1.9.2008 | 21:28
Fyrsti skóladagurinn afstaðinn og spennandi helgi framundan
Í dag verður farið stuttlega yfir síðustu viku og helgi, nokkur þakkarorð og stutt kynning á skólanum hjá Þór.
1. Fyrst viljum við þakka foreldrum okkar fyrir hjálpina við afmæli dóttur okkar og fjölskylduboðinu hjá Þór deginum áður en hann lagði af stað til Dk. Það var svo mikið að gera að maður hreinlega gerði sér ekki grein fyrir hvað það munaði um þessa hjálp.
2. Siggi, Silja, Aníta Rut og Bjarni Leó lögðu af stað heim sl. Sunnudag eftir 4 daga heimsókn. Yndislegt að fá þau og loksins fengum við gott veður svo hægt væri að labba um í bænum. Fengum okkur pítsu og pasta við ánna sem rennur í gegnum Aarhus og röltum svo Strikið þeirra Árósar búa. Þór nældi sér í afmælisís sem samanstóð af 5 kúlum, rjóma, skum(þeytt eggjahvíta og sykur), rjóma, sultu og koss. Harpa hafði ekki mikla lyst og Kolbrún Soffía mátti bara fá smakk þannig að Þór dró þær að landi og afgreiddi ísinn með bestu lyst.
3. Á laugardagskveldið var veðrið svo gott að íslendingarnir á Stavnsvej ákváðu að grilla og var heljarinnar fjör. Þór þurfti að fara á opnunarhátið Mastersnema í skólanum og eignaðist hann þar 2 vini frá Danmörku, 2 litháa, einn Rúmena og nokkra þjóðverja. Hann var síðan svo búinn á því að hann var kominn heim um hálf ellefu.
4. En núna ætlar Þór að renna létt yfir hvenrig skólamálin hans standa. Þeir sem vilja sleppa við þann pistil fara bein yfir í lið 6.....
Jú komið þið sæl og blessuð, Þór sem talar. Fyrsti dagurinn afstaðinn og líst mér bara nokkuð vel á. Hér skiptir öllu máli að gera námið að sínu en ekki að læra beint eftir bókinni eða læra eins og páfagaukur. Þannig að þú ert betur staddur ef þú svara spurningu alveg eins og þú vilt hafa svarið en ekki svara því bara af því að það stendur í bókinni eða kennarinn sagði það. Maður þarf því að opna sig eins og blóm og hugsa út fyrir kassann, sem maður hefur ekki verið alltof duglegur við hingað.
5. Ég var valinn úr hópi fjöldra nemenda sem vildu heimsækja fyrirtæki. Þessi fyrirtæki hafa sett sig í samband við skólann og vilja fá nemendur til sín sem eru mjög eftirsóttir þegar þeir útskrifast. Ég fékk fyrirtækið Dong Energy sem er stærsta orkufyrirtæki í Danmörku. Þeir vinna markvist að því að nota náttúrulega orku, s.s. vindmyllur og nota gamlar olíulindir til þess að geyma CO2. Ég varð hins vegar hissa þegar sessunauturinn minn spurði mig hvort við færum með lest eða flugvél. Ég hugsaði nú að það væri nóg að taka strætó ef þetta væri hérna í kringum Aarhus en fyrirtækið er staðsett í Kaupmannahöfn og verður farið með lest á fimmtudegi, gist á hóteli í 1 nótt(með kvöldmat og morgunmat), leigubíll sækir okkur daginn eftir og svo lest heim. Allt innan við 24klst. Fyrirtækið borgar allt og finnst mér skrýtið hvað við verðum verðum í raun stutt hjá fyrirtækinu m.v. ferðalagið sjálft. En þetta verður spennandi og verður fjallað um það nánar eftir helgi.
6. Þar sem ég fer til Köben er hugmyndin sú að Harpa kemur með og fer beint til Lundar þar sem Siggi og Silja búa. Ég kæmi síðan á föstudeginum og við yrðum þar yfir helgina. En við ætlum að sjá til hvernig heilsan hjá stelpunni er þar sem hún er með smá hita og hor núna. Annars er hún alveg yndisleg og babblar rosalega mikið. Farinn að labba alveg sjálf með hlut f.framan sig og vaknar brosandi.
En nóg í bili, tek ofan fyrir þeim sem lásu þetta til enda.
Kveðja frá Tilst
Ferðalög | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
27.8.2008 | 18:37
Hjólin að fara að snúast og allt að gerast
Sæl verið þið öll.
Við viljum byrja á því að þakka afa Simma og ömmu Kolllu kærlega fyrir heimsóknina og hjálpina sem þau veittu okkur sl. viku. Kolbrún Soffía þakkaði líka fyrir sig með því að vera með læti eina kvöldið okkar sem við ætluðum saman út að borða þannig að við urðum frá að hverfa. Simmi og Kolla gátu þó farið seinna og átt góða kvöldstund á Jensens Böfhus. Við unga fólkið fórum á MCdonald Böfhus.
Síðustu dagar hafa farið í að næla okkur í sjónvarpsborð sem við höfum beðið eftir í viku, sett saman húsgögn og gengið frá kössum. Ef Kolla og Simmi hefðu ekki verið hérna væri Þór enn að týna upp úr snyrtitöskunni sinni. Allir búnir að fá CPR númer, bankareikninga og fljótlega danskan síma. Við eigum eftir að kaupa okkur tæki hjá TAL sem gerir okkur kleift að hringja ókeypis heim til íslands. Þannig að ef einhver á leiðinni til DK má sá hinn sami hafa samband við okkur.
En það eina sem við erum enn á höttunum yfir er nýr sófi en valið stendur á milli 7 manna hornsófa eða 3+2 sófi. Hvort er sniðugra?
Kynningarvikan hálfnuð í skólanum mínum. Búið að vera mikið fjör og mjög interesant. Mánudagurinn byrjaði á alhliða kynningu um allt og ekki neitt. Um kvöldið var síðan matur og keila og var ég búinn að ímynda mér hamborgara og franskar en það var ekkert annað en nautakjöt og franskar. Ánægður með það og enn ánægðari með 75cl bjórinn sem hægt var að kaupa sér...ekki hálfan líter heldur aðeins stærri, eiginlega svo stór að plastglasið ætlaði varla að halda. Þetta er jafn mikið og í rauðvínsflösku. Hvernig væri að hella bara einni flösku í svona glas?
Þór er búinn að eignast....3 íslenska vini, 1 frá Argentínu, nokkra dani og svo smá bland í poka. International nemendurnir eru mjög ferskir og samheldinn hópur mjög. Margir hverjir hissa á hvað það er auðvelt að nálgast bjór. Ég fór í bókasöluna í dag til að kíkja á bækurnar mínar. Við hliðiná bókinni minni var vínrekki...svona ef þú vildir súpa smá á bókasafninu.
Skólinn er flottur og á þetta eftir að vera mikið ævintýri. Það er líka svo gaman að koma hjólandi heim og sjá mæðgurnar sitja saman í sólinni út í garði og svo allt í einu fyllist allt af íbúum hverfisins og allir að spjalla. Hingað til hefur þó rignt nánast hvern einasta dag.
Næstu dagar: Hjónakornin Siggi og Silja koma til okkar annað kvöld frá Sverige og ætla að vera hjá okkur fram á sunnudag. Þór verður meira og minna í skólanum á daginn en ætti nú að ná kvöldstundunum. Hann fær að hitta bekkjarfélaga sína á föstudaginn og svo verður undirbúningsvinna fyrir heimsókn í danskt fyrirtæki. Hann er búinn að mana sig upp í að spyrja "hvor gemmer i öllen?"
Eitthvað vesen með að setja inn myndir en einnig koma fljótlega myndir inn á BN.
På gensyn.
Ferðalög | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
22.8.2008 | 19:37
Ferðasaga
Kæru landar og til hamingju með handboltaliðið.
Ég tók að mér að skrifa ferðasöguna og hvað hefur verið afrekað á þessari tæpu viku sem ég hef verið hérna, nú og mæðgurnar að sjálfsögðu.
Ferðan byrjaði snemma miðvikudagsmorgun, ég var tímanlega í ferðalaginu og kláraði að pakka 10min áður en ég lagði af stað austur. Bílinn var svo pakkaður að ég og Gaui, ferðafélaginn minn, komum ekki fyrir aukapoka af mat eða vatni því þá hefði ég þurft hreinlega að keyra með það í fanginu.
Byrjuðum á því að stoppa við ströndina við Vík í Mýrdal. Tókum nokkrar myndir og teygðum úr okkur. Komum reyndar að bílveltu rétt áður en bílstjórinn slapp með skrámur og hundarnir 2 einnig sem voru í búri aftur í bíl. Gaui sjúkraflutningamaður þurfti því ekki að sýna snilli sýna í þetta skiptið.
Þar næst var förinni heitið til Jökulsárlón. Rosalega fallegt lón og ódýrara en bláa lónið. Ferðamenn út um allt og kappaklæddir eins og það væri vetur úti.
