22.8.2008 | 19:37
Ferðasaga
Kæru landar og til hamingju með handboltaliðið.
Ég tók að mér að skrifa ferðasöguna og hvað hefur verið afrekað á þessari tæpu viku sem ég hef verið hérna, nú og mæðgurnar að sjálfsögðu.
Ferðan byrjaði snemma miðvikudagsmorgun, ég var tímanlega í ferðalaginu og kláraði að pakka 10min áður en ég lagði af stað austur. Bílinn var svo pakkaður að ég og Gaui, ferðafélaginn minn, komum ekki fyrir aukapoka af mat eða vatni því þá hefði ég þurft hreinlega að keyra með það í fanginu.
Byrjuðum á því að stoppa við ströndina við Vík í Mýrdal. Tókum nokkrar myndir og teygðum úr okkur. Komum reyndar að bílveltu rétt áður en bílstjórinn slapp með skrámur og hundarnir 2 einnig sem voru í búri aftur í bíl. Gaui sjúkraflutningamaður þurfti því ekki að sýna snilli sýna í þetta skiptið.
Þar næst var förinni heitið til Jökulsárlón. Rosalega fallegt lón og ódýrara en bláa lónið. Ferðamenn út um allt og kappaklæddir eins og það væri vetur úti.
Keyrðum nokkra firði fyrir austan og tókum þjóðveg 1 alla leið til Egilsstaða til að vera vissir um að lenda ekki á malarvegi og leiðindum. Okkur skjátlaðist og er mjög sérstakt að keyra um á malarvegi og drullu á þjóðvegi 1. En til Seyðisfjarðar komum við kl.22 eftir 12 klst ferðalag. Fundum okkur sjoppu til að kaupa kvöldmat og átum hann í gamla sjúkrahúsinu á Seyðisfirði, eða ég held að það hafi verið þar sem hjúkkurnar og læknarnir dvöldu í gamla daga. Þetta var semsagt farfuglaheimilið Hafaldan og var þetta fínasta farfuglaheimili.
Siglingin til Hanstholm Denmark gekk eins og í sögu og höfðum við félagarnir það mjög náðugt. Horfðum á gervihnattasjónvarp, drukkum öl, sváfum og borðuðum góðan mat.
Þegar til Hanstholm var komið áttu allir farþegar með bílum að labba sjálfir út landgöngubrúnna en bílstjórarnir einir og sér í bílageymsluna og ná í bílana. Ég hékk í rúmlega klukkutíma í þessari blessuðu geymslu og komst ekki einu sinni inn í bílinn því það var bíll upp við bíl. En svo allt í einu myndaðist þessi líka rólega lyftutónlist. Þeir í Norrænu kunna á þetta.
Við komum síðan til Tilst kl.22 local tid og gekk vel að koma sér fyrir. Betri helmingurinn kom síðan á mánudeginum. Stelpan var orðin slöpp áður en þau lögðu af stað en var öll hin hressasta í fluginu en svo tóku við 4 veikindadagar eins og skrifað var um hér í fyrri færsli. Pestin var mislingabróðir, þannig að við höfum lítið komist út öll saman.
En hún var hress á afmælisdaginn sinn eftir að hún hafði lagt sig og komumst við saman eina Ikea ferð seinni part dags.
Eigum eftir að redda okkur rúmmi, tv borði, sófaborð, sófa og skenk. Annars er læriaðstaðan að verða fín og við erum með dýnu í láni auk þess sem við erum búin að kaupa fínan svefnsófa.
Á þessum 6 dögum sem við höfum verið hér höfum við farið 5 sinnum í Bilka, 2 í IKEA, keyrt 2 niður í bæ, leitað uppi læknavaktina og hemilislækninn. Þegar maður er á bíl þá notar maður hann stundum aðeins of mikið.
En allir hafa það gott, íbúðin fer vonandi að taka á sig mynd og skólinn byrjar með kynningarviku næsta mánudag. Ætla að prufa ða hjóla í skólann sem er bein leið og um 5 km.
Þangað til næst hafið það gott.
Þór, Harpa og Kolbrún Soffía 1 árs.
Athugasemdir
Gaman að lesa fréttir af ykkur :) Hafið það sem allra best og vonandi lagast Kolbrún Soffía sem fyrst ;) Og til hamingju með stelpuna !!!
Knús og kram
Agnes, Gústi og Apríl Nótt
Agnes Ýr (IP-tala skráð) 22.8.2008 kl. 22:01
Gaman að lesa fréttir, gott að ykkur er farið að líða vel í danaveldinu. Til hamingju með afmælisdag prinsessunnar. Hafið það gott og ég á eftir að lesa pistla frá ykkur annað slagið ef ég má. ;)
Bestu kveðjur. Helga Kristín og fjölskylda
Helga Kristín Helgadóttir (IP-tala skráð) 23.8.2008 kl. 22:53
Æðislegt að allt gangi vel og þetta litur bara vel út, á þessum myndum.
Karitas (IP-tala skráð) 24.8.2008 kl. 13:36
I am watching u .... muahahahahahahaha!!!
V. (IP-tala skráð) 25.8.2008 kl. 03:32
Margrét Bjarna (IP-tala skráð) 26.8.2008 kl. 12:45
Hæhæ og halló! Gott að heyra að ykkur líður vel úti í baunalandinu!
Hlakka til að lesa bloggið í vetur
KNÚS
Heiða Dögg
Heiða Dögg (IP-tala skráð) 26.8.2008 kl. 18:38
Til hamingju með nýja bloggið, flutningana og stelpuna ykkar. Maður dettur úr tölvusambandi í nokkrar vikur og þá gerist allt, ný síða og alles. Það verður gaman að fá að fylgjast áfram með ykkur. Njótið þess að búa í Árósum, þetta er yndislegur bær og hans er sárt saknað. Sem betur fer líður okkur rosalega vel í Eyjum og öllum gengur vel að aðlagast;-)
Kys og kram til ykkar allra, Dóra Hanna, Sighvatur, Gabríel og Elmar Elí
Dóra Hanna (IP-tala skráð) 26.8.2008 kl. 23:29
Til hamingju með nýju síðuna :) það verður gaman að fylgjast með ykkur þarna úti þar til maður kemst í heimsókn til ykkar :D vona að Kolbrún Soffía sé orðin hress aftur og að allt gangi vel :) ég sakna ykkar allra :-* Kv.Ásdís
Ásdís Dagmar (IP-tala skráð) 27.8.2008 kl. 12:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.