27.8.2008 | 18:37
Hjólin að fara að snúast og allt að gerast
Sæl verið þið öll.
Við viljum byrja á því að þakka afa Simma og ömmu Kolllu kærlega fyrir heimsóknina og hjálpina sem þau veittu okkur sl. viku. Kolbrún Soffía þakkaði líka fyrir sig með því að vera með læti eina kvöldið okkar sem við ætluðum saman út að borða þannig að við urðum frá að hverfa. Simmi og Kolla gátu þó farið seinna og átt góða kvöldstund á Jensens Böfhus. Við unga fólkið fórum á MCdonald Böfhus.
Síðustu dagar hafa farið í að næla okkur í sjónvarpsborð sem við höfum beðið eftir í viku, sett saman húsgögn og gengið frá kössum. Ef Kolla og Simmi hefðu ekki verið hérna væri Þór enn að týna upp úr snyrtitöskunni sinni. Allir búnir að fá CPR númer, bankareikninga og fljótlega danskan síma. Við eigum eftir að kaupa okkur tæki hjá TAL sem gerir okkur kleift að hringja ókeypis heim til íslands. Þannig að ef einhver á leiðinni til DK má sá hinn sami hafa samband við okkur.
En það eina sem við erum enn á höttunum yfir er nýr sófi en valið stendur á milli 7 manna hornsófa eða 3+2 sófi. Hvort er sniðugra?
Kynningarvikan hálfnuð í skólanum mínum. Búið að vera mikið fjör og mjög interesant. Mánudagurinn byrjaði á alhliða kynningu um allt og ekki neitt. Um kvöldið var síðan matur og keila og var ég búinn að ímynda mér hamborgara og franskar en það var ekkert annað en nautakjöt og franskar. Ánægður með það og enn ánægðari með 75cl bjórinn sem hægt var að kaupa sér...ekki hálfan líter heldur aðeins stærri, eiginlega svo stór að plastglasið ætlaði varla að halda. Þetta er jafn mikið og í rauðvínsflösku. Hvernig væri að hella bara einni flösku í svona glas?
Þór er búinn að eignast....3 íslenska vini, 1 frá Argentínu, nokkra dani og svo smá bland í poka. International nemendurnir eru mjög ferskir og samheldinn hópur mjög. Margir hverjir hissa á hvað það er auðvelt að nálgast bjór. Ég fór í bókasöluna í dag til að kíkja á bækurnar mínar. Við hliðiná bókinni minni var vínrekki...svona ef þú vildir súpa smá á bókasafninu.
Skólinn er flottur og á þetta eftir að vera mikið ævintýri. Það er líka svo gaman að koma hjólandi heim og sjá mæðgurnar sitja saman í sólinni út í garði og svo allt í einu fyllist allt af íbúum hverfisins og allir að spjalla. Hingað til hefur þó rignt nánast hvern einasta dag.
Næstu dagar: Hjónakornin Siggi og Silja koma til okkar annað kvöld frá Sverige og ætla að vera hjá okkur fram á sunnudag. Þór verður meira og minna í skólanum á daginn en ætti nú að ná kvöldstundunum. Hann fær að hitta bekkjarfélaga sína á föstudaginn og svo verður undirbúningsvinna fyrir heimsókn í danskt fyrirtæki. Hann er búinn að mana sig upp í að spyrja "hvor gemmer i öllen?"
Eitthvað vesen með að setja inn myndir en einnig koma fljótlega myndir inn á BN.
På gensyn.
Athugasemdir
3+2 er klárlega málid.
V. (IP-tala skráð) 27.8.2008 kl. 20:30
Frábært að allt gagni vel, ég mæli líka með 3*2 sérstaklega þar sem Harpa er svo mikið fyrir að breyta.
Kv.Karitas
Karitas (IP-tala skráð) 28.8.2008 kl. 08:40
Gott að heyra að hlutirnir gangi vel :) ég hef því miður voða litla skoðun á hvorn sófann ætti að velja, hef lítið vit á því hvort er betra en ég veit þið munuð velja rétt :) bið að heilsa Sigga og Silju. Hafið það gott um helgina.
Kossar og knús, Ásdís
Ásdís (IP-tala skráð) 28.8.2008 kl. 16:48
Veii blogg :) Þú varst ekkert meira en lítið ánægður með nautakjötið maður! Hefðir vel getað stungið einu stykki í vasann, nóg til :D Ég held líka með 3+2 :)
Kveðja til mæðgnanna :)
Tinna (IP-tala skráð) 28.8.2008 kl. 17:13
7 manna hornsófi....ekki spurning. Tekur minna pláss og stofan nýtist mun betur, ég hef prufað bæði ;)
Gugga (IP-tala skráð) 28.8.2008 kl. 21:47
Gaman að lesa fréttir af ykkur, ég vona að þið verðið dugleg að blogga! ;)
Ef hornsófinn er með HORNI en ekki svona beygju þá myndi ég taka hann! Alveg óþolandi svona "horn"sófar með aflíðandi beygju, vonlaust að reyna að láta fara vel um sig!
Allavega, góða skemmtun áfram að koma ykkur fyrir og gangi þér vel í skólanum Þór!
Kv. Guðrún María
Guðrún María (IP-tala skráð) 31.8.2008 kl. 19:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.