1.9.2008 | 21:28
Fyrsti skóladagurinn afstaðinn og spennandi helgi framundan
Í dag verður farið stuttlega yfir síðustu viku og helgi, nokkur þakkarorð og stutt kynning á skólanum hjá Þór.
1. Fyrst viljum við þakka foreldrum okkar fyrir hjálpina við afmæli dóttur okkar og fjölskylduboðinu hjá Þór deginum áður en hann lagði af stað til Dk. Það var svo mikið að gera að maður hreinlega gerði sér ekki grein fyrir hvað það munaði um þessa hjálp.
2. Siggi, Silja, Aníta Rut og Bjarni Leó lögðu af stað heim sl. Sunnudag eftir 4 daga heimsókn. Yndislegt að fá þau og loksins fengum við gott veður svo hægt væri að labba um í bænum. Fengum okkur pítsu og pasta við ánna sem rennur í gegnum Aarhus og röltum svo Strikið þeirra Árósar búa. Þór nældi sér í afmælisís sem samanstóð af 5 kúlum, rjóma, skum(þeytt eggjahvíta og sykur), rjóma, sultu og koss. Harpa hafði ekki mikla lyst og Kolbrún Soffía mátti bara fá smakk þannig að Þór dró þær að landi og afgreiddi ísinn með bestu lyst.
3. Á laugardagskveldið var veðrið svo gott að íslendingarnir á Stavnsvej ákváðu að grilla og var heljarinnar fjör. Þór þurfti að fara á opnunarhátið Mastersnema í skólanum og eignaðist hann þar 2 vini frá Danmörku, 2 litháa, einn Rúmena og nokkra þjóðverja. Hann var síðan svo búinn á því að hann var kominn heim um hálf ellefu.
4. En núna ætlar Þór að renna létt yfir hvenrig skólamálin hans standa. Þeir sem vilja sleppa við þann pistil fara bein yfir í lið 6.....
Jú komið þið sæl og blessuð, Þór sem talar. Fyrsti dagurinn afstaðinn og líst mér bara nokkuð vel á. Hér skiptir öllu máli að gera námið að sínu en ekki að læra beint eftir bókinni eða læra eins og páfagaukur. Þannig að þú ert betur staddur ef þú svara spurningu alveg eins og þú vilt hafa svarið en ekki svara því bara af því að það stendur í bókinni eða kennarinn sagði það. Maður þarf því að opna sig eins og blóm og hugsa út fyrir kassann, sem maður hefur ekki verið alltof duglegur við hingað.
5. Ég var valinn úr hópi fjöldra nemenda sem vildu heimsækja fyrirtæki. Þessi fyrirtæki hafa sett sig í samband við skólann og vilja fá nemendur til sín sem eru mjög eftirsóttir þegar þeir útskrifast. Ég fékk fyrirtækið Dong Energy sem er stærsta orkufyrirtæki í Danmörku. Þeir vinna markvist að því að nota náttúrulega orku, s.s. vindmyllur og nota gamlar olíulindir til þess að geyma CO2. Ég varð hins vegar hissa þegar sessunauturinn minn spurði mig hvort við færum með lest eða flugvél. Ég hugsaði nú að það væri nóg að taka strætó ef þetta væri hérna í kringum Aarhus en fyrirtækið er staðsett í Kaupmannahöfn og verður farið með lest á fimmtudegi, gist á hóteli í 1 nótt(með kvöldmat og morgunmat), leigubíll sækir okkur daginn eftir og svo lest heim. Allt innan við 24klst. Fyrirtækið borgar allt og finnst mér skrýtið hvað við verðum verðum í raun stutt hjá fyrirtækinu m.v. ferðalagið sjálft. En þetta verður spennandi og verður fjallað um það nánar eftir helgi.
6. Þar sem ég fer til Köben er hugmyndin sú að Harpa kemur með og fer beint til Lundar þar sem Siggi og Silja búa. Ég kæmi síðan á föstudeginum og við yrðum þar yfir helgina. En við ætlum að sjá til hvernig heilsan hjá stelpunni er þar sem hún er með smá hita og hor núna. Annars er hún alveg yndisleg og babblar rosalega mikið. Farinn að labba alveg sjálf með hlut f.framan sig og vaknar brosandi.
En nóg í bili, tek ofan fyrir þeim sem lásu þetta til enda.
Kveðja frá Tilst
Athugasemdir
Hæ Tilst búar... Gaman að sjá og heyra hvernig er hjá ykkur... maður verður bara spenntur að nálgast ykkur...
Gangi ykkur vel næstu helgi og sjáumst vonandi í vikunni þar á eftir
Kv. verðandi danafaranir Andrea og co
Andrea (IP-tala skráð) 1.9.2008 kl. 21:50
Heil og sæl Harpa, Þór og Kolbrún Soffía, Það er gaman að lesa þennan pistil frá ykkur og ekki síður að skoða myndirnar sem fylgja færsluni. Það hefði verið gaman að vera með í grillinu ef það hefði verið þegar við vorum hjá ykkur, það vantar smá fréttir af því hvernig það tókst. Þesi bloggfærsla lofar góðu, vonandi gengur þetta vel hjá ykkur og Kolbrún Soffía verði hress og kát.
kær kveðja Kolla og Simmi
Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 1.9.2008 kl. 21:57
Það er nú ekkert mál að lesa þennan pistil til enda, enda alltaf spennandi að lesa það sem þið hafið að segja. Gaman að fá svona reglulegar fréttir af ykkur, sérstaklega þegar myndir fylgja með :) hafið það rosa gott sæta fjölskylda. Koss og knús og kveðja Ásdís Dagmar
Ásdís Dagmar (IP-tala skráð) 3.9.2008 kl. 10:47
Æðislegt að lesa færslur hérna. Ef þær eru langar, skoðar maður bara aftur og les betur þegar maður kemur heim úr vinnuni.
Kv.Karitas
Karitas (IP-tala skráð) 3.9.2008 kl. 23:10
Þið eruð svo miklar dúllur öll...
355 (IP-tala skráð) 4.9.2008 kl. 01:55
Það er frábært að geta lesið hér um lífið ykkar í Danmöku og gaman að sjá að allt gangi vel. Alltaf nóg að gera hjá ykkur
Kossar og knús
Kv. Ingunn Heiða
Ingunn Heiða (IP-tala skráð) 4.9.2008 kl. 08:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.