Keyrðum nokkra firði fyrir austan og tókum þjóðveg 1 alla leið til Egilsstaða til að vera vissir um að lenda ekki á malarvegi og leiðindum. Okkur skjátlaðist og er mjög sérstakt að keyra um á malarvegi og drullu á þjóðvegi 1. En til Seyðisfjarðar komum við kl.22 eftir 12 klst ferðalag. Fundum okkur sjoppu til að kaupa kvöldmat og átum hann í gamla sjúkrahúsinu á Seyðisfirði, eða ég held að það hafi verið þar sem hjúkkurnar og læknarnir dvöldu í gamla daga. Þetta var semsagt farfuglaheimilið Hafaldan og var þetta fínasta farfuglaheimili.
Siglingin til Hanstholm Denmark gekk eins og í sögu og höfðum við félagarnir það mjög náðugt. Horfðum á gervihnattasjónvarp, drukkum öl, sváfum og borðuðum góðan mat.
Þegar til Hanstholm var komið áttu allir farþegar með bílum að labba sjálfir út landgöngubrúnna en bílstjórarnir einir og sér í bílageymsluna og ná í bílana. Ég hékk í rúmlega klukkutíma í þessari blessuðu geymslu og komst ekki einu sinni inn í bílinn því það var bíll upp við bíl. En svo allt í einu myndaðist þessi líka rólega lyftutónlist. Þeir í Norrænu kunna á þetta.
Við komum síðan til Tilst kl.22 local tid og gekk vel að koma sér fyrir. Betri helmingurinn kom síðan á mánudeginum. Stelpan var orðin slöpp áður en þau lögðu af stað en var öll hin hressasta í fluginu en svo tóku við 4 veikindadagar eins og skrifað var um hér í fyrri færsli. Pestin var mislingabróðir, þannig að við höfum lítið komist út öll saman.
En hún var hress á afmælisdaginn sinn eftir að hún hafði lagt sig og komumst við saman eina Ikea ferð seinni part dags.
Eigum eftir að redda okkur rúmmi, tv borði, sófaborð, sófa og skenk. Annars er læriaðstaðan að verða fín og við erum með dýnu í láni auk þess sem við erum búin að kaupa fínan svefnsófa.
Á þessum 6 dögum sem við höfum verið hér höfum við farið 5 sinnum í Bilka, 2 í IKEA, keyrt 2 niður í bæ, leitað uppi læknavaktina og hemilislækninn. Þegar maður er á bíl þá notar maður hann stundum aðeins of mikið.
En allir hafa það gott, íbúðin fer vonandi að taka á sig mynd og skólinn byrjar með kynningarviku næsta mánudag. Ætla að prufa ða hjóla í skólann sem er bein leið og um 5 km.
Þangað til næst hafið það gott.
Þór, Harpa og Kolbrún Soffía 1 árs.
Ferðalög | Breytt 1.9.2008 kl. 21:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
21.8.2008 | 21:55
Nýtt blogg
Góða kveldið
Við Þór ákáðum að fá okkur bara nýtt blogg saman, þar sem við getum bloggað um líf okkar í Danmörkunni .
Við erum s.s komin á leiðarenda. Þór "lenti" hér á laugardaginn og við Kolbrún Soffía ásamt foreldrum mínum á mánudaginn. Fyrstu dagarnir eru búnir að ganga svona upp og ofan.... en eins og segir "Fall er fararheill" !!! Kolbrún Soffía er búin að vera fárveik síðan við komum, við þurftum að dröslast með hana í bæinn fárveika til að skrá okkur inn í landið, byrjuðum á því að hanga í bílnum niðrí bæ þar sem að það rigndi svo svakalega að það var ekki nokkur leið að komast út en það gekk á endanum. Eitt kvöldið þegar við vorum að fara sofa þá sprakk önnur vindsængin þannig að við fórum til nágranna okkar og þau lánuðu okkur rúm. Í gær þegar við vorum á leiðinni með Kolbrúnu Soffíu á læknavaktina þá fundum við hvergi hleðslutækið af GPS tækinu sem var að verða batteríslaust en við komumst nú samt á leiðarenda. Á meðan við vorum á læknavaktinni kom IKEA sófinn okkar og sem betur fer voru mamma og pabbi heima til að taka á móti honum . Sófinn var settur saman en þegar við vorum að fara sofa kom í ljós að hann var ekki alveg rétt settur saman- við tókum hann því í sundur og löguðum hann
Jæja verð að fara sofa..... Þórinn skrifar svo meira á morgun já eða hinn
Biðjum að heilsa í bili
Harpan, Þórinn & Kolbrún Soffía veika 1 árs mús
Ferðalög | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)