Go´aften Island

Mikið ósköp er nú gott að komast aftur í hversdagsleikann. Nú er Þór ekki lengur 12klst upp í skóla að læra heldur einungis 6-8 klst. á virkum dögum og stefnir á frí um helgar. Að sögn heimildarmanns Stavnsvej 130 gekk honum allþokkalega í báðum prófunum sem voru löng og ströng. Fjármálaprófið var heldur flóknara en hann bjóst við en Tölfræðin var sanngjörn enda var búist við því að það yrði erfitt og stefndu allir nemendurnir einungis á að ná því prófi.

Eftir prófið var þetta þvílíka kökuboð með öllu tilheyrandi. Mikið af orkufrekum börnum og eintóm gleði. Síðan náði fjölskyldan loksins að eiga notalegan dag saman og var skroppið í RL húsgögn og keyptar gardínur og síðan í Bruun´s Gallerý verslanamiðstöðina þar sem Þór fékk að kaupa sér nýjar buxur og Kolbrún Soffía fékk nýja náttgalla. Harpa er ennþá að leita sér að góðri vetrarúlpu.

Á nóttunni er hitastigið að detta niður í 0 gráður enda þarf að skafa eilítið af bílnum ef maður leggur af stað snemma. Það þarf að byggja upp kjark og þol til að hjóla í svona miklum raka enda erum við ekki vön að hjóla eins og danirnir.

HEIMSÓKN!! Já, við fáum hana Hrafnhildi, vinkonu Hörpu og gömul skólasystir Þórs, í heimsókn á morgun og ætlar hún að vera hjá okkur fram  yfir helgi. Stefnum aðallega á að eiga góðar stundir og á laugardaginn ætla þær að skreppa í bæinn á meðan feðginin skemmta sér heima yfir Söngvaborg og Teletubbies.

Það er margt  um að vera á Stavnsvej þessa dagana. Í nótt fæddist lítil íslensk stúlka en það voru þau Abbi og Björg sem voru að eignast sitt þriðja barn. Abbi er í sama námi og Þór nema á 2 ári en Björg er líka að klára sitt nám en ætlaði að bíða með ritgerðina rétt á meðan hún væri að eignast barnið. Síðan er líka nýr íslenskur bjór að fæðast hér í götunni. Sá bjór hefur fengið nafnið First Icelandic Crisis Pale Ale og er mikil tilhlökkun í mönnum hvernig hann muni bragðast en áhugasamir geta kíkt inn á síðuna nIcebrew:  http://www.bjorbok.net/nicebrew.htm

En höfum þetta ekki lengra í bili. Helgi (helgin) alveg að koma, Þór er orðinn fullsaddur á honum Reimari (af því að reimarnar á skónum hans eru alltaf að losna) en í þessum töluðu orðum er hann farinn að drekka bjór með Einari (af því að hann er pikka á lyklaborðið með hinni hendinni). Síðan á morgun mun Margeir (margir) búa í íbúðinni okkar af því að hann Gestur Trausti(Hrafnhildur gestur) er að koma til okkar. Svo verður ekkert lært um helgina því Þór er nenni-Siggi (nennir ekki að læra meira)

Hafið það rosalega gott heima! Eigum erfitt með að setja myndir inn á en vonandi kemst það í lag fljótlega.

  

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Er það ekki bara 66° á Hörpu, flott að vel gékk í prófunum og  ég verð nú bara að segja puh við þessum 0 gráðurm, fór alveg niður í -5 í fyrra dag hérna. BRrrrrr

Karitas (IP-tala skráð) 30.10.2008 kl. 20:50

2 Smámynd: Egill Óskarsson

Jámm, ég bara tek ekki í mál að það sé kvartað yfir því að hitinn fari niður í frostmark. Það slokknaði á heilanum mér í morgun þegar ég fór út vegna kulda:D

Egill Óskarsson, 30.10.2008 kl. 23:35

3 identicon

Frábært að prófin eru búin hjá Þór! ;)

En annars bara kvitt fyrir skemmtilegu bloggi, alltaf gaman að lesa fréttir frá útlöndum! ;)

Eigið góða helgi með gestinum ykkar

Knús í kotið

Guðrún María

Guðrún María (IP-tala skráð) 30.10.2008 kl. 23:43

4 identicon

kannski rétt að taka það fram að þeir sem hafa búið í Danmörku vilja oftast réttlæta "kuldann" með því að segja að rakinn hér úti er mun meiri en heima og því virka 2 gráður í Dk eins og frost heima á íslandi.

 En ég er alls enginn sérfræðingur í þessu enda hef ég ekki einu sinni gert almennilegan samanburð. En það getur orðið ansi kalt þegar maður er að labba í 4stiga frosti og í roki í þokkabót!! BRRRR þá er nú bara lúxusveður hér í Dk. :)

Þór (IP-tala skráð) 31.10.2008 kl. 10:28

5 identicon

Skemmtilegt blogg, ég giska að Þór hafi skrifað það, að minnast kosti síðasta hlutann ;)

sakna ykkar, kossar og knús á línuna

Kv.Ásdís Dagmar :)

Ásdís Dagmar (IP-tala skráð) 31.10.2008 kl. 15:09

6 identicon

Vil bara kvitta fyrir innlitið :) knus frá Köben :)

Lilja Erlendsd. (IP-tala skráð) 1.11.2008 kl. 17:15

7 identicon

kvitti kvitt

verðum að reyna að hittast sem fyrst :)

knúsar

Selma

og já ég er líka orðin þokkalega leið á honum Reimari, hehe

Selma Heimisd (IP-tala skráð) 2.11.2008 kl. 19:31

8 identicon

Haha ég líka mjög oft nenni-Siggi :)

Alltaf nóg að gera hjá ykkur greinilega.

Styttist í að ég kíki á ykkur, hlakka til!! :D

Rakel S (IP-tala skráð) 4.11.2008 kl. 22:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband