28.9.2008 | 21:25
Tíðindi frá Tilst
Það er nú mest lítið, en deginum eftir síðasta blogg að þá fóru hlutirnir að rúlla og við fengum heimasímann okkar tengdan hjá TAL og við fengum sófasettið og önnur húsgögn til að fylla í stofuna. Þannig að núna er bara eftir að hengja upp nokkrar myndir, ljós og gardínur við svalahurðina. Ætli það verði ekki farið í það eftir prófin hjá Þór.
Eins gott að festa skóskápinn sem fyrst!!
Þór verður í prófum 22 október og 24 október þannig að því miður verður lítið gert á afmælisdeginum hennar Hörpu en auðvitað verður gert eitthvað skemmtilegt eftir prófið 24 okt. Það styttist í þessi próf og stressið hefur enn ekki heltekið Þór, sem er bæði gott og slæmt. En þetta hlýtur að reddast ef maður er samviskusamur að læra.
Næsta vika verður spennandi. Við höfum ákveðið að fara til Svíþjóðar seinni part fimmtudags, um leið og Þór er búinn í dæmatíma með reiknihópnum sínum. Það mun taka einhverja 4 klst. að keyra yfir með örfáum stoppum. Vonum bara að stelpan verði hress og nenni að hanga í bílnum.
Á föstudeginum munu strákarnir (Þór og Siggi) líklegast læra eitthvað á meðan stelpurnar og strákurinn(Bjarni Leó rölta niður í bæ og skoða sig um. Á laugardaginn mun Siggi síðan halda upp á þrítugsafmælið sitt með grilli og öllu tilheyrandi fyrir vini og vandamenn. Það er ekki hægt að missa af því. Síðan verður haldið snemma af stað á sunnudeginum þar sem Arna, vinkona Kolbrúnar Soffíu, ætlar að halda upp á 1 árs afmælið sitt.
En við fengum lánaða rosa flotta myndvél hjá Höllu Sif og það verður því farið í það að taka myndir af litlu skvís. Við hjónakornin erum alveg á því að efst á óskalistanum okkar í ár er Canon EOS myndavél. Það koma bara svo flottar myndir úr þeim. Til sidst (í lokin) setjum við hér myndir, af íbúðinni og litla englinum okkar, sem einmitt voru teknar með myndavélinni hennar Höllu.
Athugasemdir
Margrét Bjarna (IP-tala skráð) 28.9.2008 kl. 22:11
Kvitt fyrir innlitið!
Voðalega er hún kósí og fín hjá ykkur íbúðin! :) (Hún er nú eitthvað rúmbetri en íbúðin á eggertsgötunni) Flott nýja sófasettið!
Og auðvitað er Kolbrún Soffía alltaf jafn mikil dúlla, og dugleg stelpa! ;)
Bestu kveðjur
Guðrún María
Guðrún María (IP-tala skráð) 28.9.2008 kl. 22:24
hæhæ og vá hvað íbúðin er orðin flott hjá ykkur allt að koma :) Flott sófasett og rúmgóð stofa :) Rosa flott og til hamingju með þetta allt :) alltaf gaman að skoða og lesa fréttir og sjá myndir og líka videó á síðunni :) Alltaf svo spennó og þið eruð rosa dugleg með síðuna :) Biðjum alveg ægilega vel að heilsa og knúsið Kolbrúnu Soffíu frá okkur og ykkur líka ... Og takk fyrir að fá að senda snuddurnar til ykkar :)
Knús og kossar Agnes, Gústi og Apríl Nótt
Agnes Ýr og co (IP-tala skráð) 28.9.2008 kl. 23:19
Vá þetta er voða fínt hjá ykkur, æðislegt líka hvað þið eruð dugleg að blogga
Karitas (IP-tala skráð) 28.9.2008 kl. 23:27
Oh, rosa kósý hjá ykkur! :D
Canon Eos er snilld. Bestu kaup ever ;)
Rakel (IP-tala skráð) 28.9.2008 kl. 23:41
Rosa flott og kósý íbúðin ykkar! Og Kolbrún Soffía alltaf jafn mikið krútt, greinilegt að það fer vel um ykkur í dk :)
Kv. Iðunn
Iðunn (IP-tala skráð) 29.9.2008 kl. 08:36
Kvitt kvitt!!
Hrafnhildur (IP-tala skráð) 29.9.2008 kl. 11:06
Æðislega flottir nýju sófarnir, lítur mjög vel út :)
Tinna Kristinsdóttir (IP-tala skráð) 29.9.2008 kl. 14:14
Flott hvernig íbúðin hefur breyst mikið á þessum tvem vikum sem við hittumst síðast þarna :)
góða ferð til svíaríkis
Christiano Friis (IP-tala skráð) 29.9.2008 kl. 19:09
Íbúðin lítur vel út :D hlakka til að sjá hana með berum augum, sem verður vonandi fljótlega eftir að nýja árið gengur í garð :)
Kolbrún Soffía er bara sætust í heimi, hún er alltaf skælbrosandi, greinilegt að hún nýtur sín þarna úti :D
Hafið það gott turtildúfur og ég segi aftur að það kemur að því að ég hringi í ykkur, er bara alltaf upptekin á kvöldin þegar best er að hringja. Reyni á fimmtudagskvöldinu :D
knús og kossar
Ásdís Dagmar (IP-tala skráð) 30.9.2008 kl. 12:12
Kvitti kvitt !!!!
Rosalega flott íbúðin orðin :o)
Góða ferð tl Svíþjóðar
Kveðja Sigga Stína
Sigga Stína (IP-tala skráð) 30.9.2008 kl. 15:53
Vá hvað það er flott hjá ykkur Langar til dk, langar í svona íbúð, svona sófa, svona eldhús, svona barn, svona karl, nei djók... allavega rosa flott hjá ykkur!
kristrún (IP-tala skráð) 30.9.2008 kl. 22:47
Æðislegar myndir af húsgögnunum ykkar. Ótrúlega flott hjá ykkur.
Mikið hlakka ég til á morgun að fá að knúsa ykkur. Við munum svo gera eitthvað skemmtilegt um helgina. Keyrið varlega :-)
kv.Silja
Silja (IP-tala skráð) 1.10.2008 kl. 11:56
Heil og sæl litla fjölskylda, þetta er orðið glæsilegt hjá ykkur, nú væri gaman að vera í stofuni og horfa sjónvarpið með vatnsglas og láta fara vel um sig. Þetta er mikill munur frá því þegar bara voru til tveir lánstólar og sprungin vindsæng til að sitja á . Takk fyrir þessar fréttir og myndir af ykkur og íbúðinni. Hlakka til að koma næst í heimsókn til ykkar næsta sumar.
kær kveðja
Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 1.10.2008 kl. 21:11
Íbúðin er æðisleg:) Alltaf gaman að frétta hvað þið eruð að bralla þarna:)
Guðrún Geirs (IP-tala skráð) 5.10.2008 kl. 12:03
Það er aldeilis komin mynd á þetta hjá ykkur - sófinn er ekkert smá girnilegur :) Vona að þið hafið haft það svakalega gott í Sverige :)
Árdís (IP-tala skráð) 5.10.2008 kl. 18:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.