Maímánuður

Maí strax hálfnaður og við urðum sko ekki var við það. Það hlýtur að vera mikið að gera fyrst við setjum ekki inn fréttir nema einu sinn í mánuði :)

Það er staðfest að Þór flýgur heim til Íslands sunnudaginn þann 7 júní og mæðgurnar fljúga síðan þann 5 júlí. Við verðum alveg fram til 16 ágúst en þá eigum við pantað flug aftur "heim" til Danmerkur. Við fljúgum frá Álaborg, sem er nyrst á Jylland og því ætti flugið ekki að taka nema 2klst og bílferð um klukkustund. Við erum því styttri á leiðinni frá Tilst til Reykjavík en frá Árósum með lest til Kaupmannahafnar!!!

 Þór fékk óvænta vinnu á gamla góða vinnustaðnum sínum í Háskólanum þar sem hann mun vinna sem verkefnastjóri hjá Reiknistofnun Háskóla Íslands. Höfum einmitt frétt af því að það verður kennsla í allt sumar og því ætti að vera nóg að gera við að aðstoða nemendur og kennara. Það er víst ekki hægt að neita vinnu þessa dagana þar sem lítið er um hana að fá. Auk þess komum við fjárhagslega betur út úr því þar sem gengið át allan okkar pening :) Síðan fékk Harpa líka við vinnu við að sjá um stigaganginn í Heiðarhjallanum enda alltaf opin fyrir verkefnum.

Við erum nú ekki að flytja alfarið heim til Íslands og því fleiri sumur sem við eigum eftir að upplifa. Síðan má ekki gleyma því að það er sumar hér í DK langt fram í september og í byjrun október þannig að það verður tími að kíkja í dýragarðina og kannsk Lególand.

 En þótt mæðgurnar verði einar eftir í DK eiga þær von á 2 heimsóknum og hafa nóg að gera. Harpa klárar dönsku skólann sinn í júní lok og Kolbrún Soffía fær frí í leikskólanum um miðjan júlí.

 Það er búið að vera alveg rosalega mikið að gera hjá Þór í skólanum síðan páskarnir kláruðust. Við tók langt, strembið og mjög amalegt tölfræðiverkefni. Það er svo skrýtið með tölfræðifög að í tímum er kennt um allt og ekki neitt (sérstaklega ekki neitt) og síðan er settar kröfur um að skila stóru verkefni og engin kennsla í kringum það!! Alveg merkilegt nokk, en ætli þetta sé ekki "parturinn af programmet". Þór og Addi hafa því unnið stanslaust í verkefninu í 2 vikur og fínpússa það fyrir helgi á meðan margir eiga enn eftir að skrifa ritgerðina. En seinna má það ekki vera því skiladagurinn er 25 maí og fyrsta prófið er 26 maí og annað þann 29 maí.

En þann 30 maí verður hér haldið stelpu partý og munu skvísurnar á Stavnsvej sletta úr klaufunum með Pál Óskar í botni, Sing Star keppni og enda síðan með Sálina og dansa langt fram á nótt. Þór ætlar að flýja með Kolbrúnu Soffíu niður í næstu íbúð þar sem hann mun eiga rólega kvöldstund með Krissa og telpunum yfir kannski Finding Nemo eða Madagaskar 2 :)

En segjum þetta gott í bili, það verður líklegast ekki blogg fyrr en í lok maí, nema það gerist eitthvað svakalega spennó. Annars minnum við ykkur bara að skoða myndir á barnalandssíðunni hennar KS.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Jeijj gaman að sjá blogg :o) Þó maður fái nu fréttirnar beint i æð þá er samt gaman að lesa bloggið, hehe. Hlakka mega til að koma í euró partý á morgun... Knúsar á ykkur

Selma Heimisdóttir (IP-tala skráð) 15.5.2009 kl. 18:24

2 identicon

Gaman að fá fréttir af ykkur :D sakna ykkar rosalega mikið. Hlakka til að fá ykkur heim í sumar :)

Gangi þér rosa vel með prófin Þór og skemmtu þér vel á stelpukvöldinu Harpa ;)

Koss og knús á ykkur öll :*

Ásdís Dagmar (IP-tala skráð) 15.5.2009 kl. 19:55

3 identicon

Nei sko það borgar sig að kíkja inn öðru hvoru. Gaman að lesa nyjar fréttir. Hlakka til að sjá ykkur í sumar.

Kv.Karitas

Karitas (IP-tala skráð) 21.5.2009 kl. 22:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband