Fjölskyldan í Tilst hefur það fínt þrátt fyrir erfiðar aðstæður á Íslandi.

Okkur langaði bara til þess að láta vini og ættingja vita að við höfum það gott og þraukum þrátt fyrir að sjóðirnir okkar hafa verið frystir af ríkinu og því allt okkar lausafé fast á Íslandi. Við eigum hins vegar svo yndislega foreldra sem hafa aðstoðað okkur og standa við bakið á okkur ef allt fer í þrot. Einu áhyggjurnar okkar eru hvenær og hvort við náum ekki að innleysa allan sjóðinn okkar áður en danski peningurinn okkar klárast. En við höfum bara fækkað óþarfa innkaupum og viti menn, ein og ein dönsk króna sparast og úr verður góð upphæð. Svo er Þór reyndar óvenju rólegur yfir prófunum sem verða eftir 12 daga, kannski af því að hann er nú þegar búinn að lesa yfir önnina og er því ekki að frumlesa þúsund blaðsíðna bók á 2 vikum.

Þór er búinn að fara sl. daga upp í skóla kl.8 á morgnana og lærir þar með félaga sínum Adda til ca. 15-17 á daginn. Þá er akkurat kominn tími  til að halda heim á leið og elda og knúsa drottningarnar og ef úthaldið leyfir er haldið áfram að læra. Hefur reyndar ekki gengið eins vel fyrir Þór að læra á kvöldin eins og á morgnana. En eins og með marga aðra námsmenn tekur á að lesa allar fréttirnar að heiman en það er lítið hægt að gera í því, við erum komin til DK og við munum klára það. Enda aðstæður ekki eins og áður en við fluttum út. Gamli vinnustaðurinn hans Þórs er ekki „beint“ til lengur og út í hött að kaupa sér íbúð.

Það er því alveg ljóst að hér í Tilst getur maður lokað sig alveg frá öllu stressi og standa því dyrnar okkar opnar fyrir þá sem vilja losna úr stressinu og eiga góðar stundir.

Foreldrar Þórs eru í heimsókn núna og við sáum ekki alveg hvor var meira spenntari , Amma Halla eða Kolbrún Soffía. Kolbrún Soffía var svo spennt þegar hún sá þau að hún vissi ekki alveg hvernig hún átti að vera. Átti hún að hoppa eða hlæja, sýna dótið sitt eða bara skríða um gólfið og hlæja um leið. Það voru allavegana fagnaðarfundir. Síðan sást hvernig stressið yfir ástandinu heima lak af foreldrum Þórs þegar við settumst inn í stofu með rauðvín (harpa fékk mjólk og köku) og kertaljós.

Sæþór var ekki lengi að skoða tenglana fyrir loftljósin og var strax daginn eftir búinn að tengja tvær rússaperur og svo var farið í Bilka og keypt loftljós inn í svefnherbergin og fyrir ofan eldhúsborðið. Gardínustöngin er einnig komin á sinn stað, enda reyndist það þrautinni þyngri að bora í gegnum steinveggin og síðan verður farið í að kaupa gardínur um helgina vonandi. Stelpan er með smá kvef og hósta en við ætlum samt að skjótast í smá ferð til frænda Þórs og fjölskyldu hans sem hann hefur ekki séð í nokkur ár.

Síðan var ég að fá póst frá fulltrúum SINE (samband íslenskra námsmanna erlendis) með eftirfarandi tilkynningu:

Fulltrúar Sambands íslenskra námsmanna erlendis óskuðu i dag eftir fundi með stjórnvöldum vegna gjaldeyrisyfirfærslna á reikninga námsmanna erlendis, en undanfarna daga hafa námsmenn og aðrir átt í erfiðleikum við að millifæra fé af bankareikningum hérlendis til viðsiptabanka sinna erlendis. Á fundi sem sátu fulltrúar Lánasjóðasjóðs íslenskra námsmanna, menntamálaráðuneytis, utanríkisráðuneytis og félagsmálaráðuneytis var upplýst að þegar hefur verið komið á til bráðabrigða greiðslumiðlun fyrir milligöngu Seðlabanka Íslands til Nýja Landsbanka Íslands. Nú þegar er greiðslumiðlun virk fyrir viðskiptamenn þess banka. Stefnt er að því að greiðslumiðlun fyrir viðskiptamenn Glitnis og Kaupþings verði virk um leið og nýjar stofnanir hafa formlega tekið við starfsemi þeirra banka, og um svipað leyti fyrir aðrar fjármálastofnanir. Er þess vænst að það geti orðið í fyrri hluta næstu viku.

Yfirfærslur verða háðar fjárhæðartakmörkunum samkvæmt tilmælum um tímabundna temprun á útflæði gjaldeyris (
http://www.sedlabanki.is/lisalib/getfile.aspx?itemid=6491) sem Seðlabanki Íslands hefur beint til innlánsstofnana og birt eru á heimasíðu bankans.

Námsmenn ættu því að vera í minni vandræðum með að millifæra frá Íslandi. Við munum allavegana færa okkar yfir til að vera óháð frekari gengisbreytingum og hömlum. Svo getur maður gleymt því að nota VISA kortið sitt því danska gengið á því er 30 kall.

Munið svo að vera jákvæð- þetta reddast á endanum ;)

Ritari : Þór Sæþórsson nema „munið svo að vera jákvæð – þetta reddast á endanum“, Harpa skrifaði það J

Drottningarnar biðja að heilsa ;)

IMG_2108


Íbúarnir í númer 130 komnir heim.

Þá er ævintýrahelgin í Lundi að baki. Fórum á slaginu tvö sl. Fimmtudag og það tók 4 klst. Stoppuðum eitt gott stopp þar sem stelpan fékk að teygja úr sér og Harpa að kaupa sér súkkulaði. Í búðinni var ung kona að fylgjast vel með Hörpu og þegar við ætluðum að fara út stökk hún á Hörpu og vildi endilega biðja hana um að taka þátt í könnun. Konan byrjaði á að því að tala dönsku en Harpa fannst betra að tala á ensku þótt henni langaði örugglega að spreyta sig.

Stelpan var mjög góð og það var bara í lokin sem henni langaði ekki að vera lengur í bílnum. Siggi, Silja, Aníta Rut og Bjarni Leó voru öll hin hressustu þegar við síðan mættum klst. á undan áætlun. Áttum yndislega daga hjá þeim og viljum við þakka alveg æðislega vel fyrir okkur.

Í Lundi var tekið vel á móti manni. Elduðum lasagna og pítsur hjá þeim og horfðum á fyrstu 2 þættina í Dagvaktinni. Spennandi sería framundan.  Stelpurnar fóru með yngstu börnin á föstudeginum í bæinn og skruppu þær á veitingastaðinn Ítalíu þar sem þær fengu sér góðan hádegisverð. Strákarnir lærðu smávegis á föstudeginum en skruppu síðan á „vinnufund“ á hamborgarastað.

Laugardagurinn fór síðan í að horfa á Sigga spila fótbolta og skreppa í smá bíltúr að kaupa útiskó handa Kolbrúnu Soffíu. Skórnir komu sér vel um kvöldið því það var svolítið kalt. Um kvöldið mættu síðan hátt í 50-60 manns og grilluðu og skemmtu sér konunglega. Afmælisbarnið bauð upp á meðlæti og öl en allir komu með á grillið. Síðan var sungið og trallað fram á rauða nótt...eða til miðnættis þar sem orðið var kalt og svolítið hvasst.  Virkilega skemmtileg grillveisla og þvílíkt stuð á liðinu, sérstaklega afmælisbarninu.

Sunnudagurinn fór í að pakka saman og keyra heim. Við komum við hjá Pálma og Charlotte og hittum þar einnig móður Pálma og systur hans. Þeim langaði svo að sjá hana Kolbrúnu Soffíu. Ferðin heim gekk síðan mjög vel. Það var mjög hvasst á Öresundsbrúnni og var hámarkshraðinn ca. 50 km/klst í staðin fyrir 110 km/klst. Mikil rigning og rok en síðan batnaði það þegar við vorum komin yfir á Jótland, sem er eyjan okkar.

Þegar við komum heim var strax farið í það að gera okkur klár fyrir 1 árs afmælið hennar Örnu, vinkonu Kolbrúnar. Þær voru rosalega glaðar að hittast og okkur fannst líka gott að vera komin heim og hitta hluta af Stavnsvej genginu. Okkur finnst eins og við tilheyrum 2 stöðum, hér í Tilst og svo í Lundi.

Núna tekur við strangur lærdómur hjá Þór því það eru próf eftir 3 vikur. Hann má bara ekki lesa mbl.is því fréttirnar eru svo svartsýnar að það tekur tíma bara að jafna sig á þeim. Foreldrar Þórs koma síðan á fimmtudaginn og verða fram á sunnudag. Ætlum að heimsækja frænda Þórs og fjölskyldu hans á laugardaginn næsta.

Í lokin koma nokkrar myndir frá ferðalaginu. Lítið á björtu hliðarnar þarna heima og hugsið um að það ástandið gæti verið verra – veikindi eða annað verra.

 

IMG_1794IMG_1843IMG_1863

IMG_1958IMG_1974

IMG_2067IMG_2094IMG_2095

IMG_2137IMG_1880

Takk fyrir innlitið.


Tíðindi frá Tilst

Það er nú mest lítið, en deginum eftir síðasta blogg að þá fóru hlutirnir að rúlla og við fengum heimasímann okkar tengdan hjá TAL og við fengum sófasettið og önnur húsgögn til að fylla í stofuna. Þannig að núna er bara eftir að hengja upp nokkrar myndir, ljós og gardínur við svalahurðina. Ætli það verði ekki farið í það eftir prófin hjá Þór.

September 2 2008 112 Eins gott að festa skóskápinn sem fyrst!!

Þór verður í prófum 22 október og 24 október þannig að því miður verður lítið gert á afmælisdeginum hennar Hörpu en auðvitað verður gert eitthvað skemmtilegt eftir prófið 24 okt. Það styttist í þessi próf og stressið hefur enn ekki heltekið Þór, sem er bæði gott og slæmt. En þetta hlýtur að reddast ef maður er samviskusamur að læra.

Næsta vika verður spennandi. Við höfum ákveðið að fara til Svíþjóðar seinni part fimmtudags, um leið og Þór er búinn í dæmatíma með reiknihópnum sínum. Það mun taka einhverja 4 klst. að keyra yfir með örfáum stoppum. Vonum bara að stelpan verði hress og nenni að hanga í bílnum.

Á föstudeginum munu strákarnir (Þór og Siggi) líklegast læra eitthvað á meðan stelpurnar og „strákurinn“(Bjarni Leó“ rölta niður í bæ og skoða sig um. Á laugardaginn mun Siggi síðan halda upp á þrítugsafmælið sitt með grilli og öllu tilheyrandi fyrir vini og vandamenn. Það er ekki hægt að missa af því. Síðan verður haldið snemma af stað á sunnudeginum þar sem Arna, vinkona Kolbrúnar Soffíu, ætlar að halda upp á 1 árs afmælið sitt.

En við fengum lánaða rosa flotta myndvél hjá Höllu Sif og það verður því farið í það að taka myndir af litlu skvís. Við hjónakornin erum alveg á því að efst á óskalistanum okkar í ár er Canon EOS myndavél. Það koma bara svo flottar myndir úr þeim. Til sidst (í lokin) setjum við hér myndir, af íbúðinni og litla englinum okkar, sem einmitt voru teknar með myndavélinni hennar Höllu.

September 2 2008 128September 4 2008 012September 4 2008 021September 4 2008 007September 4 2008 013September 4 2008 014

September 4 2008 018September 4 2008 019September 4 2008 025September 4 2008 028

September 4 2008 055September 4 2008 029

September 4 2008 053 Takk fyrir innlitið


Litla múslan.....

........ er að æfa sig þessa dagana að borða sjálf Smile náðum smá hluta af því á vídió um daginn Smile

Njótið vel

Harpan, Þórinn & Kolbrún Soffía

 


Íslenski síminn.....

er komin í lag Smile

Eftir þó nokkur símtöl og eftir að hafa sent þó nokkur e-mail (sem við fegnum ekki svar við) er síminn okkar komin í lag Grin. Húsmóðirn á heimilinu nennti ekki að bíða lengur eftir þessu þannig að hún fór í málið og hringdi í TAL og viti menn eftir 45 mín símtal kom þetta í gegn Wink. Sumir strákar geta hreinlega ekki neitað stelpum GrinGrinGrinGrin.   Ég vill nota tækifærið og þakka Selmu og Krissa fyrir afnotið af símanum þeirra, þetta hefði verið ansi dýrt ef við hefðum þurft að hringja úr dk nr okkar. Þúsund þakkir Kissing 

Nú getum við hringt frítt til Íslands (þ.a.s í alla heimasíma) og fólk sem hringir í okkur borgar bara eins og það sé að hringja í íslenskan heimasíma. Það var því mikið hringt í gær, enda ansi langt síðan maður hefur talað almennilega við fjölskyldu og vini á Íslandi já og í Svíþjóð Smile 

kveðja frá okkur í dk

Harpan, Þórinn & Kolbrún Soffía


Hún Kolbrún Soffía...

 

....vildi byrja þetta blogg á stuttri kveðju...

Þessi skvísa er farin að opna alla skápa, rífa úr fataskápunum og standa sjálf. En er mjög sparsöm á því samt.

Kolbrún Soffía skvísa

Vika 39 að hefjast og prófin í viku 43. En hins vegar eru næstu helgar þétt skipaðar þar sem við fáum næturgest nk. Föstudag, hann Dagur gamall(þó nýlegur) vinnufélagi.

Helgin þar á eftir er planið að keyra til Svíþjóðar, Lund, til þess að vera viðstödd 30 ára afmæli Sigurðar Frey. Þá myndum við leggja af stað á fimmtudegi og koma heim á sunnudegi.

Helgina eftir það koma foreldrar Þórs og þá ætlum við að skjótast til Tisted að heimsækja bróður Höllu og fjölskyldu hans.

Nú helgina eftir að þau eru farin mun Þór liggja yfir skólabókunum en strax helgina eftir prófin þá eigum við von á Hrafnhildi vinkonu Hörpu og Rakel fljótlega eftir það.

September 2 2008 031

Harpa er búin að panta flugfar fyrir sig og Kolbrún Soffíu 10 desember og verða þær á Íslandi til 7 janúar. Þór kemur vonandi fyrir 20 desember og fer heim á sama tíma og mæðgurnar. Hefur þær óstaðfestu fréttir að hann þurfi ekki að taka próf í janúar eins og tíðkast í útlöndum.

Þá eru það símamálin. Eins og margir vita er hægt að kaupa Smartbox hjá TAL sem gerir okkur kleift að hringja ókeypis í alla heimasíma á Íslandi og þið hringið í okkur á Íslenskum taxta. Þetta Smartbox tengist við módemið okkar og síminn sjálfur tengist í Smartboxið.

Við pöntum þetta tæki á netinu hér í Aarhus því þá fengum við tækið samdægurs og verðið er 5þús kr. minna og enginn sendingarkostnaður. Þór hringir í TAL, segist hafa „fengið tækið í hendurnar“, skrái mig í þjónustuna og allt gengur glimrandi vel. En þá byrjar vandamálið. Við fáum engan són. Hringjum tvisvar sinnum í netfyrirtækið mitt hér í DK og loks í TAL þar sem við föttum að þar sem við keyptum ekki tækið hjá TAL þá þurfa þeir að skrá það í kerfið sitt (Þór tók það nefnilega ekki fram í símtalinu þegar við létum skrá okkur í þjónustuna þeirra). Þá byrjar ballið. Þeir vilja EKKI skrá tækið hjá sér af því að við verðum að kaupa tækið hjá þeim(það kostar tæpar 8000kr og sendingarkostnaðurinn er 1900kr). Við sögðumst nú bara vera að hringja úr síma sem væri tengt slíku Smartboxi og skráð hjá þeim(það var HIVE á þeim tíma en er nú TAL).  Við fáum að hinkra í smástund og fáum síðan þau svör að kannski gætu þeir reddað þessu en gátu ekki lofað neinu.  5 dagara eru síðan liðnir og ekkert bólar á þessu. Aðalástæðan fyrir þessu var að þeir vildu ekki taka ábyrgð á tækinu sjálfu, sem er nú alveg verulega léleg afsökun. Við erum með 2 ára ábyrgð á því hérna í DK. Það er ekki nokkur spurning að þeir geti skráð tækið hjá sér, bara spurning um vilja. Við brýnum því fyrir þeim sem eru að spá í þessu að hinkra örlítið þar til við fáum einhverja niðurstöðu í þessu.

Svo vorum við að komast að því að ísskápurinn okkar er OF kaldur. Harpa tók út vatnsflösku þar sem vatnið var orðið frosið. Það er mikið hrím í frystinum og innst inni í ísskápnum sjálfum. Komumst að því fyrir tilviljun að a.m.k. 2 aðrar íbúðir eiga við sama vandamál að stríða þannig að við fáum mjög líklega nýjan og stærri ísskáp fljótlega þar sem leigufélagið á að sjá fyrir þessum hlutum. Ekki veitir af meira frystiplássi þar í BILKA snýst allt um að versla STÓRT inn.

September 2 2008 038

Sófasettið fáum við vonandi á morgun þannig að myndir af íbúðinni verða væntanlegar hingað með næsta bloggi.

Hafið það gott heima í rigningunni og rokinu.

September 2 2008 019

Kveðja frá dk

Þórinn, Harpan & Kolbrún Soffía

(tek ofan af þeim sem nenna að lesa þetta allt hehe) 


Góðan dag Ísland !

Hvordan har i det? Hér er allt gott að frétta. Við höfum það rosalega gott og okkur finnst eins og við höfum búið hér lengur en í 4 vikur.

 

Við skruppum til Þýskalands eins og sumir fréttu og versluðum eilítið inn. Þetta var í raun hraðferð því við stoppuðum bara í 3 klst í Þýskalandi en keyrðum í tæpa 4 klst. En við eigum örugglega eftir að fara aftur í vor.

  mæðgur í þýskalandi september 1 165Þór sáttur

Það er komin ágætis rútína á okkur hérna í Tilst. Þór er í skólanum 4 sinnum í viku og frí 1 sinni sem er mjög fínt til þess að læra og minnka lærdóminn um helgar. Hann mætir 1 sinni í viku 9:50, 12:00. 13:50 og 15:40 til 17:20 á föstudögum. Alveg hreint æðislegur tími en það er bara fram í október. Svo breytist þetta.

 

 Um helgar ætlum við síðan að stefna á að eiga alltaf nokkrar klst saman til þess að skoða okkur um. Erum farin að keyra um bæinn án þess að nota GPS tækið okkar en erum snögg að geyma þær staðsetningar í borginni sem við viljum muna eftir.

 

Síðasta sunnudag fórum við í stóran garð þar sem bambar hlaupa um og allir að gefa þeim brauð og gulrætur. Þeir vönu sem mættu þangað voru búnir að skera niður grænmeti og ávexti til að gefa þeim. Við munum eftir því næst. Sama dag fengum við heimsókn frá skólasystkinum hans Þórs, Tinnu, Árdísi og Evu litlu stelpunnar hennar Árdísar. Kolbrún Soffía fannst þær svo skemmtilegar að hún æpti og skrækti þegar verið var að leika við hana.

