Gleðilega (eftir)páska

Við erum búin að lifa sældarlífi í eina og hálfa viku núna og það er ennþá vika eftir af páskafríinu okkar. En þann 20 apríl byrjar aftur alvara lífsins. Þetta er búið að vera svona frí sem maður vildi að maður gæti spólað tilbaka og endurtekið. Fríið byrjaði miðvikudaginn 1 apríl þegar við keyrðum til Lundar og heimsóttum yndislegu fjölskylduna Sigga, Silju, Antíu Rut og Bjarna Leó. Takk æðislega fyrir okkur kæra fjölskylda. Hlökkum til að hitta ykkur í júní. Sólin byrjaði að skína um leið og við keyrðum yfir brúnna til Svíþjóðar og hún hefur skinið eiginlega á hverjum degi síðan þá. Vorið er svo sannarlega komið og hitinn oftast nær vel yfir 10 gráðum. Það bar á góma okkar að við ættum eiginlega að kaupa okkur bara íbúð í Lundi því við erum þar svo oft. Gestrisnin hjá Lundarfjölskyldunni var samt jafn æðisleg og alltaf. Ekkert stress og margt skemmtilegt gert. Kolbrún Soffía átti sínar stundir. Hún byrjaði á því að skoða föt í H&M en ekki vildi betur til en svo að hún labbaði beint á glervegg sem skildi að ganginn fyrir utan búðina og búðina sjálfa. Þór sá í hvað stefndi og náði að grípa KS þegar hún féll kylliflöt aftur fyrir sig og skildi ekkert upp né niður.I Lundi uppgötvaði skvísan síðan sinn eigin skugga og sú var hissa....og hrædd!! Tíminn í Lundi leið alltof fljótt en á laugardaginn keyrðum við síðan til Kastup og tókum á móti foreldrum Hörpu og voru miklir fagnaðarfundir þegar Kolbrún Soffía sá afa og ömmu. Ferðalagið heim gekk síðan eins og í sögu, engin umferð og 20 gráður og sól. Það byrjaði hins vegar aðeins að kólna og rigna í 2 daga en aðeins í stutta stund. Það þarf jú að vökva blómin.

En síðan að foreldrar Hörpu komu höfum við sinnt fjöldann allan af verkefnum. Grillið var loksins sett saman og gaskútur & grillsett keypt. Kolbrún eldri sérsaumaði nýjar gardínur inn í svefnherbergi auk þess að stytta gardínurnar frammi í stofu og ekki leið á löngu þar til tengdapabbi var búinn að reka Þór í að setja saman grindina undir hjónarúmmið og líma lappirnar undir (sem höfðu brotnað af). Bílinn var bónaður hátt og lágt með mikilli stríðni frá íslensku strákunum í götunni (Þór dútlar vist of mikið við bílinn en hann man nú að sinna frúnni líka).

En páskarnir voru yndislegir og allir úthvíldir og ánægðir. Kolbrún Soffía er byrjuð aftur á leikskólanum og Harpa fer í dönskuskólann á morgun. Þór byrjar síðan í skólanum í næstu viku. Núna skín sólin á hverjum degi og hitinn fer hækkandi. Það er því ekkert annað í stöðunni en að hlakka til sumarsins enda erum við farin að hjóla og sækja Kolbrúnu Soffíu á leikskólann. Fengum lánað hjól hjá Höllu Sif, frænku Þórs, og við  hjólið er tengdur barnavagn þar sem stelpan getur legið í makindum sínum og horft út um gluggann.

Síðan kemur Þór kannski heim í júní til þess að vinna og mæðgurnar heim um miðjan júlí en þetta er allt á frumstigi ennþá. Meira um það seinna. Fullt af nýjum myndum á barnalandi frá Svíþjóðarferðinni og páskunum.

april 2 2009 225april 2 2009 142

 Biðjum að heilsa í bili


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Vei!!! Nýjar fréttir!! ;)

Æðislegt að heyra að þið séuð búin að hafa það svona gott og afslappað undanfarið!! ;)

Alltaf gaman að lesa fréttir af ykkur,

Bestu kveðjur á alla, Guðrún María

Guðrún María (IP-tala skráð) 16.4.2009 kl. 21:29

2 identicon

Flott blogg :)

Eruð þið kannski að koma heim í júlí...og ég sem stefni á að heimsækja ykkur í DK í júlí um leið og ég heimsæki frændfólk mitt í Svíþjóð. Hmm... :)

Hafið það gott og gaman að heyra að það sé svona gott veður hjá ykkur :)

Koss og knús :*

Ásdís Dagmar (IP-tala skráð) 16.4.2009 kl. 22:16

3 identicon

Frábært frí hjá ykkur og þið bara komin í hóp stórhætturlegra hjólreiðamanna Danmerkur.

Kv.Karitas

Karitas (IP-tala skráð) 17.4.2009 kl. 21:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband