21.9.2008 | 21:06
Hún Kolbrún Soffía...
....vildi byrja þetta blogg á stuttri kveðju...
Þessi skvísa er farin að opna alla skápa, rífa úr fataskápunum og standa sjálf. En er mjög sparsöm á því samt.
Vika 39 að hefjast og prófin í viku 43. En hins vegar eru næstu helgar þétt skipaðar þar sem við fáum næturgest nk. Föstudag, hann Dagur gamall(þó nýlegur) vinnufélagi.
Helgin þar á eftir er planið að keyra til Svíþjóðar, Lund, til þess að vera viðstödd 30 ára afmæli Sigurðar Frey. Þá myndum við leggja af stað á fimmtudegi og koma heim á sunnudegi.
Helgina eftir það koma foreldrar Þórs og þá ætlum við að skjótast til Tisted að heimsækja bróður Höllu og fjölskyldu hans.
Nú helgina eftir að þau eru farin mun Þór liggja yfir skólabókunum en strax helgina eftir prófin þá eigum við von á Hrafnhildi vinkonu Hörpu og Rakel fljótlega eftir það.
Harpa er búin að panta flugfar fyrir sig og Kolbrún Soffíu 10 desember og verða þær á Íslandi til 7 janúar. Þór kemur vonandi fyrir 20 desember og fer heim á sama tíma og mæðgurnar. Hefur þær óstaðfestu fréttir að hann þurfi ekki að taka próf í janúar eins og tíðkast í útlöndum.
Þá eru það símamálin. Eins og margir vita er hægt að kaupa Smartbox hjá TAL sem gerir okkur kleift að hringja ókeypis í alla heimasíma á Íslandi og þið hringið í okkur á Íslenskum taxta. Þetta Smartbox tengist við módemið okkar og síminn sjálfur tengist í Smartboxið.
Við pöntum þetta tæki á netinu hér í Aarhus því þá fengum við tækið samdægurs og verðið er 5þús kr. minna og enginn sendingarkostnaður. Þór hringir í TAL, segist hafa fengið tækið í hendurnar, skrái mig í þjónustuna og allt gengur glimrandi vel. En þá byrjar vandamálið. Við fáum engan són. Hringjum tvisvar sinnum í netfyrirtækið mitt hér í DK og loks í TAL þar sem við föttum að þar sem við keyptum ekki tækið hjá TAL þá þurfa þeir að skrá það í kerfið sitt (Þór tók það nefnilega ekki fram í símtalinu þegar við létum skrá okkur í þjónustuna þeirra). Þá byrjar ballið. Þeir vilja EKKI skrá tækið hjá sér af því að við verðum að kaupa tækið hjá þeim(það kostar tæpar 8000kr og sendingarkostnaðurinn er 1900kr). Við sögðumst nú bara vera að hringja úr síma sem væri tengt slíku Smartboxi og skráð hjá þeim(það var HIVE á þeim tíma en er nú TAL). Við fáum að hinkra í smástund og fáum síðan þau svör að kannski gætu þeir reddað þessu en gátu ekki lofað neinu. 5 dagara eru síðan liðnir og ekkert bólar á þessu. Aðalástæðan fyrir þessu var að þeir vildu ekki taka ábyrgð á tækinu sjálfu, sem er nú alveg verulega léleg afsökun. Við erum með 2 ára ábyrgð á því hérna í DK. Það er ekki nokkur spurning að þeir geti skráð tækið hjá sér, bara spurning um vilja. Við brýnum því fyrir þeim sem eru að spá í þessu að hinkra örlítið þar til við fáum einhverja niðurstöðu í þessu.
Svo vorum við að komast að því að ísskápurinn okkar er OF kaldur. Harpa tók út vatnsflösku þar sem vatnið var orðið frosið. Það er mikið hrím í frystinum og innst inni í ísskápnum sjálfum. Komumst að því fyrir tilviljun að a.m.k. 2 aðrar íbúðir eiga við sama vandamál að stríða þannig að við fáum mjög líklega nýjan og stærri ísskáp fljótlega þar sem leigufélagið á að sjá fyrir þessum hlutum. Ekki veitir af meira frystiplássi þar í BILKA snýst allt um að versla STÓRT inn.
Sófasettið fáum við vonandi á morgun þannig að myndir af íbúðinni verða væntanlegar hingað með næsta bloggi.
Hafið það gott heima í rigningunni og rokinu.
Kveðja frá dk
Þórinn, Harpan & Kolbrún Soffía
(tek ofan af þeim sem nenna að lesa þetta allt hehe)
Athugasemdir
Heil og sæl litla fjölskylda, gaman að myndbandinu af Kolbrúnu Soffíu og takk fyrir góðan fréttapistil af ykkur. Það er auðséð að það verður mikið að gera á næstu vikum, og vonandi gengur Þór vel í skólanum. Bíðum eftir myndum af sófasettinu Við biðjum að heilsa hér úr Kópavoginum
Mamma og Pabbi (tengdó )
Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 21.9.2008 kl. 21:37
Elsku Þór, Harpa og Kolbrún litla.
Mér þykir afskaplega leiðinlegt að ekki hafa náð að kveðja ykkur áður en þið fóruð út, þó sérstaklega þig Þór minn.
Hafið það sem allra best í Baunalandi og njótið samverunar sem fallega fjölskyldan sem þið eruð. Öfund úti í ykkur bæði flottu foreldrar af liltu telpunni ykkar!
Ás til ykkar allra,
Ingó
Ingó (IP-tala skráð) 21.9.2008 kl. 21:44
það er svo gaman að frétta af ykkur:)
Guðrún Geirs (IP-tala skráð) 22.9.2008 kl. 10:10
Gaman að fá hæ frá Kolbrúnu Soffíu, hún er algjört æði :) það er greinilega nóg að gera hjá ykkur, gaman að heyra það, hlakka til að fá ykkur heim um jólin :) Gangi þér vel í prófunum Þór, veit þú massar þetta!! Hafið það gott sæta fjölskylda og hlakka til að sjá myndir af íbúðinni með öllum nýju húsgögnunum :D
Kv.Ásdís Dagmar
Ásdís Dagmar (IP-tala skráð) 22.9.2008 kl. 11:58
hæ hæ ..
Gaman að sjá hvað allt gengur vel hjá ykkur :)
Kveðja Ingveldur
Ingveldur Theodórsdóttir, 22.9.2008 kl. 12:24
Gaman að fá fréttir af ykkur! Leiðinlegt að það skuli vera vesen með símann hjá ykkur samt. :(
Hlakka til að sjá nýjar myndir af íbúðinni, hvort sófasettið varð fyrir valinu?? :)
Bestu kveðjur
Guðrún María
Guðrún María (IP-tala skráð) 22.9.2008 kl. 20:54
Kvitt kvitt, látið mig vita þegar síminn er komin í lag
Karitas (IP-tala skráð) 22.9.2008 kl. 22:39
Ég las allt! Les alltaf en kvitta alltof sjaldan
Þoli ekki símavandamál og tala nú ekki um svona tregleika eins og að vilja ekki skrá boxið þrátt fyrir að þeir geta það, og þeir kalla sig þjónustufyrirtæki. Hálfpartinn skellti á símasölu gæja frá TAL um daginn, var bara ekki í múdi (og ólétt) fyrir e-h söluræðu á þjónustu sem ég hafði bara ekki áhuga á því ég hef allavega ekki heyrt góðar sögur af þeim hérna heima.
Gott að þið fáið nýjan ísskáp og bráðum nýja sófasettið !!
Bestu kveðjur til DK
Sigga Stína
Sigga Stína (IP-tala skráð) 23.9.2008 kl. 02:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.