15.9.2008 | 21:19
Góðan dag Ísland !
Hvordan har i det? Hér er allt gott að frétta. Við höfum það rosalega gott og okkur finnst eins og við höfum búið hér lengur en í 4 vikur.
Við skruppum til Þýskalands eins og sumir fréttu og versluðum eilítið inn. Þetta var í raun hraðferð því við stoppuðum bara í 3 klst í Þýskalandi en keyrðum í tæpa 4 klst. En við eigum örugglega eftir að fara aftur í vor.
Það er komin ágætis rútína á okkur hérna í Tilst. Þór er í skólanum 4 sinnum í viku og frí 1 sinni sem er mjög fínt til þess að læra og minnka lærdóminn um helgar. Hann mætir 1 sinni í viku 9:50, 12:00. 13:50 og 15:40 til 17:20 á föstudögum. Alveg hreint æðislegur tími en það er bara fram í október. Svo breytist þetta.
Um helgar ætlum við síðan að stefna á að eiga alltaf nokkrar klst saman til þess að skoða okkur um. Erum farin að keyra um bæinn án þess að nota GPS tækið okkar en erum snögg að geyma þær staðsetningar í borginni sem við viljum muna eftir.
Síðasta sunnudag fórum við í stóran garð þar sem bambar hlaupa um og allir að gefa þeim brauð og gulrætur. Þeir vönu sem mættu þangað voru búnir að skera niður grænmeti og ávexti til að gefa þeim. Við munum eftir því næst. Sama dag fengum við heimsókn frá skólasystkinum hans Þórs, Tinnu, Árdísi og Evu litlu stelpunnar hennar Árdísar. Kolbrún Soffía fannst þær svo skemmtilegar að hún æpti og skrækti þegar verið var að leika við hana.
Það er mikil keyrsla í skólanum hjá Þór, hann fer í próf eftir ca. 4 vikur og aftur fyrir jól. Við erum að vonast til þess að hann klári prófin fyrir jól svo hann þurfi ekki heimsækja Þjóðarbókhlöðuna heima á Íslandi.
Íbúðin er öll að taka á sig mynd. Við keyptum sófa sem við eigum von á í næstu viku og Harpa fór með Selmu, vinkonu sinni í IKEA og keypti hillur og ramma sem Þór og Krissi, kærasti Selmu, ætla að hengja upp vonandi sem fyrst. Lofum svo að setja inn mydnir þegar allt er orðið klárt.
Helgin er óráðin en sá sem þetta skrifar er nú spenntur fyrir að kíkja í Magasínið um helgina og athuga hvaða íslenskar vörur þeir hafa upp á að bjóða. Mér skilst að þeir selji þar t.d. íslenskt vatn. Sparívatn.
Stelpan er yndisleg og vaknar alltaf hálf sjö sjö, fær sopann sinn og annaðhvort kúrir lengur með okkur eða skríður frammúr og fer að leika með dótið sitt. Svo fer pabbinn fram og býr til hafragraut fyrir liðið, mamman sér síðan um að gefa stelpunni og pabbinn fer að læra.
Ritari þessu sinni : Þór Sæþórsson aka Æðibitinn
Athugasemdir
Ég sé að þið hafið getað verslað e-ð smotterý í Þýskalandi
Frábært að sjá hvað þið eruð ánægð í danaveldinu, það er fyrir öllu
Kossar & knús á línuna
Fjóla Rós (IP-tala skráð) 16.9.2008 kl. 08:31
Ekkert smá sem hefur verið verslað í Þýskalandi sé ég :)
Rosalega eru þetta sætir bambar, væri til í að klappa einum svona :D
Æðislegt að heyra hvað ykkur líkar vel þarna úti, það skiptir öllu máli, vona að allt gangi vel hjá ykkur og Þór haltu áfram að vera duglegur að læra :D
Hlakka til að sjá ykkur, vonandi um jólin, ef þið komið heim :)
Kv.Ásdís Dagmar, knús og kossar :-*
Ásdís Dagmar (IP-tala skráð) 16.9.2008 kl. 10:59
Alltaf gaman að lesa færslu frá ykkur og ekki sakar að hafa myndir með. Líst vel á þessa morgunrútínu, Þór nenniru ekki að koma heim til mína ð elda hafragraut líka.
Karitas (IP-tala skráð) 16.9.2008 kl. 11:44
Takk fyrir mig... ofsalega fínt hjá ykkur :)
Tinna (IP-tala skráð) 16.9.2008 kl. 23:57
Gaman að sjá hvað þið eruð að skemmta ykkur vel í Danaveldinu. Gaman að sjá þessar myndir og videoið af lítlu skvísunni að labba.
Sakna ykkar!!
Hrafnhildur
Hrafnhildur (IP-tala skráð) 17.9.2008 kl. 09:55
Hva sa hva sa? Frisk som en fisk eller hva?
Gaman að lesa um ykkar bjutifúl líf í Dene :) Kolla bolla notla undurfögur eins og alltaf og það skín af ykkur hamingjan.
Knus og kram á ykkur öll elskurnar ykkar er saknað!
Hlínmunda (IP-tala skráð) 17.9.2008 kl. 17:44
hæhæ!
mikið er gaman að heyra hvað ykkur líkar vel þarna úti.. :) Og mikið rosalega er hún kolbrún soffía alltaf falleg og orðin alveg rosalega dugleg krúttið:) gangi ykkur áfram vel .. knús
Ína Björg (IP-tala skráð) 18.9.2008 kl. 22:20
Kvittz.
V. (IP-tala skráð) 19.9.2008 kl. 02:08
Hvað ertu að gera með allan þennan bjór? Ertu nokkuð að hella honum í Árdísi? Þú hættir sko í vinnunn til þess að fara í skóla og læra, ekki gleyma því! Ég er ekki viss um að ég hefði samþykkt þetta ef ég hefði vitað af þessum bjór, mig grunaði þetta aldrei.
Kristín Rut Einarsdóttir (IP-tala skráð) 20.9.2008 kl. 14:40
öhhhh mig langar að segja að þetta sé hann Þórður tvíburabróðir minn...
En til að réttlæta þetta að þá er bjórinn til þess að lokka til okkar gesti og gangandi. Hálfgerð regla að það sé alltaf til bjór heima hjá manni hér í DK :)
Þór (IP-tala skráð) 20.9.2008 kl. 16:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.