Í bambagarðinum Þór og bambi vinur hans bamvi                            Allir að borða pönslur

 

Það er mikil keyrsla í skólanum hjá Þór, hann fer í próf eftir ca. 4 vikur og aftur fyrir jól. Við erum að vonast til þess að hann klári prófin fyrir jól svo hann þurfi ekki heimsækja Þjóðarbókhlöðuna heima á Íslandi.

 

Íbúðin er öll að taka á sig mynd. Við keyptum sófa sem við eigum von á í næstu viku og Harpa fór með Selmu, vinkonu sinni í IKEA og keypti hillur og ramma sem Þór og Krissi, kærasti Selmu, ætla að hengja upp vonandi sem fyrst. Lofum svo að setja inn mydnir þegar allt er orðið klárt.

 

Helgin er óráðin en sá sem þetta skrifar er nú spenntur fyrir að kíkja í Magasínið um helgina og athuga hvaða íslenskar vörur þeir hafa upp á að bjóða. Mér skilst að þeir selji þar t.d. íslenskt vatn. Sparívatn.

 

Stelpan er yndisleg og vaknar alltaf hálf sjö – sjö, fær sopann sinn og annaðhvort kúrir lengur með okkur eða skríður frammúr og fer að leika með dótið sitt. Svo fer pabbinn fram og býr til hafragraut fyrir liðið, mamman sér síðan um að gefa stelpunni og pabbinn fer að læra.

september 1 186               SÆTA

 

 Ritari þessu sinni : Þór Sæþórsson aka Æðibitinn   

Prinsessan "labbar"

Hér er eitt lítið myndband af prinsessunni okkar

kveðja Harpan & Þórinn

 


Húsbóndinn kominn heim

Sælinú.

Þá er þessari 24klst ferð mín búin og gekk hún mjög vel. Danir eru mjög vel skipulagðir þannig að allt verður að ganga samkvæmt áætlunni. Það var því mikil keyrsla alveg frá því að fyrirlesturinn í skólanum kláraðist þar til maður var í raun búinn að borða kvöldmatinn á hótelinu.

 Ferðin hófst með 3 og hálfs tíma lestarferð að litlum strandbæ norður af Kaupmannahöfn.

1Ég og danski vinur minn sem fluttist frá Álaborg til að læra í Aarhus. Hann er 22 ára gamall og eins og sést að þá er næstum enginn aldursmunur á okkur :)

sept blogg2 006Hluti af hópnum. Frá vinstri Rarish frá Rúmeníu(sama land og Drakúla), Danski vinur minn(man ekki nafnið því miður), Landry(franskur matgæðingur sem mig langar að bjóða hákarl. Man nafnið hans því hann sagði "my name is just like laundry" sem er þvottur á ensku, við hinum megin er síðan Ping frá Kína (sama nafn og golf framleiðandinn í ameríku). Ping lítur út fyrir að vera 24 ára en hún vann í 6 ár hjá Bank of China þannig að hún hlýtur að vera eitthvað eldri en ég. Síðan kemur Þýsk-filipseyja-ættaða stelpan, sem ég man því miður ekki nafnið á heldur. Ég verð að vera duglegur að muna nöfn.

Nú eftir matinn skelltu stelpurnar sér út að skoða smá strandlengjuna(í myrkrinu) en við strákarnir fundum sannkallaða leikherbergið þar sem hægt var að spila pílukast, fótboltaspil, pool og borðtennis. Fengum síðan að panta líkamsræktarherbergið, gufubaðið og heita pottinn og líkaði okkur það vel.

Daginn eftir(í dag) var vaknað snemma til að taka góða sturtu(enda þurfti ekki að spara vatnið) og morgunmat. Mættum síðan upp í Dong Energy rétt fyrir 9. Dong Energy er einskonar Orkuveita þeirra dana.

sept blogg2 007ég og vinur minn Gerrit frá Þýskalandi mættir til Dong!. Við sitjum oft saman í tíma og eigum örugglega eftir að vera hinir bestu mátar.

Við sátum nokkra fyrirlestra og einnig voru mjög skemmtilegar opnar umræður um hvernig ætti að sækja um, hvernig fyrirtæki þetta væri og möguleikar fyrir nýútskrifaða meistaranema. I lokin gerðum við síðan smá hópaverkefni og gekk það bara nokkuð vel, verst hvað maður er nú lítið inn í orkumálunum en eftir þennan dag lærði maður heilmikið. Ps. starfsmenn Dong geta fengið gos með matnum sem mér fannst nú ekki leiðinlegt :) Fyrir þá sem eru forvitnir var "biksemad" í matinn (svínakjöt og kartöfluteningar) og svo var hægt að velja sér á milli úrval osta, grænmeti, álegg og svo auðvitað, vatn, mjólk, safa og úrval kolsýrðra drykkja.

Eftir skemmtilega heimsókn tók við langt ferðalag heim og náði maður aðeins að leggja sig á leiðinni. Helgin fer síðan í að læra og ná upp ólesnu efni og vonandi kíkja til Þýskalands. Mér skilst einnig að stelpan hafi verið góð í dag og fóru þær mæðgur út að leika 2 sinnum og held ég að það geri gæfumuninn. Stelpan borðaði vel (var farinn að gefa gólfinu meirihlutann af matnum sínum) og síðan þegar ég kom heim lagði ég hana og hún var fljót að sofna (þótt hún var sofandi þegar þær mæðgur sóttu mig á lestarstöðinni). Læt nokkrar myndir fylgja.

sept blogg2 001sept blogg2 002Þær eru svolítið líkar :)

sept blogg2 003sept blogg2 004

Sú stutta ætlaði aðeins að ganga frá þvottinum...það mætti segja að hún hafi hreinlega "gengið frá honum" ;)

 Þar til næst.


Við mæðgur einar heima í sólahring

Þórinn okkar er á leið til Köben í dag með skólanum, við mæðgur hættum við að fara með. Ég er ekki alveg að treysta Kolbrún Soffíu að vera í lest í 3-4 tíma. Hún er líka enn með hor í nös.  Áður en Þór hélt af stað til Köben sagði ég við hann...“ertu með danska peninga með þér“? Blush Smilehaha fannst einhvern vegin eins og hann væri að fara til Svíþjóðar hihih.

 Við ætlum því að heimsækja lundarbúana síðar og þá keyrum við sennilegast bara yfir.  Við mæðgur erum þó ekki alveg einar í kotinu þar sem við erum með næturgest hjá okkur hana Sveinu, kærustu Óla vinar Þórs.   

Veðrið er sko ekki búið að vera neitt til að hrópa húrra fyrir og höfum við ekki komist/nennt  út að leika, því það er búið að vera hávaða rok og rigning núna frá því á mánudaginn- EKTA íslenskt veður. Þór hefur þó einu sinni nýtt sér grenjandi rigninguna og hlaupið út með fötu og svamp og þrifið bílinn. Hann á pottþétt eftir að gera þetta af vana sínum þegar það kemur svona úrhellis rigning enda held ég að hann sakni mest að geta ekki þrifið bílinn hvenær sem er Happy 

Planið um helgina er að skella okkur til Þýskalands að birgja okkur upp fyrir veturinn. Nei við ætlum ekki að birgja okkur upp af hollum og góðum mat eða álíka mikilvægu heldur birgja okkur upp af sælgæti, gosi og ehemm...fullorðins“mjólk“.  En engar áhyggjur, þetta er ekkert svo dýrt. Hægt að fá 5 kassa af gosi(140 dósir) á 199dkk og „mjólkin“ ekki á nema 130ddk fyrir 3 kassa. Svo er því miður ekki hægt að kaupa nammi í minna magni en 1kg og yfir. En það verður þá ekki keypt neitt af þessu dóti fyrr en þetta er búið.

Bið að heilsa í bili Cool

Harpan

p.s því miður get ég ekki sett neinar myndir með þessari færslu Frown þar sem Þór stakk af með myndavélina Cool


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband