Afsakið biðina

Sæl öll sömul...sem ennþá kíkið í heimsókn.

Það er sko búið að vera nóg að gera. Þrátt fyrir að við höfum ekki bloggað síðan í maí að þá vitið þið eflaust hvað við gerðum í sumar og ef þið vitið það ekki þá tala allar myndirnar á síðunni hennar KS sínu máli.

Síðan við komum til DK hefur veðrið því miður ekki leikið við okkur. Við skildum það greinilega eftir á Íslandi því hér hefur verið rigning og rok. Svo mikið rok að dúkurinn sem við hengdum á handriðið okkar úti á svölum hefur rifnað tvisvar sinnum.

Við skelltum okkur til Þýskalands helgina eftir að við komum aftur "heim" til DK. Addi kom með okkur og heimsóttum við bekkjarfélaga Þórs í Flensburg og eyddum deginum þar. Síðan var haldið í 2 búðir og verslað aðeins fyrir haustið.

Harpa byrjaði í skólanum fyrir 2 vikum, en hún segist ennþá vera á "reynslu" því það er einungis töluð danska og því erfitt fyrir hana að tjá sig á móti.

Kolbrún Soffía átti erfitt á leikskólanum til þess að byrja með og fór Þór á fund með fóstrunum sem vildu forvitnast aðeins hvort að sú litla væri jafn leið heima hjá sér og á leikskólanum. Þór sagði að hún væri nú bara frek heima hjá sér og því var þessi leiði á leikskólanum bara eitthvað tímabundið. Það reyndist rétt því strax eftir fundinn fór hún að róast og vinka foreldrum sínum bless.

Þór byrjaði í skólanum fyrir 2 vikum síðan og var hann skráður í námskeið sem var búið að "flýta fyrir" úr 7 vikum í 1 viku. Það líkaði honum mjög vel því í gær tók hann próf úr faginu og núna er það bara búið! Hann mun því eiga annasaman september og október mánuð en seinni hluta nóvember og desember verður hann einungis skráður í 2 fög sem verða kennd á sama deginum. Hann verður því í skólanum 1 sinni í viku og frí hina 6 Cool

Stelpan strax farin að læra ný orð í dönskunni en það nýjast er að syngja lagið Yesterday með Bítlunum sem hann Sveppi syngur(mjög falskt) í "Algjör Sveppi". Það byrjar reyndar þannig að Þór syngur falskt "Yesterdayyyy..." og þá syngur sú litla "all my troublu seee"...og svo rennur þetta út í eitt.

Síðan í gær vorum við í 8 ára afmæli hjá Evu, dóttir Árdísar, bekkjarsystur Þórs og þá fengu Harpa og Kolbrún að læra Hip hop. Þór og Addi léku sér í keilu-leiknum í Nintendo wii og sátu á meltunni, enda höfðu þeir farið á "allt sem þú getur í þig látið" veitingastað og fengið sér yndislegan bjór á írskum veitingastað eftir prófið sitt í gær...fyrir utan pulsurnar sem þeir borðuðu í afmælinu.

Næstu mál á dagskrá:

Setja bílinn á dönsk númer - miklar pælingar og mörg góð ráð sem við höfum fengið sem við þurfum að kanna betur

Kaupa nýjan svefnsófa - sá gamli var svo óhentugur og var hann því seldur fyrir gott verð

Kolbrún Soffía fer í leikskólaferðalag á þriðjudaginn á bóndagarð að sjá "dyrene på landet"

Foreldrar Þórs koma í helgarferð í byrjun október

Segjum þetta gott í bili. Myndir væntanlega á BN innan skamms


« Síðasta færsla

Athugasemdir

1 Smámynd: Harpa Sigmarsdóttir & Þór Sæþórsson

Er nú ekki alveg sammála með veðrið :) Hér hafa komið þó nokkrir dagar sem maður hefur getað verið á stuttermabol og haft það kósý :) !! málið er bara að þór hefur verið inni að læra liggur við síðan við komum til Íslands þannig að hann hefur ekki tekið eftir þessu veðri ;)

Harpan

Harpa Sigmarsdóttir & Þór Sæþórsson , 13.9.2009 kl. 10:59

2 identicon

jú ég kíki öðru hvoru hingað inn og var ekkert smá sátt við að sjá fréttir. Alltaf svo mikið spennó hjá ykkur. Hlakka til að lesa næst.

Kv.KB

Karitas (IP-tala skráð) 14.9.2009 kl. 19:48

3 identicon

Jájá, ég skal afsaka biðina!! ;)

 Gaman að fá fréttir af ykkur! Vona að allt gangi áfram vel hjá ykkur!

Kv. GM

Guðrún María (IP-tala skráð) 15.9.2009 kl. 16:20

4 identicon

Jeijjj blogg :D

Alltaf gaman að heyra sögur af ykkur skötuhjúunum og litlu prinsessunni:D

Sakna ykkar...gangi ykkur báðum vel í skólanum

Koss og knús :*

Ásdís Dagmar (IP-tala skráð) 22.9.2009 kl. 18:48

5 Smámynd: Sigmar Þór Sveinbjörnsson

Heil og sæl þó við séum nú í góðu sambandi þá er alltaf gaman að fá smá bloggfréttir af ykkur.

Kær kveðja ´SÞS

Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 23.9.2009 kl. 22:52

6 identicon

Hæ hæ kæru vinir.

Alltaf gott og gaman að lesa nokkrar línur frá ykkur og lífinu í Danaveldi.

Humongus knús í hús

Hanna og fylgifiskar

Hanna Björk (IP-tala skráð) 24.9.2009 kl. 23:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband