10.12.2008 | 11:30
Betri helmingarnir á leiðinni heim í þessum töluðum orðum
já, þær eru farnar þessar elskur. Húsbóndinn horfði á eftir húsfrúnni með "húsbarnið", hangandi í beislinu, labba í gegnum öryggishliðið.
Allt gekk eins og í sögu, flugið frá Arhus var 5 min á undan áætlun, Harpa hitti síðan íslendinga sem buðust til að hjálpa henni að bera eina tösku og svo náði hún að bóka sig inn og slaka svolítið á. Hún setur væntanlega inn ferðasögu sem fyrst...og myndir, já húsbóndinn vill sko fá að sjá myndir svo hann sé örugglega ekki að missa af neinu.
Spennandi tímar hjá mér, húsbóndanum, framundan......læra - sofa - borða - borða á milli mála. Fer síðan í próf miðvikudaginn 17des og föstudaginn 19 des. Fer síðan árla morguns, þann 21 desember, með lest til Kaupmannahafnar, skoða mig um þar og fer síðan með flugi um kvöldið.
Yfir til þín Harpa!
Athugasemdir
Gott að heyra að allt gekk vel hjá þeim mæðgum :D
Gangi þér rosalega vel í prófunum, vertu duglegur :D
Ásdís Dagmar (IP-tala skráð) 10.12.2008 kl. 11:53
Takk fyrir öll kvittin og peppið elsku familia!
Við vitum að þú tekur þetta með trompi elsku Þór og verður kominn áður en þú veist af til stelpnanna þinna í jólafílinginn á klakanum.
Gott að heyra að þið skvísur 2 eruð lentar heilu og höldnu, látið nú alla dekra við ykkur :) Við náum líklega ekki að hitta á ykkur kæru vinir á klakanum en aldrei að vita upp á hverju verður tekið á heimleið héðan. Sjáum til :)
Gangi þér vel í prófunum elsku Þór, ég skal senda þér allar lærifrumurnar mínar með hugsanaskeyti.
Risa knúsar
Hanna, Gunni og Daníel Páll
Hanna Björk (IP-tala skráð) 13.12.2008 kl. 10:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.