Við mæðgur einar heima í sólahring

Þórinn okkar er á leið til Köben í dag með skólanum, við mæðgur hættum við að fara með. Ég er ekki alveg að treysta Kolbrún Soffíu að vera í lest í 3-4 tíma. Hún er líka enn með hor í nös.  Áður en Þór hélt af stað til Köben sagði ég við hann...“ertu með danska peninga með þér“? Blush Smilehaha fannst einhvern vegin eins og hann væri að fara til Svíþjóðar hihih.

 Við ætlum því að heimsækja lundarbúana síðar og þá keyrum við sennilegast bara yfir.  Við mæðgur erum þó ekki alveg einar í kotinu þar sem við erum með næturgest hjá okkur hana Sveinu, kærustu Óla vinar Þórs.   

Veðrið er sko ekki búið að vera neitt til að hrópa húrra fyrir og höfum við ekki komist/nennt  út að leika, því það er búið að vera hávaða rok og rigning núna frá því á mánudaginn- EKTA íslenskt veður. Þór hefur þó einu sinni nýtt sér grenjandi rigninguna og hlaupið út með fötu og svamp og þrifið bílinn. Hann á pottþétt eftir að gera þetta af vana sínum þegar það kemur svona úrhellis rigning enda held ég að hann sakni mest að geta ekki þrifið bílinn hvenær sem er Happy 

Planið um helgina er að skella okkur til Þýskalands að birgja okkur upp fyrir veturinn. Nei við ætlum ekki að birgja okkur upp af hollum og góðum mat eða álíka mikilvægu heldur birgja okkur upp af sælgæti, gosi og ehemm...fullorðins“mjólk“.  En engar áhyggjur, þetta er ekkert svo dýrt. Hægt að fá 5 kassa af gosi(140 dósir) á 199dkk og „mjólkin“ ekki á nema 130ddk fyrir 3 kassa. Svo er því miður ekki hægt að kaupa nammi í minna magni en 1kg og yfir. En það verður þá ekki keypt neitt af þessu dóti fyrr en þetta er búið.

Bið að heilsa í bili Cool

Harpan

p.s því miður get ég ekki sett neinar myndir með þessari færslu Frown þar sem Þór stakk af með myndavélina Cool


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Vá hvað það er gaman hjá ykkur :) Man svo vel eftir þessum tíma - ALLT svo spennandi og viðbjóðslega skemmtilegt !!

Hlakka til að sjá ykkur

Kveðja Hildigunnur ogco.

Hildigunnur (IP-tala skráð) 4.9.2008 kl. 12:36

2 identicon

Væri sko alveg til í að kíkja á ykkur, en ég efast um að það verði mikið um utanlandsferðir restin af þessu ari, eftir þetta "æðislega" tjón okkar hérna heima. kostar víst allt hellings pening.

Kv.K

Karitas (IP-tala skráð) 4.9.2008 kl. 13:39

3 identicon

Hæ!
Mikið er gaman að fylgjast með ykkur. Allt æðislega spennandi! Pínu öfund hérna megin! Vona að allt eigi eftir að ganga vel áfram :) kv.frá Hellu.

Hjördís P. (IP-tala skráð) 4.9.2008 kl. 15:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband