21.8.2008 | 21:55
Nýtt blogg
Góða kveldið
Við Þór ákáðum að fá okkur bara nýtt blogg saman, þar sem við getum bloggað um líf okkar í Danmörkunni .
Við erum s.s komin á leiðarenda. Þór "lenti" hér á laugardaginn og við Kolbrún Soffía ásamt foreldrum mínum á mánudaginn. Fyrstu dagarnir eru búnir að ganga svona upp og ofan.... en eins og segir "Fall er fararheill" !!! Kolbrún Soffía er búin að vera fárveik síðan við komum, við þurftum að dröslast með hana í bæinn fárveika til að skrá okkur inn í landið, byrjuðum á því að hanga í bílnum niðrí bæ þar sem að það rigndi svo svakalega að það var ekki nokkur leið að komast út en það gekk á endanum. Eitt kvöldið þegar við vorum að fara sofa þá sprakk önnur vindsængin þannig að við fórum til nágranna okkar og þau lánuðu okkur rúm. Í gær þegar við vorum á leiðinni með Kolbrúnu Soffíu á læknavaktina þá fundum við hvergi hleðslutækið af GPS tækinu sem var að verða batteríslaust en við komumst nú samt á leiðarenda. Á meðan við vorum á læknavaktinni kom IKEA sófinn okkar og sem betur fer voru mamma og pabbi heima til að taka á móti honum . Sófinn var settur saman en þegar við vorum að fara sofa kom í ljós að hann var ekki alveg rétt settur saman- við tókum hann því í sundur og löguðum hann
Jæja verð að fara sofa..... Þórinn skrifar svo meira á morgun já eða hinn
Biðjum að heilsa í bili
Harpan, Þórinn & Kolbrún Soffía veika 1 árs mús
Athugasemdir
Hæhó :)
Nýkomin út og strax ekkert nema ævintýri :) En það er rétt "Fall er fararheill"- gangi ykkur rosa vel í útlandinu
kv. Inga og co
Inga Jóna (IP-tala skráð) 22.8.2008 kl. 08:12
það er vonandi að það gangi allt vel eftir þetta. Vona að afmælismúsin nái sér fljótt og vona að þið hafið það rosa gott í baunalandinu. Fylgist spennt með á nýju síðunni.
kv.Linda Kr
Linda (IP-tala skráð) 22.8.2008 kl. 12:13
Hæhæ og velkomin út
Kveðja Sigga stína
Sigga Stína (IP-tala skráð) 23.8.2008 kl. 14:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.