, skeið, hníf, gaffal, pönnu og spaða svo hann bjargað sér. Við hjónakornin fórum síðan til hans óvænt með gluggatjöld úr pappa og myndskreyttum „gluggatjöldin“ til þess að hafa þetta svolítið huggulegt. KS fékk líka að krota á pappann og þegar hún kom í heimsókn til hans 3 vikum seinna labbaði hún rakleiðis í átt að „gluggatjöldunum“ og vildi fá að krota aftur.

Það gengur vel hjá henni á leikskólanum. Hún vælir ennþá smávegis þegar maður segir bless við hana en annars er hún strax farin að leika með hinum krökkunum og unir vel. En það eru skemmtilegir tímar framunan. Þór er strax byrjaður á seinni skólaönninni, eftir að hafa lokið við fyrri skólaönnina sl. föstudag. Hann fær síðan rúmlega tveggja vikna páskafrí frá 4 apríl – 20 apríl.  Strax í næstu viku er Svíþjóðarferðin sem okkur hlakkar mjög svo til og síðan fáum við foreldra Hörpu 4 apríl.

Annars bendum við fólki að skoða myndir á heimasíðu KS. Ef þið eruð ekki með lykilorðið þá endilega sækið um aðgang í gegnum heimasíðuna. Ekki vera feimin. Myndir segja oft meira en þúsund orð J Þangað til næst og það mun ekki líða svo langt í næstu færslu.

Fjölskyldan í Aarhus


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gaman að heyra hvað þú ert duglegur í skólanum Þór :) ég vildi að ég gæti sagt það sama um mig :/

Rosa líst mér á þig Harpa :) það vantar ekki dugnaðinn í þér ;) hljómar skemmtilega þetta pædagog :D

Hafið það rosa gott um páskana og vonandi eigið þið eftir að eiga góðar stundir með familíunni...hlakka til að lesa næsta blogg :)

Koss og knús :*

Ásdís Dagmar (IP-tala skráð) 23.3.2009 kl. 23:33

2 identicon

Hæhæh bara að kvitta....verður gaman hjá ykkur í páskafríinu, nóg að gera :)

Linda Kr (IP-tala skráð) 24.3.2009 kl. 10:01

3 identicon

Það er gott að próftörnin sé búin í bili, KS gengur vel og vonum að Harpa sé líka dugleg í dönskuni.

Karitas (IP-tala skráð) 24.3.2009 kl. 13:09

4 identicon

Hæhæ =) Vildi bara kvitta fyrir innlitið :) Hafið það alveg rosa gott í Svíþjóð og um páskana ;) Vona að þið eigið eftir að fá íslensk páskaegg ;) hihi Ég fer alla leið til Íslands um páskana til að fá íslenskt páskaegg ;) Knús Lilja

Lilja Erlendsd. (IP-tala skráð) 24.3.2009 kl. 16:30

5 identicon

Hæ sæta fjölskylda, gaman að það skuli allt ganga vel hjá ykkur. Þið eruð ótrúlega dugleg. Hafið það sem allra best. Kosar og knús.

Kv. Ingunn Heiða

Ingunn Heiða (IP-tala skráð) 24.3.2009 kl. 16:36

6 identicon

Kvitt kvitt!

Alltaf gaman að lesa fréttir af ykkur, gaman að allt skuli ganga svona vel hjá ykkur! Það verður notalegt hjá Þór að komast í páskafrí fljótlega! Verður líka án nokkurs vafa gaman að fá Kollu og Simma í heimsókn! ;)

Bestu kveðjur, Guðrún María

Guðrún María (IP-tala skráð) 25.3.2009 kl. 19:41

7 identicon

Gott að heyra að allt gengur vel þrátt fyrir miklar annir.

 En hvernig er það, er sú stutta ekkert farin að tala smá dönsku?

 Kveðja Sigga Stína

Sigga Stína (IP-tala skráð) 2.4.2009 kl. 22:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband