Hóhóhó!!

 

Í dag er T dagurinn hér í Danmörku. Jóla Tuborg verður dreifður um allt land og mikil auglýsingaherferð í kringum þetta. Hann verður dreifður nákvæmlega kl.20:59 en verður í boði á sérstökum bar hér í Tilst kl.23:40.

En nóg um það, það er byrjað að hausta þó nokkuð hér í Aarhus. Laufin fjúka af trjánum og skreyta bílinn okkar og jörðina. Þessi vika er þó búin að einkennast af þoku og mildu veðri en vikan þar á undan var eiginlega bara mjög köld.

Við áttum æðislega helgi með Hrafnhildi um síðustu helgi. Hún kom seinni partinn á föstudaginn fyrir viku og fóru stelpurnar síðan daginn eftir í langa bæjarferð og höfðu það náðugt. Feðginin sóttu síðan píurnar á lestarstöðinni og var síðan brunað í http://www.bazarvest.dk/ þar sem allt annar heimur tók við. Þetta er eins konar Kolaport en þarna eru 98% fólk frá mið austurlöndum og svo útlendingar/ferðamenn eins og við J En stemningin var fín og mikið af fínasta drasli í boði. Við keyptum ekki neitt þarna, vorum svona meira í að skoða okkur um, en nokkru síðar var Þór að lesa alþjóðamarkaðsfræði og þar las hann fyrir tilviljun að á svona mörkuðum gæti fólk orðið móðgað af maður prúttar ekki og reynir einhverjar hundakúnstir. Við hefðum örugglega bara borgað fullt verð og verið sátt. Reyndar var þarna rykugur trébátur á 300dkk sem okkur fannst svolítið dýr.

Á sunnudeginum var síðan farið í Den Gamle By hér í Árósum og hvetjum við endilega fólk til að fara þangað því maður lifir sig alveg inn í hlutina. Þarna eru hús frá 18 öld og upp í 19 öld en svo var verið að byggja nýtt hverfi sem á að hýsa hús frá 8 áratugnum. Það er síðan heilmikið um skemmtanir og leikin atriði þarna á sumrin og um jólin. Þarna var hægt að skoða hús kaupmannsins á horninu, hattabúð og leikfangasafn. Einnig gat maður farið inn í bakarí og keypt gamalt bakkelsi sem búið er að frysta í einhver ár.....nei bara grín, þarna voru nýbökuð brauð og vínarbrauð sem hægt var að kaupa. Við vitum hins vegar ekkert um hvort bakarinn var með posa því við vorum ekki með neinn pening á okkur J Kolbrún Soffía var rosalega góð og sat bara í snjógallanum sínum og skildi ekkert í hvaða heim hún var komin í.

Þór keyrði síðan Hrafnhildi árla morguns (6 leytið) niður á lestarstöðina því hún átti hádegisflug seinna um daginn. Það var æðislegt að fá þig Hrafnhildur og ég vona að þér hafi liðið vel hérna hjá okkur J Takk fyrir komuna J

Á miðvikudaginn sl. Héldum við síðan smá „raklette“ matarboð fyrir Krissa, Selmu og Örnu Dögg. Fyrir þá sem ekki vita hvað raklette er en þá er það þannig að maður er með eins stóra steikarpönnu á eldhúsborðinu og fullt af allskonar kjöti og grænmeti. Síðan er bara öllu hent á pönnuna og fólk getur gripið í það sem það langar í. Kolbrún Soffía var rosalega dugleg að borða og ótrúlegt en satt að þá sat hún sallaróleg og beið eftir matnum sínum.

En þá er komin enn önnur helgi og ekki nema rúmlega 30 dagar þangað til að Harpa og Kolbrún Soffía koma til Íslands. Um helgina ætlum við að fara í Salling að kaupa ferðatösku sem við pöntuðum okkur. Blá harðskelja taska. Ætti að vera nógu áberandi á færibandinu á flugvöllunum. Síðan er takmarkið að kaupa allar jólagjafirnar sem við ætlum að kaupa þannig að við þurfum ekki að hafa áhyggjur af því þegar nær dregur jólum og prófum.

En nóg í bili....

p.s Það er ekki hægt að setja inn myndir :( þarf að fara senda póst og kvarta

sæta múslan


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er semsagt ekki hægt að hlaða inn myndum beint af þessu bloggi heldur verðum við að ná í þær í gegnum Barnaland, rétt eins og myndin hér að ofan sýnir :)

Þór (IP-tala skráð) 7.11.2008 kl. 23:49

2 Smámynd: Sigmar Þór Sveinbjörnsson

Heil og sæl litla fjölskylda , alltaf gaman að fá fréttir af ykkur og myndir. Hún er hugsi hún Kolbrún Soffía á þessari mynd þar sem hún er nýbúin að borða. Vonandi gengur vel hjá Þór í skólanum. Það styttist í að við fáum að sjá ykkur um Jólin við biðjum að heilsa.

fjölskyldan  Heiðarhjalla

Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 8.11.2008 kl. 14:55

3 identicon

Kvitt kvitt fyrir fréttum!

Haldið áfram að eiga góðar stundir með vinum, vona að ég fái að sjá ykkur eitthvað í desember!!

Bestu kveðjur

Guðrún María

Guðrún María (IP-tala skráð) 8.11.2008 kl. 15:39

4 identicon

Það er alltaf nóg að gera hjá ykkur og hljómar allt skemmtilega :) það verður gaman að fá ykkur um jólin :) hafið það gott sæta fjölskylda :)

knúsar og kossar

Ásdís Dagmar (IP-tala skráð) 9.11.2008 kl. 13:37

5 identicon

Kvitti..kvitt fyrir fréttum :)
Svo gaman að fylgjast með ykkur ;)
Knússss frá eyjum
         Margrét Bjarna

Margrét Bjarna (IP-tala skráð) 9.11.2008 kl. 19:22

6 identicon

Þið eruð svo dugleg að blogga :)

Það er alltaf svo gaman að lesa bloggin ykkar, það er svo mikið um að vera hjá ykkur í danaveldi :)

Fingurkoss á ykkur öll

Fjóla Rós (IP-tala skráð) 9.11.2008 kl. 20:38

7 identicon

Sæl Sæta Fjölskylda.

Takk æðislega fyrir mig. Ég naut heimsóknarinnar í botn og fannst mjög leiðinlegt að þurfa að fara frá ykkur. Hlakka til að fá ykkur heim um jólin. 

Skemmtilegt að fá að túristast með ykkur aðeins. 

Takk aftur fyrir mig. Hlakka til að sjá myndirnar.

Hrafnhildur Danmerkurfari (IP-tala skráð) 10.11.2008 kl. 11:36

8 identicon

Kvitt, Koss & Knús

vanessa (IP-tala skráð) 11.11.2008 kl. 02:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband