5.10.2008 | 20:11
Íbúarnir í númer 130 komnir heim.
Þá er ævintýrahelgin í Lundi að baki. Fórum á slaginu tvö sl. Fimmtudag og það tók 4 klst. Stoppuðum eitt gott stopp þar sem stelpan fékk að teygja úr sér og Harpa að kaupa sér súkkulaði. Í búðinni var ung kona að fylgjast vel með Hörpu og þegar við ætluðum að fara út stökk hún á Hörpu og vildi endilega biðja hana um að taka þátt í könnun. Konan byrjaði á að því að tala dönsku en Harpa fannst betra að tala á ensku þótt henni langaði örugglega að spreyta sig.
Stelpan var mjög góð og það var bara í lokin sem henni langaði ekki að vera lengur í bílnum. Siggi, Silja, Aníta Rut og Bjarni Leó voru öll hin hressustu þegar við síðan mættum klst. á undan áætlun. Áttum yndislega daga hjá þeim og viljum við þakka alveg æðislega vel fyrir okkur.
Í Lundi var tekið vel á móti manni. Elduðum lasagna og pítsur hjá þeim og horfðum á fyrstu 2 þættina í Dagvaktinni. Spennandi sería framundan. Stelpurnar fóru með yngstu börnin á föstudeginum í bæinn og skruppu þær á veitingastaðinn Ítalíu þar sem þær fengu sér góðan hádegisverð. Strákarnir lærðu smávegis á föstudeginum en skruppu síðan á vinnufund á hamborgarastað.
Laugardagurinn fór síðan í að horfa á Sigga spila fótbolta og skreppa í smá bíltúr að kaupa útiskó handa Kolbrúnu Soffíu. Skórnir komu sér vel um kvöldið því það var svolítið kalt. Um kvöldið mættu síðan hátt í 50-60 manns og grilluðu og skemmtu sér konunglega. Afmælisbarnið bauð upp á meðlæti og öl en allir komu með á grillið. Síðan var sungið og trallað fram á rauða nótt...eða til miðnættis þar sem orðið var kalt og svolítið hvasst. Virkilega skemmtileg grillveisla og þvílíkt stuð á liðinu, sérstaklega afmælisbarninu.
Sunnudagurinn fór í að pakka saman og keyra heim. Við komum við hjá Pálma og Charlotte og hittum þar einnig móður Pálma og systur hans. Þeim langaði svo að sjá hana Kolbrúnu Soffíu. Ferðin heim gekk síðan mjög vel. Það var mjög hvasst á Öresundsbrúnni og var hámarkshraðinn ca. 50 km/klst í staðin fyrir 110 km/klst. Mikil rigning og rok en síðan batnaði það þegar við vorum komin yfir á Jótland, sem er eyjan okkar.
Þegar við komum heim var strax farið í það að gera okkur klár fyrir 1 árs afmælið hennar Örnu, vinkonu Kolbrúnar. Þær voru rosalega glaðar að hittast og okkur fannst líka gott að vera komin heim og hitta hluta af Stavnsvej genginu. Okkur finnst eins og við tilheyrum 2 stöðum, hér í Tilst og svo í Lundi.
Núna tekur við strangur lærdómur hjá Þór því það eru próf eftir 3 vikur. Hann má bara ekki lesa mbl.is því fréttirnar eru svo svartsýnar að það tekur tíma bara að jafna sig á þeim. Foreldrar Þórs koma síðan á fimmtudaginn og verða fram á sunnudag. Ætlum að heimsækja frænda Þórs og fjölskyldu hans á laugardaginn næsta.
Í lokin koma nokkrar myndir frá ferðalaginu. Lítið á björtu hliðarnar þarna heima og hugsið um að það ástandið gæti verið verra veikindi eða annað verra.
Takk fyrir innlitið.
Athugasemdir
Frábært að búa þar seme r hægt að setjast upp í bíl og keyra eithvað annað en herna á klakanum, það sem ég sakna virkilega. Þór ég myndi bara alveg sleppa því að vera eithvað að skoða mbl.is
Karitas (IP-tala skráð) 5.10.2008 kl. 20:37
Heil og sæl litla fjölskylda, gott að vita að þið eruð komin heim og allt gengið vel. Allaf gaman að fá fréttir af ykkur og myndir með þeim fréttum. Vona að það gangi vel hjá þór í lærdómnum. Við ætlum að senda pakkann með Höllu og Sæþór þegar þau fara út til ykkar.
Ég fór á Sjávarútvegssýninguna í gær og hitti þar Kolbrunu Sól dóttir hans Ingo, hún var held ég með þér Harpa í bekk. Hún bað mig að skila til þín góðri kveðju, og sagði að hún hefði séð myndir af Kolbrúnu Soffíu.
Við biðjum að heilsa ykkur og tökum undur með Karitas að vera ekki að lesa neikvæðu fréttirnar héðan, þetta verður allt komið í lag þegar þið komið heim eftir 2 ár.
kær kveðja frá Heiðarhjallanum
Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 5.10.2008 kl. 23:29
Hæhó
Jæja það er nú ansi gott að fá ykkur aftur heim :) En greinilega verið mikið stuð hjá ykkur í svíþjó, og gaman líka að sjá myndir.
Við sjáumst nú síðan örugglega eitthvað í dag :)
knúsar
Selma og coSelma (IP-tala skráð) 6.10.2008 kl. 09:26
Alltaf gaman að fylgjast með:) Danmörk er yndisleg.
Guðrún Geirs (IP-tala skráð) 6.10.2008 kl. 10:03
Hæhæ og kvitti kvitt!
Vona að veðrið hjá ykkur sé betra en hér heima, vaknaði oft í nótt og svo fór náttúrulega að leka innum dyrnar eins og vanalega í þessari vindátt :o(
Kreppa smeppa og brjálað veður.... Þetta er Ísland í dag.... Ég sakna DK!
Kveðja Sigga Stína og bumbukrílið
Sigga Stína (IP-tala skráð) 6.10.2008 kl. 10:48
Sæl yndislega fjölskylda.
Það var svo ljúft að hafa ykkur hjá okkur um helgina. Auðvitað var margt fleira sem okkur langaði að gera með ykkur, en maður verður að eiga eitthvað þangað til næst. Þúsund þakkir fyrir hjálpina með grillveisluna, ekki auðvelt að halda 60 manna veislu með tvö börn og crazy mann (bara djóka þetta með Sigga). Við gátum allavega hlegið saman og skemmt okkur vel, það er fyrir öllu.
Þið eruð alltaf velkomin til okkar, anytime.
Kram och puss från Sverige;
Silja og co
Silja (IP-tala skráð) 6.10.2008 kl. 20:48
vá hvað skvísan er orðin stór;) tíminn líður hratt óhætt að segja það.
Vonandi hafið þið það sem allra best úti;)
kveðja Erna
Erna Erlends (IP-tala skráð) 7.10.2008 kl. 00:12
Gaman að heyra hvað það er mikið og skemmtilegt að gera hjá ykkur :)
Ég verð bara að biðjast afsökunar á því að ég sé ekki enn búin að hringja í ykkur, það er bara svo mikið að gera. Ég var t.d. alla helgina á úlfljótsvatni með útivist og útinám faginu sem ég er í og var það alveg rosalega gaman. Við löbbuðum í 10 og hálfan tíma á laugardeginum og þurftum meðal annars að vaða yfir ískalda á. Það var rosa gaman en maður var líka algjörlega búinn á því þegar maður kom aftur heim. Reyni að hringja fljótlega.
Sakna ykkar, knús og kossar
Ásdís Dagmar (IP-tala skráð) 7.10.2008 kl. 11:21
Það er greinilega nóg að gera hjá ykkur! :)
Heppin þið að vera núna á meginlandinu og getið keyrt útum allt. Smá munur frá einangraða eyjalífinu hér hehe.
Gangi þér vel í prófunum Þór!
Ég hlakka til að sjá ykkur í nóv ;)
Kveðja,
Rakel "granni"
Rakel S (IP-tala skráð) 7.10.2008 kl. 12:06
hæhæ sæta famelía og frábært að það sé svona gaman hjá ykkur og allt gengur vel hehe og ég er nú sammála síðasta ræðumanni um að þetta gæti nú verið verra þessi kreppa þó hún sé hræðileg :( en það er jú verra ef fólkið manns slasast eða einhvað þaðan af verra... Maður getur huggað sig við það þó að þetta sé nú áhyggjuefni þessi fjármálakreppa núna...
En allavega látið okkur vita þegar þið komið til landsins hlökkum til að hitta ykkur :) Flottar myndir af venju og alltaf gaman að skoða fréttir af ykkur :)
Knús og kremjur
Agnes, Gústi og Apríl Nótt
Agnes Ýr og co (IP-tala skráð) 7.10.2008 kl. 16:10
Æ hvað það er gott að þið hafið nóg fyrir stafni og að ykkur líður vel þarna í Tilst...
Bestu kveðjur frá fróni
Guðrún María
Guðrún María (IP-tala skráð) 8.10.2008 kl. 13:16
Hæ sæta fjölskylda
Vildi bara kvitta fyrir innlitið, æðislegar myndir.. Kolbrún Soffía orðin svo svaka stór
Miss u all:)
Tinna (IP-tala skráð) 8.10.2008 kl. 23:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.