Ferðasagan

 

Jæja ég lofaði víst að skrifa inn smá ferðasögu Happy  Hér kemur hún :

Við Kolbrún Soffía s.s flugum frá århus  til köben, það gekk alveg ljómandi vel, við vorum mættar upp á flugvöll århusa um 9.00. Við vorum svo heppnar að hitta þar íslensk hjón, sem voru svo góð að aðstoða mig með töskuna mína Smile Allavega svo lentum við í köben 10.35 (græddum 5 min) reyndar vorum við ekki viss hvar við áttum að sækja töskurnar þannig að við töpuðum þeim mín aftur, en við fundum töskurnar að lokum.  Þá var komið að því að finna terminal 2 (var í nr 1). Mér var sagt að ég þyrfti ekki að fara út til að komast þangað en það var allt læst og á endanum spurði ég einhverja kjellu þarna hvar ég kæmist á terminal 2, hún sagði að ég yrði að fara út, fann einhverja kerru þar sem Kolbrún Soffía gat setið en ég rétt kom ferðatöskunni undir og svo var bara hlaupið af stað.  Ég hljóp og labbaði hratt til skiptis og eftir örugglega 10-15min þá stoppaði ég einhvern kall og spurði hann hvort hann gæti sagt mér hvar terminal 2 væri, hann sagði að það væri ekki svo langt í það... Að lokum fann ég hurð og fyrir ofan stóð terminal 2 vííí HappyHappy. Ég fann innritunarborðið og bókaði okkur inn og klukkan bara rétt rúmlega 11 yess Happy. Hafði smá tíma til að anda og skipta á kolbrúnu Soffíu og gefa henni að borða áður en við þurftum að mæta að okkar hliði. Kl 12.15 flugum við svo til Íslands. Verð samt að hafa með að þegar það var ca 30 min eftir af fluginu þá sagði flugstjórinn að það væri svo slæmt veður í keflavík að við þyrftum mjög líklega að lenda á Egilsstöðum, en það kæmi í ljós rétt áður en við myndum lenda. Þegar við lækkuðum flugið segir strákurinn fyrir framan mig, við erum að lenda á egilsstöðum, en svo sé ég flugstöðina í keflavík VÁ hvað ég var glöð, hefði ekki alveg meikað að lenda á E. EN þetta s.s gekk allt ljómandi vel og Kolbrún Soffía var yndisleg allan tímann ;)

Kolbrun soffía í stóru flugvélinni  Við mæðgur

Við mæðgur erum búnar að hafa það ótrúlega gott á íslandinu, búin að hitta marga en eigum þó enn eftir að hitta fullt af fólki, en þar sem við erum bíllausar, er dálítið erfitt fyrir okkur að komast á milli. Pabbi hefur þó verið góður að skutla okkur hingað og þangað ;).  Annars kemur Þórinn okkar í kvöld, hann er núna í köben  og lendir svo 23.00 við mæðgur erum mjög spenntar að fá hann ;)

KSÞ með nýja húfu

Kveðjum í bili frá Íslandinu

Harpan & Kolbrún Soffía


Betri helmingarnir á leiðinni heim í þessum töluðum orðum

já, þær eru farnar þessar elskur. Húsbóndinn horfði á eftir húsfrúnni með "húsbarnið", hangandi í beislinu, labba í gegnum öryggishliðið.

 Allt gekk eins og í sögu, flugið frá Arhus var 5 min á undan áætlun, Harpa hitti síðan íslendinga sem buðust til að hjálpa henni að bera eina tösku og svo náði hún að bóka sig inn og slaka svolítið á. Hún setur væntanlega inn ferðasögu sem fyrst...og myndir, já húsbóndinn vill sko fá að sjá myndir svo hann sé örugglega ekki að missa af neinu.

Spennandi tímar hjá mér, húsbóndanum, framundan......læra - sofa - borða - borða á milli mála. Fer síðan í próf miðvikudaginn 17des og föstudaginn 19 des. Fer síðan árla morguns, þann 21 desember, með lest til Kaupmannahafnar, skoða mig um þar og fer síðan með flugi um kvöldið.

 Yfir til þín Harpa!


Ísland eftir....

 

....5 daga vúhú og spennan magnast, tíminn líður alltof fljótt Grin !! Okkur hlakkar svo til að getað knúsað alla sem við þekkjum og fá íslenskan mat Wink. Þórinn verður að bíða aðeins lengur en það munu bíða hans fiskibollur í dós ala tengdó LoLLoLLoLLoL

Kolbrún Soffía pæja         Jólasveinninn okkar

Það var ekki lengra í bili !!

Harpan, Kolbrún Soffía og Þórinn sem er alltaf að læra

 


Nýjasta nýtt

Komið þið öll blessuð og sæl.

Við biðjumst velvirðingar á fáum færslum undanfarna daga en í þessari færslu verður farið yfir atburði síðustu vikna.

Elstu meðlmimir fjölskyldunnar urðu veikir þar síðasta fimmtudag. Þeir urðu það veikir að þeir gátu lítið sem ekkert sinnt stelpunni sinni og fékk hún því að leika lausum hala í íbúðinni.

1 Nóvember 2 2008 033 

Hún rótaði því til í öllum skúffum og skápum en endaði síðan í því að lesa allan...ALLAN ruslpóstinn sem búið var að láta snyrtilega ofan í poka. Við erum svo heppin að eiga góða granna því Selma og Krissi tóku hana í pössun um eftirmiðdaginn og gáfu henni kvöldmat. Á meðan gátum við legið eins og skötur fyrir framan sjónvarpið.

Eftir veikindin vorum við svo ánægð með hvað Kolbrún Soffía var þæg og dugleg að við ákváðum að gefa henni nýja dótalest og fara út að borða á Jensens Böfhus.

2 Nóvember 2 2008 0953 Nóvember 2 2008 102

Stelpan var rosalega dugleg að borða og mjög sátt. En við gerðum heiðarlega tilraun til þess að fara á þennan veitingastað þegar við vorum nýflutt en þá var KS nýbúin að vera veik og var því í engu stuði til þess að fara út að borða. Trixið er að gefa börnunum rif og þau verða rosalega sátt :)

Sem betur fer voru allir hressir helgina eftir fimmtudagsveikina því við áttum von á Rakel í nokkra daga. Við sóttum hana til Horsens sem er ekkert ósvipað og að vera kominn í lítinn sveitabæ heima á Íslandi. Þar vantaði ekki landa okkar og gat maður heyrt íslensku talaða út um allt í kjörbúð einni sem við sóttum.

4 Nóvember 2 2008 1085 Nóvember 2 Rakel 2008 013

Hún eldaði fyrir okkur eitt kvöldið og einnig fórum við á kaffihús í Bruun´s Gallery þar sem við fengum gott útsýni yfir brautarstöðina.

Eftir kaffihúsið hitti Kolbrún Soffía danska stelpu sem hún varð mjög hrifin af. Móðir hennar fannst svo skemmtilegt hvernig Kolbrún Soffía bar sig að (hún labbaði rakleiðis í áttina til þeirra og fór að klappa stelpunni) að hún gaf henni pítsasnúð til að borða með þeim.

6 Nóvember 2 Rakel 2008 0147 Nóvember 2 2008 123

Síðasta kvöldið með Rakel höfðum við það rosalega gott með smá nammi í skál, camenbert osti og dönskum eplaskífum.

Stelpan er voðalega dugleg að hjálpa til. Hún fer sjálf með bleyjurnar sínar í ruslið og lokar hurðarskápnum á eftir sér. Stundum fær hún að hjálpa til með að ganga frá í uppþvottavélina og taka upp úr henni....þótt hún eigi ekki að standa uppi á henni til að ná í efri hilluna!

8 Nóvember 3 2008 0409 Nóvember 4 2008 092

Síðan er farið að kólna hér í Danmörku þótt okkur sýnist nú verið farið að "hitna" ansi mikið í kolunum heima á Íslandi ef marka má mótmælin sl. helgi.

Um daginn kom síðan Addi, lærifélagi hans Þórs, í mat og afslöppun sem var vel við hæfi þar sem hann og Þór komu einungis í stutta stund í mat þegar þeir voru í síðustu prófum.

10 Nóvember 4 2008 097 Við að púsla saman.

Síðan fékk KS að mála aftur þar sem Þór langaði til þess að vera með og hjálpa til. Í þetta skiptið vandaði hún sig extra vel og spáði vel og lengi í þessu öllu saman.

11 Nóvember 4 2008 11912 Nóvember 4 2008 118

Svo er hún farin að læra að sýna hvernig hún er montin. Hún nær meir að segja að smella tungunni.

13 Nóvember 4 2008 127

Síðasta sunnudag fórum við í blíðskaparveðri í jólastemningu í villidýragarði um 45min frá Árósum. Þrátt fyrir að flest dýrin lágu í dvala eða voru ekki úti að leika sér að þá sáum við m.a. asna, lamadýr, ýmsar fuglategundir, vísunda, blettatíg og fleiri.

14 Nóvember 4 2008 14315 Nóvember 4 2008 140

Harpa að sýna Kolbrún Soffíu minkana. Eftir það héldum við af stað til að sjá asnana og lamadýrin.

17 Nóvember 4 2008 14718 Nóvember 4 2008 162

Eins og sést vissi Harpa ekki alveg hvort að lamadýrin myndu hrækja á sig eða ekki en þau voru harmlaus og gæddu sér bara á grasi. Takið eftir lamadýrinu sem hefur það gott undir heybagganum

Þór fór upp á hæð til að taka mynd yfir svæði vísundanna. Hættuleg dýr sem vega allt að tonn þannig að fólki var ekki hleypt inn á þeirra svæði og við höfðum lítinn áhuga á því.

19 Nóvember 4 2008 16620 Nóvember 4 2008 171

Það var heldur ekki hleypt inn á svæði blettatígranna enda rafmagnsgirðing í kringum þá og vísundana. Þessi blettatígur hér að neðan sat í makindum sínum alveg við girðinguna að sleikja tréplötu.

21 Nóvember 4 2008 17622 Nóvember 4 2008 180

Eftir kalda dvöl var brunað heim í heitt kakó og bakkelsi

23 Nóvember 4 2008 19524 Nóvember 4 2008 205

25 Nóvember 4 2008 221

Munið svo að kvitta - við sjáumst á íslandi 10 des :)

 


Eitt lítið myndband af Kolbrúnu Soffíu labba


Óvæntar myndir

Af því að allt gengur bara bærilega og við komumst að því að maður er bara með 100mb frítt pláss á blog.is að þá eyddum við nokkrum eldri myndum og settum inn nýjar í staðinn.

H&H i bænum

Hrafnhildur og Harpa fóru á laugardeginum í bæjarferð.

a leid i gamla bæinn

 Á sunnudeginum var síðan haldið í Den gamle By. 

gamli bærinn KS

Kolbrún Soffía lét fara vel um sig.  

gamli bærinn

Hafnargatan í Den Gamle By. Turninn tilheyrir augljóslega ekki Gamla bænum :)

gamli bærinn familiangamli bærinn H&H

Fjölskyldan við hafnarbakkann.    Stelpurnar að koma út úr apótekinu. Hörpu vantaði Panodil en hann kláraðist árið 1897 í þessari verslun :)

gamli bærinn HS

Harpa fyrir utan Bakaríið þar sem hægt var að kaupa allskonar góðgæti.

gamli bærinn stelpurnar

Stelpurnar á aðaltorginu.

kaffihuskaffihus thor

Eftir Den Gamle by var skellt sér í Bruuns Gallerí verslanamiðstöðina og farið á kaffihús.

kreppusamloka

Alvöru kreppusamloka að hætti hússins.      

raklette

Raklette kvöld með Stavnsvejbúunum á neðri hæðinni

KS pæja

Þessi pæja verður á Íslandi 10 des!   

da vinci 1

Þegar það er kreppa að þá er best að mála sjálfur myndirnar sem á að hengja upp á vegg.

da vinci 2

Maður þarf að passa sig að mála ekki útfyrir.   

da vinci 3

Munið að kvitta annars klíni ég í ykkur :)


Hóhóhó!!

 

Í dag er T dagurinn hér í Danmörku. Jóla Tuborg verður dreifður um allt land og mikil auglýsingaherferð í kringum þetta. Hann verður dreifður nákvæmlega kl.20:59 en verður í boði á sérstökum bar hér í Tilst kl.23:40.

En nóg um það, það er byrjað að hausta þó nokkuð hér í Aarhus. Laufin fjúka af trjánum og skreyta bílinn okkar og jörðina. Þessi vika er þó búin að einkennast af þoku og mildu veðri en vikan þar á undan var eiginlega bara mjög köld.

Við áttum æðislega helgi með Hrafnhildi um síðustu helgi. Hún kom seinni partinn á föstudaginn fyrir viku og fóru stelpurnar síðan daginn eftir í langa bæjarferð og höfðu það náðugt. Feðginin sóttu síðan píurnar á lestarstöðinni og var síðan brunað í http://www.bazarvest.dk/ þar sem allt annar heimur tók við. Þetta er eins konar Kolaport en þarna eru 98% fólk frá mið austurlöndum og svo útlendingar/ferðamenn eins og við J En stemningin var fín og mikið af fínasta drasli í boði. Við keyptum ekki neitt þarna, vorum svona meira í að skoða okkur um, en nokkru síðar var Þór að lesa alþjóðamarkaðsfræði og þar las hann fyrir tilviljun að á svona mörkuðum gæti fólk orðið móðgað af maður prúttar ekki og reynir einhverjar hundakúnstir. Við hefðum örugglega bara borgað fullt verð og verið sátt. Reyndar var þarna rykugur trébátur á 300dkk sem okkur fannst svolítið dýr.

Á sunnudeginum var síðan farið í Den Gamle By hér í Árósum og hvetjum við endilega fólk til að fara þangað því maður lifir sig alveg inn í hlutina. Þarna eru hús frá 18 öld og upp í 19 öld en svo var verið að byggja nýtt hverfi sem á að hýsa hús frá 8 áratugnum. Það er síðan heilmikið um skemmtanir og leikin atriði þarna á sumrin og um jólin. Þarna var hægt að skoða hús kaupmannsins á horninu, hattabúð og leikfangasafn. Einnig gat maður farið inn í bakarí og keypt gamalt bakkelsi sem búið er að frysta í einhver ár.....nei bara grín, þarna voru nýbökuð brauð og vínarbrauð sem hægt var að kaupa. Við vitum hins vegar ekkert um hvort bakarinn var með posa því við vorum ekki með neinn pening á okkur J Kolbrún Soffía var rosalega góð og sat bara í snjógallanum sínum og skildi ekkert í hvaða heim hún var komin í.

Þór keyrði síðan Hrafnhildi árla morguns (6 leytið) niður á lestarstöðina því hún átti hádegisflug seinna um daginn. Það var æðislegt að fá þig Hrafnhildur og ég vona að þér hafi liðið vel hérna hjá okkur J Takk fyrir komuna J

Á miðvikudaginn sl. Héldum við síðan smá „raklette“ matarboð fyrir Krissa, Selmu og Örnu Dögg. Fyrir þá sem ekki vita hvað raklette er en þá er það þannig að maður er með eins stóra steikarpönnu á eldhúsborðinu og fullt af allskonar kjöti og grænmeti. Síðan er bara öllu hent á pönnuna og fólk getur gripið í það sem það langar í. Kolbrún Soffía var rosalega dugleg að borða og ótrúlegt en satt að þá sat hún sallaróleg og beið eftir matnum sínum.

En þá er komin enn önnur helgi og ekki nema rúmlega 30 dagar þangað til að Harpa og Kolbrún Soffía koma til Íslands. Um helgina ætlum við að fara í Salling að kaupa ferðatösku sem við pöntuðum okkur. Blá harðskelja taska. Ætti að vera nógu áberandi á færibandinu á flugvöllunum. Síðan er takmarkið að kaupa allar jólagjafirnar sem við ætlum að kaupa þannig að við þurfum ekki að hafa áhyggjur af því þegar nær dregur jólum og prófum.

En nóg í bili....

p.s Það er ekki hægt að setja inn myndir :( þarf að fara senda póst og kvarta

sæta múslan


Go´aften Island

Mikið ósköp er nú gott að komast aftur í hversdagsleikann. Nú er Þór ekki lengur 12klst upp í skóla að læra heldur einungis 6-8 klst. á virkum dögum og stefnir á frí um helgar. Að sögn heimildarmanns Stavnsvej 130 gekk honum allþokkalega í báðum prófunum sem voru löng og ströng. Fjármálaprófið var heldur flóknara en hann bjóst við en Tölfræðin var sanngjörn enda var búist við því að það yrði erfitt og stefndu allir nemendurnir einungis á að ná því prófi.

Eftir prófið var þetta þvílíka kökuboð með öllu tilheyrandi. Mikið af orkufrekum börnum og eintóm gleði. Síðan náði fjölskyldan loksins að eiga notalegan dag saman og var skroppið í RL húsgögn og keyptar gardínur og síðan í Bruun´s Gallerý verslanamiðstöðina þar sem Þór fékk að kaupa sér nýjar buxur og Kolbrún Soffía fékk nýja náttgalla. Harpa er ennþá að leita sér að góðri vetrarúlpu.

Á nóttunni er hitastigið að detta niður í 0 gráður enda þarf að skafa eilítið af bílnum ef maður leggur af stað snemma. Það þarf að byggja upp kjark og þol til að hjóla í svona miklum raka enda erum við ekki vön að hjóla eins og danirnir.

HEIMSÓKN!! Já, við fáum hana Hrafnhildi, vinkonu Hörpu og gömul skólasystir Þórs, í heimsókn á morgun og ætlar hún að vera hjá okkur fram  yfir helgi. Stefnum aðallega á að eiga góðar stundir og á laugardaginn ætla þær að skreppa í bæinn á meðan feðginin skemmta sér heima yfir Söngvaborg og Teletubbies.

Það er margt  um að vera á Stavnsvej þessa dagana. Í nótt fæddist lítil íslensk stúlka en það voru þau Abbi og Björg sem voru að eignast sitt þriðja barn. Abbi er í sama námi og Þór nema á 2 ári en Björg er líka að klára sitt nám en ætlaði að bíða með ritgerðina rétt á meðan hún væri að eignast barnið. Síðan er líka nýr íslenskur bjór að fæðast hér í götunni. Sá bjór hefur fengið nafnið First Icelandic Crisis Pale Ale og er mikil tilhlökkun í mönnum hvernig hann muni bragðast en áhugasamir geta kíkt inn á síðuna nIcebrew:  http://www.bjorbok.net/nicebrew.htm

En höfum þetta ekki lengra í bili. Helgi (helgin) alveg að koma, Þór er orðinn fullsaddur á honum Reimari (af því að reimarnar á skónum hans eru alltaf að losna) en í þessum töluðu orðum er hann farinn að drekka bjór með Einari (af því að hann er pikka á lyklaborðið með hinni hendinni). Síðan á morgun mun Margeir (margir) búa í íbúðinni okkar af því að hann Gestur Trausti(Hrafnhildur gestur) er að koma til okkar. Svo verður ekkert lært um helgina því Þór er nenni-Siggi (nennir ekki að læra meira)

Hafið það rosalega gott heima! Eigum erfitt með að setja myndir inn á en vonandi kemst það í lag fljótlega.

  

Merkilegur dagur í dag

Það er ekki laust við að dagurinn í dag er merkilegri en gengur og gerist. Þór þreytt sitt fyrsta próf í dag, Kolbrún Soffía varð 14 mánaða og móðir hennar HUNDRAÐ SINNUM eldri!!! :) eða 1404 vikna gömul :) Nei það er kannski algjör óþarfi að láta Hörpu hljóma eins og hún sé hundrað sinnum eldri en aðrir :)

 En það breytir ekki því.

20081016143141_36

Þessi elska er orðin 27 ára gömul og gerði húsbóndinn hvað hann gat til að dekra svolítið við hana. Hann náði allavegana að taka smá dágóða pásu frá lærdómnum til að vera með afmælisbarninu, náði að kaupa gjöf, baka köku, elda kvöldmat og hleypa afmælisbarninu í nammibarinn út í sjoppu, sem hún var hæstánægð með.

En svo verður afmælisdagurinn haldinn aftur um helgina þar sem lítill tími gefst í annað en lærdóm.

Kveð að sinni

Þór


Hláturinn lengir lífið..

Þar sem Þórinn minn er á fullu að læra undir prófin sem hann fer í næstu viku,  ákvað ég að taka mig til og blogga, hann hefur séð um það undanfarið Cool. Allt gott að frétta héðan, við mæðgur erum búnar að vera mikið einar heima, þar sem pabbinn á heimilinu er eins og áður sagði er öllum stundum uppi í skóla að læra. En okkur leiðist ekki neitt, erum búnar að fara í göngutúra núna á hverjum degi og eða út að leika, heimsóknir og fleira skemmtilegt.

      Soffíurnar 2     Kolbrún Soffía & Arna Dögg  

 

Við erum orðin pínu leið á þessari kreppu og þessu háa gengi því maður tímir engu og það er leiðinlegt til lengdar að borða bara pasta og súpu hehe. Við eigum sem betur fer enn dkk krónur því  ekki er ennþá hægt að millifæra frá Íslandi þar sem Danske Bank tekur ekki einu sinni við færslum frá landinu sökum „ástandsins“. Þó höfum við heyrt að fólk geti millifært frá íslandi en peningurinn komist ekki til skila og týnist í kerfinu Crying hversu lame er það.  

Í gærkvöldi  tók Þór sér smá pásu og vorum við svo heppin að vera boðin í mat til Krissa og Selmu, enduðum svo á að spila langt frameftir kvöldi, það var mikið gaman, mikið fjör og mikið hlegið. TAKK KÆRLEGA FYRIR OKKUR GrinGrin

Harpan & Selman   

Annars bíðum við Kolbrún Soffía spennt eftir föstudeginum. Þá ætlum við fjölskyldan að brallerast eitthvað skemmtilegt saman loksins . Held að ég hafi þetta blogg ekki lengra. Þórinn biður að heilsa og honum hlakkar mikið til að skrifa næsta blogg Happy

Hafið það sem best í kreppunni og munið að vera bjartsýn Wink

Harpan, Þórinn og Kolbrún Soffían

Læt fylgja með að auki tvær haustmyndir sem við Kolbrún Soffía tókum í einni göngunni okkar.

haust KSÞ haust 

eitthvað ves að setja inn myndir :( þannig að þessar verða að duga


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband