Íslenski síminn.....

er komin í lag Smile

Eftir þó nokkur símtöl og eftir að hafa sent þó nokkur e-mail (sem við fegnum ekki svar við) er síminn okkar komin í lag Grin. Húsmóðirn á heimilinu nennti ekki að bíða lengur eftir þessu þannig að hún fór í málið og hringdi í TAL og viti menn eftir 45 mín símtal kom þetta í gegn Wink. Sumir strákar geta hreinlega ekki neitað stelpum GrinGrinGrinGrin.   Ég vill nota tækifærið og þakka Selmu og Krissa fyrir afnotið af símanum þeirra, þetta hefði verið ansi dýrt ef við hefðum þurft að hringja úr dk nr okkar. Þúsund þakkir Kissing 

Nú getum við hringt frítt til Íslands (þ.a.s í alla heimasíma) og fólk sem hringir í okkur borgar bara eins og það sé að hringja í íslenskan heimasíma. Það var því mikið hringt í gær, enda ansi langt síðan maður hefur talað almennilega við fjölskyldu og vini á Íslandi já og í Svíþjóð Smile 

kveðja frá okkur í dk

Harpan, Þórinn & Kolbrún Soffía


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það var nú minnsta málið og  gott að við getum nú hringt líka frítt okkar á milli enda ansi langt að fara ;) hihi

Selma Heimisdóttir (IP-tala skráð) 24.9.2008 kl. 10:29

2 identicon

Sniðugt!!!

Það er nú enginn smá munur að geta hringt frítt heim til Íslands, og þá sérstaklega í mömmu sína, maður þarf alltaf að heyra voða mikið í mömmunni sinni :)

Kossar og knús

kv. Ingunn Heiða ;)

Ingunn (IP-tala skráð) 24.9.2008 kl. 16:50

3 identicon

Frábært :) þá er ég að hugsa um að hringja í þig fljótlega, bara aðeins til að heyra í þér röddina, langt síðan :)

knús á liðið

Ásdís Dagmar (IP-tala skráð) 24.9.2008 kl. 18:09

4 identicon

Glæsilegt, ég bjalla á þig, næst þegar ég man eftir því áður en klukkan er orðin allt of margt, ég á það til að gleyma tímamismun.

Karitas (IP-tala skráð) 24.9.2008 kl. 21:39

5 identicon

vííí :)

Hlakka til að heyra í ykkur stelpur :)

besti tíminn til að hringja er svona á milli 20.15-23.30 þá er skvísan komin í ból og enginn truflun og ég á róli :) sem er á ykkar tíma 18.15-21.30

knús Harpan

Harpan (IP-tala skráð) 25.9.2008 kl. 08:51

6 identicon

*kvittar*

Sigurgeir (IP-tala skráð) 25.9.2008 kl. 15:50

7 identicon

já fínt að hringja á þessum tímum nema á fimmtudögum frá kl.21-22 ( ykkar tími 19-20) Þá er frúin að horfa á kvennmannsþátt hjá Selmu. En ég skal með glöðu geði taka niður skilaboð eða spjalla við ykkur ef ykkur dauuuuðlangar til þess að hringja.

Þór (IP-tala skráð) 25.9.2008 kl. 18:19

8 identicon

Hæhæ sæta fjölskylda ! :)

Held það sé kominn tími á smá kvitt frá mér :) Gott að sjá að allt gengur svona vel hjá ykkur. Gaman að fylgjast með blogginu ykkar og æðislegt að sjá allar myndirnar líka :) Það væri nú gaman að koma og heimsækja ykkur við tækifæri - koma kannski bara í dagsferð til ykkar :)

Ég er líka komin með svona íslenskt heimanúmer, er með netsíma hjá vodafone. Þannig að við getum nú hringt frítt í hvort annað :) Síminn minn er 490-2504. Verðum í bandi ;)

 Knús frá Köben ;)

Lilja Erlendsd. (IP-tala skráð) 25.9.2008 kl. 18:44

9 identicon

Hæhæ sæta famelía og frábært hvað gengur vel hjá ykkur !!! ég verð að fara að hringja í ykkur og spjalla hehe fyrst þið eruð komin með svona fínan síma :) Frábært að fylgjast með ykkur... Og ég ætlaði að spyrja um eitt... Harpa þú varst að tala um að þú hefðir pantað svona nafnasnuddur og fengið og ég gerði það og er ekki búin að fá þær enþá eftir mikla mikla bið  Gústi ath þetta og þá hafði þetta einhvað gleymst hjá þeim og þeir ætluðu að senda aftur en gerðu það svo aldrei eða það er allavega enn ekki komið til okkar... Var að spá hvort við mættum láta senda á ykkur og þið senduð svo á okkur ??? við borgum auðvitað en bara langar svoo mikið í svona nafnastuddur að ég er að deyja hehe... Helvítis vesen að búa hérna í hafnó pósturinn er einhvað ruglaður það skilar sér svoo seint allt svona eða bara gleymist eða einhvað... Annars er allt gott að frétta af okkur og við söknum ykkar !!! verðum að hittast í des þegar þið mæðgur kikkið hingað á klakann !!! Knús og kram Agnes og co

Agnes Ýr og co (IP-tala skráð) 25.9.2008 kl. 20:25

10 identicon

Það væri alveg snilld að henda inn ísl. númerinu efst á síðuna ykkar, ásamt heimilisfangi þar sem jólin fara nú að nálgast og svona, hehe.

Dóra Hanna (IP-tala skráð) 27.9.2008 kl. 20:40

11 identicon

Skil ekki hvað er málið með þessi bil. gerði þau ekki en komu hér að ofan, smá færsla en risapláss;-0

DH (IP-tala skráð) 27.9.2008 kl. 20:41

12 identicon

Gefst upp, hætt að kommenta vegna þessa;-0

DH (IP-tala skráð) 27.9.2008 kl. 20:42

13 Smámynd: Egill Óskarsson

Haha, gott að Tal gáfust upp á því að vera með leiðindi við ykkur. Finnst magnað hvað sum fyrirtæki leggja á sig að því er virðist í þeim eina tilgangi að missa viðskipti.

Gott að heyra að það gengur vel hjá ykkur úti, hlakka til að sjá ykkur í des.

Egill Óskarsson, 27.9.2008 kl. 21:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband