Afsakið biðina

Sæl öll sömul...sem ennþá kíkið í heimsókn.

Það er sko búið að vera nóg að gera. Þrátt fyrir að við höfum ekki bloggað síðan í maí að þá vitið þið eflaust hvað við gerðum í sumar og ef þið vitið það ekki þá tala allar myndirnar á síðunni hennar KS sínu máli.

Síðan við komum til DK hefur veðrið því miður ekki leikið við okkur. Við skildum það greinilega eftir á Íslandi því hér hefur verið rigning og rok. Svo mikið rok að dúkurinn sem við hengdum á handriðið okkar úti á svölum hefur rifnað tvisvar sinnum.

Við skelltum okkur til Þýskalands helgina eftir að við komum aftur "heim" til DK. Addi kom með okkur og heimsóttum við bekkjarfélaga Þórs í Flensburg og eyddum deginum þar. Síðan var haldið í 2 búðir og verslað aðeins fyrir haustið.

Harpa byrjaði í skólanum fyrir 2 vikum, en hún segist ennþá vera á "reynslu" því það er einungis töluð danska og því erfitt fyrir hana að tjá sig á móti.

Kolbrún Soffía átti erfitt á leikskólanum til þess að byrja með og fór Þór á fund með fóstrunum sem vildu forvitnast aðeins hvort að sú litla væri jafn leið heima hjá sér og á leikskólanum. Þór sagði að hún væri nú bara frek heima hjá sér og því var þessi leiði á leikskólanum bara eitthvað tímabundið. Það reyndist rétt því strax eftir fundinn fór hún að róast og vinka foreldrum sínum bless.

Þór byrjaði í skólanum fyrir 2 vikum síðan og var hann skráður í námskeið sem var búið að "flýta fyrir" úr 7 vikum í 1 viku. Það líkaði honum mjög vel því í gær tók hann próf úr faginu og núna er það bara búið! Hann mun því eiga annasaman september og október mánuð en seinni hluta nóvember og desember verður hann einungis skráður í 2 fög sem verða kennd á sama deginum. Hann verður því í skólanum 1 sinni í viku og frí hina 6 Cool

Stelpan strax farin að læra ný orð í dönskunni en það nýjast er að syngja lagið Yesterday með Bítlunum sem hann Sveppi syngur(mjög falskt) í "Algjör Sveppi". Það byrjar reyndar þannig að Þór syngur falskt "Yesterdayyyy..." og þá syngur sú litla "all my troublu seee"...og svo rennur þetta út í eitt.

Síðan í gær vorum við í 8 ára afmæli hjá Evu, dóttir Árdísar, bekkjarsystur Þórs og þá fengu Harpa og Kolbrún að læra Hip hop. Þór og Addi léku sér í keilu-leiknum í Nintendo wii og sátu á meltunni, enda höfðu þeir farið á "allt sem þú getur í þig látið" veitingastað og fengið sér yndislegan bjór á írskum veitingastað eftir prófið sitt í gær...fyrir utan pulsurnar sem þeir borðuðu í afmælinu.

Næstu mál á dagskrá:

Setja bílinn á dönsk númer - miklar pælingar og mörg góð ráð sem við höfum fengið sem við þurfum að kanna betur

Kaupa nýjan svefnsófa - sá gamli var svo óhentugur og var hann því seldur fyrir gott verð

Kolbrún Soffía fer í leikskólaferðalag á þriðjudaginn á bóndagarð að sjá "dyrene på landet"

Foreldrar Þórs koma í helgarferð í byrjun október

Segjum þetta gott í bili. Myndir væntanlega á BN innan skamms


Maímánuður

Maí strax hálfnaður og við urðum sko ekki var við það. Það hlýtur að vera mikið að gera fyrst við setjum ekki inn fréttir nema einu sinn í mánuði :)

Það er staðfest að Þór flýgur heim til Íslands sunnudaginn þann 7 júní og mæðgurnar fljúga síðan þann 5 júlí. Við verðum alveg fram til 16 ágúst en þá eigum við pantað flug aftur "heim" til Danmerkur. Við fljúgum frá Álaborg, sem er nyrst á Jylland og því ætti flugið ekki að taka nema 2klst og bílferð um klukkustund. Við erum því styttri á leiðinni frá Tilst til Reykjavík en frá Árósum með lest til Kaupmannahafnar!!!

 Þór fékk óvænta vinnu á gamla góða vinnustaðnum sínum í Háskólanum þar sem hann mun vinna sem verkefnastjóri hjá Reiknistofnun Háskóla Íslands. Höfum einmitt frétt af því að það verður kennsla í allt sumar og því ætti að vera nóg að gera við að aðstoða nemendur og kennara. Það er víst ekki hægt að neita vinnu þessa dagana þar sem lítið er um hana að fá. Auk þess komum við fjárhagslega betur út úr því þar sem gengið át allan okkar pening :) Síðan fékk Harpa líka við vinnu við að sjá um stigaganginn í Heiðarhjallanum enda alltaf opin fyrir verkefnum.

Við erum nú ekki að flytja alfarið heim til Íslands og því fleiri sumur sem við eigum eftir að upplifa. Síðan má ekki gleyma því að það er sumar hér í DK langt fram í september og í byjrun október þannig að það verður tími að kíkja í dýragarðina og kannsk Lególand.

 En þótt mæðgurnar verði einar eftir í DK eiga þær von á 2 heimsóknum og hafa nóg að gera. Harpa klárar dönsku skólann sinn í júní lok og Kolbrún Soffía fær frí í leikskólanum um miðjan júlí.

 Það er búið að vera alveg rosalega mikið að gera hjá Þór í skólanum síðan páskarnir kláruðust. Við tók langt, strembið og mjög amalegt tölfræðiverkefni. Það er svo skrýtið með tölfræðifög að í tímum er kennt um allt og ekki neitt (sérstaklega ekki neitt) og síðan er settar kröfur um að skila stóru verkefni og engin kennsla í kringum það!! Alveg merkilegt nokk, en ætli þetta sé ekki "parturinn af programmet". Þór og Addi hafa því unnið stanslaust í verkefninu í 2 vikur og fínpússa það fyrir helgi á meðan margir eiga enn eftir að skrifa ritgerðina. En seinna má það ekki vera því skiladagurinn er 25 maí og fyrsta prófið er 26 maí og annað þann 29 maí.

En þann 30 maí verður hér haldið stelpu partý og munu skvísurnar á Stavnsvej sletta úr klaufunum með Pál Óskar í botni, Sing Star keppni og enda síðan með Sálina og dansa langt fram á nótt. Þór ætlar að flýja með Kolbrúnu Soffíu niður í næstu íbúð þar sem hann mun eiga rólega kvöldstund með Krissa og telpunum yfir kannski Finding Nemo eða Madagaskar 2 :)

En segjum þetta gott í bili, það verður líklegast ekki blogg fyrr en í lok maí, nema það gerist eitthvað svakalega spennó. Annars minnum við ykkur bara að skoða myndir á barnalandssíðunni hennar KS.


Gleðilega (eftir)páska

Við erum búin að lifa sældarlífi í eina og hálfa viku núna og það er ennþá vika eftir af páskafríinu okkar. En þann 20 apríl byrjar aftur alvara lífsins. Þetta er búið að vera svona frí sem maður vildi að maður gæti spólað tilbaka og endurtekið. Fríið byrjaði miðvikudaginn 1 apríl þegar við keyrðum til Lundar og heimsóttum yndislegu fjölskylduna Sigga, Silju, Antíu Rut og Bjarna Leó. Takk æðislega fyrir okkur kæra fjölskylda. Hlökkum til að hitta ykkur í júní. Sólin byrjaði að skína um leið og við keyrðum yfir brúnna til Svíþjóðar og hún hefur skinið eiginlega á hverjum degi síðan þá. Vorið er svo sannarlega komið og hitinn oftast nær vel yfir 10 gráðum. Það bar á góma okkar að við ættum eiginlega að kaupa okkur bara íbúð í Lundi því við erum þar svo oft. Gestrisnin hjá Lundarfjölskyldunni var samt jafn æðisleg og alltaf. Ekkert stress og margt skemmtilegt gert. Kolbrún Soffía átti sínar stundir. Hún byrjaði á því að skoða föt í H&M en ekki vildi betur til en svo að hún labbaði beint á glervegg sem skildi að ganginn fyrir utan búðina og búðina sjálfa. Þór sá í hvað stefndi og náði að grípa KS þegar hún féll kylliflöt aftur fyrir sig og skildi ekkert upp né niður.I Lundi uppgötvaði skvísan síðan sinn eigin skugga og sú var hissa....og hrædd!! Tíminn í Lundi leið alltof fljótt en á laugardaginn keyrðum við síðan til Kastup og tókum á móti foreldrum Hörpu og voru miklir fagnaðarfundir þegar Kolbrún Soffía sá afa og ömmu. Ferðalagið heim gekk síðan eins og í sögu, engin umferð og 20 gráður og sól. Það byrjaði hins vegar aðeins að kólna og rigna í 2 daga en aðeins í stutta stund. Það þarf jú að vökva blómin.

En síðan að foreldrar Hörpu komu höfum við sinnt fjöldann allan af verkefnum. Grillið var loksins sett saman og gaskútur & grillsett keypt. Kolbrún eldri sérsaumaði nýjar gardínur inn í svefnherbergi auk þess að stytta gardínurnar frammi í stofu og ekki leið á löngu þar til tengdapabbi var búinn að reka Þór í að setja saman grindina undir hjónarúmmið og líma lappirnar undir (sem höfðu brotnað af). Bílinn var bónaður hátt og lágt með mikilli stríðni frá íslensku strákunum í götunni (Þór dútlar vist of mikið við bílinn en hann man nú að sinna frúnni líka).

En páskarnir voru yndislegir og allir úthvíldir og ánægðir. Kolbrún Soffía er byrjuð aftur á leikskólanum og Harpa fer í dönskuskólann á morgun. Þór byrjar síðan í skólanum í næstu viku. Núna skín sólin á hverjum degi og hitinn fer hækkandi. Það er því ekkert annað í stöðunni en að hlakka til sumarsins enda erum við farin að hjóla og sækja Kolbrúnu Soffíu á leikskólann. Fengum lánað hjól hjá Höllu Sif, frænku Þórs, og við  hjólið er tengdur barnavagn þar sem stelpan getur legið í makindum sínum og horft út um gluggann.

Síðan kemur Þór kannski heim í júní til þess að vinna og mæðgurnar heim um miðjan júlí en þetta er allt á frumstigi ennþá. Meira um það seinna. Fullt af nýjum myndum á barnalandi frá Svíþjóðarferðinni og páskunum.

april 2 2009 225april 2 2009 142

 Biðjum að heilsa í bili


Halló halló

Það hlaut að koma að nýrri færslu. Akkurat mánuður liðinn frá síðustu færslu. Þetta segir manni bara hvað tíminn er rosalega fljótur að líða. Þór er loksins búinn í prófum. Hann er því búinn að vera í einu eða fleiri prófum í hverjum einasta mánuði frá því í desember. Hann var því orðinn ansi þreyttur undir lokin en það verða ekki próf fyrr en í maí, þangað til verður reynt að púsla hversdagslífið saman við skólann hans, leikskólann hjá KS og síðan dönskuskólann hjá Hörpu. Hún byrjar í vikulegri dönskukennslu niðrí miðbæ en síðan er hugsanlegt að hún verði á öðru dönsku námskeiði þar sem meira er lagt upp úr því að fólk tali og tjái sig. Harpa er einnig búin að sækja um í pædagog (samblanda af leikskólakennslu og uppeldisfræði) og fær hún svar við þeirri umsókn 30 júlí. Það er því ekki of seint að byrja að rifja upp dönskuna.

Undanfarnar vikur hafa aðallega farið í hið hversdagslega líf. Það er því komin löngun í okkur að komast eitthvað burt. Við ætlum því að keyra til Svíþjóðar og heimsækja Sigga, Silju & börn og fleira fólk sem við þekkjum þar.  Á leiðinni heim ætlum við að stoppa á flugstöð Kaupmannahafnar og sækja foreldra Hörpu sem ætla að vera hjá okkur fram að páskadag. Það verður æðislegt að fá þau í heimsókn og við krossum fingurna að KS verði hress því í ágúst þegar foreldrar Hörpu voru í heimsókn, fékk KS mislingabróður og var mjög veik. Fyrir utan það að íbúðin var tóm og varla stóll að sitja á.

Unglingurinn er fluttur að heimann. Hann Addi fékk loksins stúdentaíbúð sem hann var búinn að biða eftir síðan í haust. En þar sem við byrjuðum í prófum þegar hann fékk íbúðina hefur hann nánast búið í tómri íbúð í 3 vikur. Hann var því mjög feginn að fá lánað hjá okkur einn disk, skeið, hníf, gaffal, pönnu og spaða svo hann bjargað sér. Við hjónakornin fórum síðan til hans óvænt með gluggatjöld úr pappa og myndskreyttum „gluggatjöldin“ til þess að hafa þetta svolítið huggulegt. KS fékk líka að krota á pappann og þegar hún kom í heimsókn til hans 3 vikum seinna labbaði hún rakleiðis í átt að „gluggatjöldunum“ og vildi fá að krota aftur.

Það gengur vel hjá henni á leikskólanum. Hún vælir ennþá smávegis þegar maður segir bless við hana en annars er hún strax farin að leika með hinum krökkunum og unir vel. En það eru skemmtilegir tímar framunan. Þór er strax byrjaður á seinni skólaönninni, eftir að hafa lokið við fyrri skólaönnina sl. föstudag. Hann fær síðan rúmlega tveggja vikna páskafrí frá 4 apríl – 20 apríl.  Strax í næstu viku er Svíþjóðarferðin sem okkur hlakkar mjög svo til og síðan fáum við foreldra Hörpu 4 apríl.

Annars bendum við fólki að skoða myndir á heimasíðu KS. Ef þið eruð ekki með lykilorðið þá endilega sækið um aðgang í gegnum heimasíðuna. Ekki vera feimin. Myndir segja oft meira en þúsund orð J Þangað til næst og það mun ekki líða svo langt í næstu færslu.

Fjölskyldan í Aarhus


Snjórinn kom jafnfljótt og hann fór

Laugardags eftirmiðdagur 21 febrúar

febrúar 3 040

Mánudag 23 febrúar, eftirmiðdagur

febrúar 4 001

og í dag var mikill vorlykt í loftinu....vorið er svo sannarlega að koma :)

 Finnið a.m.k 4 villur á myndinni :)


Litla ljónið á Stavnsvej

Já, sú stutta á heimilinu veit að dagarnir eru ekki eins og þeir voru vanir að vera hjá henni. Hún er ekki með mömmu sinni allan daginn því núna fer pabbinn alltaf með hana á leikskólann og lætur hana í fangið á öðrum „mömmum“?  Á leikskólanum fær hún að sitja í litlum vagni þar sem hún getur fylgst með öllum hinum krökkunum og skoðað þetta nýja umhverfi. Í kringum hana sveima oftast 3 kátir krakkar. Tveir strákar á hennar aldri og stelpa sem er að nálgast 3 ára aldurinn. Í fyrra dag fór hún út með krökkunum og borðaði í fyrsta skipti EIN á leikskólanum. Í nesti fékk hún ostastykki, vínber og gróft brauð með spægipylsu. En nýji vinur hennar var að borða rúgbrauð með kæfu og leist Kolbrúnu Soffíu svo vel á það að hún nældi sér í nestið hans. Fóstrurnar, sem kölluðu grófa brauðið hennar FRANSBRAUÐ, hlupu því til og náðu í rúgbrauð með kæfu fyrir prinsessuna sem hún borðaði með bestu lyst. Foreldrarnir létu ekki segja sér það tvisvar að skipta úr „fransbrauðinu“ fyrir rúgbrauð og keyptu  einn pakka út í búð. Rétt fyrir hádegi mættu foreldrarnir til að sækja hana og var hún þá að koma sér fyrir upp í sófa með einni fóstrunni og vinkonu sinni að lesa bók. En þegar hún sá foreldrana sína var hún ekki lengi að stökkva úr sófanum og í fangið á mömmu sinni.

Febrúar 2 040

Í dag gekk einnig vel hjá henni og borðaði hún nestið sitt á leikskólanum og lék sér eilítið. Þetta er semsagt farið að ganga mun betur og verður næsta skref tekið á þriðjudaginn þegar hún á að prufa að sofa á leikskólanum.

Síðasta sunnudag héldum við smá kaffiboð fyrir íbúana í „Beverly Hills“ en það eru íbúðirnar í sama húsi og við erum í. Við buðum upp á pönnukökur og súkkulaðiköku síðan komu Hugrúnar (Hugrún og Rúnar við hliðin á) með æðislega rjóma/banana köku. Á meðan Þór var að steikja pönnukökurnar þá var Harpa að búa til krem á kökuna með hinum ýmsu litum og sagði hún honum frá því að vinkona hennar hefði  eitt sinn sett matarlit ofan í pönnukökudeigið. Þór tók sig þá til og skellti út í pönnukökudeigið bláum matarlit. Það kom skemmtilega út, við skorum á ykkur lesendur góðir að prufa að gera lita pönnslur. Jafnvel bæta matarlit út í rjómann J Það var ótrúlega fyndið að stelpurnar mættu allar í eins bolum og voru allar í gallapilsi.

Febrúar 2 012Febrúar 2 001

Það gengur vel að hafa unglinginn (bekkjarbróðir Þórs) á heimilinu. Hann fékk að fara út í gærkveldi að hitta vini sína en hagaði sig vel enda var hann vakinn af Þór í morgun til þess að fara í skólann.

Febrúar 2 083Febrúar 2 086

Addi fékk himnasendingu um daginn frá Íslandi en það voru Ora grænar baunir (sem eru ekki eins íslenskar og menn héldu eða hvað?) og rabbabara sultu. Þór tók sig því til og bjó til ömmubollur og tókst það mjög vel. Allir kátir það kvöld.

Febrúar 2 053

Talandi um íslenskt já takk, þá var Þór staddur út í hinni viðfrægu búð Bilka að kaupa inn. Þegar hann stóð við mjólkurkælinn heyrði hann í danskri eldri konu spyrja afgreiðsludömu um vöruna „skyer“ (sem þýðir í raun ský á dönsku). Enginn vissi hvort þessi vara var til né hvað í raun þetta var, nema þá gamla konan og Þór! J Þá var hún nefnilega að leita að skyri. Gaman að því.


Allir á lífi

Sæl verið þið.

Það er nóg um að vera hjá okkur.  Skólinn er byrjaður á fullu hjá Þór og er hann í tveimur fögum fyrstu vikurnar  síðan skiptir hann yfir í tvö ný fög í lok mars. Hins vegar er eitt fag sem hann er í þrisvar  sinnum í viku þannig að hann nær ekki að vera mjög latur.

Árdís vinkona okkar og Eva dóttir hennar buðu okkur í sunnudagskaffi um daginn og fannst Kolbrúnu Soffíu æðislegt að komast í nýtt hús og nýtt dót. Við ákváðum að hittast einu sinni í mánuði hér eftir.

Lilja Erlendsdóttir kom til okkar síðustu helgi og var æðislegt að fá hana í heimsókn til okkar. Kolbrún Soffía náði sér hins vegar í flensu og fékk hita og kvef. Það var því lítið farið í bæinn en við náðum að skipta með okkur liði þannig að einhver var heima með stelpuna.

Janúar 4 2009 043Janúar 4 2009 003

 Það er núna komin vika og stelpan er loksins hitalaus og kvefið að fara. Hún fer því á leikskólann á mánudaginn, en það gengur hægt að fá hana til þess að gleyma foreldrum sínum á meðan hún er á leikskólanum. En hún er farin að vera lengur í hvert skipti og farin að borða hádegismat með krökkunum þannig að þetta kemur allt saman.

Hann gestur (Addi) er kominn til okkar aftur og verður hann hérna þar til hann er fær íbúðina sína. Það hefur gengið ágætlega að hafa ungling á heimilinu en Þór er búinn að vera duglegur að reka hann frammúr á morgnana og fara með hann í skólann.

En það eru annasamir en jafnframt spennandi tímar framundan. Við eigum von á grænum baunum og íslenskri sultu og ætlum við því að búa til ömmubollur að hætti Sæþórs, pabba Þórs (sem mamma hans bjó til fyrir hann) með grænum baunum og sultu. Svo eigum við hangikjöt í frystinum og verður veisla þegar það kjöt verður eldað.

Stelpan er farinn að tala alveg heilmikið og mörg ný orð komin eftir að við komum til Árósa aftur. Uppáhalds orðin okkar eru „ór“ (Þór), pssss sem leiðir út í fliss þar sem hún heldur fyrir munninn sinn (þá er hún að herma eftir því þegar fólk er að pissa og finnst það voðalega fyndið)og síðast en ekki síst þá fallbeygði hún orðið kaka J Mamman benti á kökuna og spurði KS hvað þetta væri og sú litla sagði „kaka“. Síðan náði mamman í köku með skeið og spurði KS „hvað er það sem þú villt á skeiðinni?. Þá sagði sú litla...“köku!“

Höfum þetta nóg í bili. Það er spáð vori eftir um mánuð þannig að maður þarf að finna til stuttbuxurnar.

Þór, Harpa & Kolbrún Soffía

Janúar 3 079


Nýtt ár, ný ævintýri

Þá erum við fjölskyldan komin aftur heim og búin að koma okkur fyrir eftir þokkalega langt ferðalag að heiman. Ótrúlegt en satt að þá tekur allt ferðalagið til Aarhus ca. 14klst ef talið er frá því þegar maður vaknar um morguninn þar til við komum inn um dyrnar.

Við byrjum heima á Íslandi. Um leið og Þór mætti til landsins byrjuðu veðurguðirnir að mynda þykk og góð ský svo að hann myndi örugglega ekki njóta góðs af snjónum. Það tókst og með mikilli rigningu og roki var snjórinn horfinn á innan við sólarhringi eftir að hann kom. Hins vegar kólnaði mikið í Dk og fréttir herma að það hafi snjóað þar.

Við eyddum jólunum í Kaldaselinu hjá foreldrum Þórs en á áramótunum vorum við í Heiðarhjallanum. Á báðum stöðum ríkti mikil ást og gleði.

1 2+

Kolbrún Soffía fannst rosalega gaman að spila á píanóið enda ekki langt að sækja.

Fyrir áramót var lítið um hittinga hjá Þór enda hann að læra undir próf sem var þann 5 janúar. Síðan var ákveðið að framlengja dvölinni um 1 viku þar sem Þór þótti leiðinlegt að hafa verið að læra mest allan tímann og þurfa svo að fara degi eftir prófið. En á þessari viku sem við framlengdum var allt fullbókað og náðum við næstum því að framkvæma allt sem við ætluðum að gera. Náðum samt því miður ekki að hitta alla sem við vildum.

.

34

Bekkjarsysturnar úr Uppeldisfræðinni og góðar vinkonu í saumaklúbbinum "viðslúðrumbaraensaumumekki"

56

Í pítsaboði hjá Katrínu og Jóa. Síðan kvöddust Ísak Freyr og Kolbrún Soffía með faðmlagi.

Foreldrar Þórs fengu sér lítinn kettling sem systir Þórs, Hlín, nefndi Ninju, en þetta á að vera lítill bardagakisi að hennar sögn. Kolbrún Soffía fannst kisinn æðislegur en hélt sér þó í hæfilegri fjarlægð til að byrja með. Hún sagði alltaf fyrst „voff“ þegar hún var að kalla á kisuna en sagði þó „mjá“ í lokinn. Hún fékk reyndar æði fyrir nokkrum orðum heima en það sem stóð uppúr var orðið „afi“ enda mikil afastelpa. Henni fannst einnig mjög skemmtilegt að kalla Hlín frænku sína afi.

78

Kisinn Ninja og Kolbrún Soffía.                            Alice og Kolbrún Soffía

Þann 14 janúar héldum við síðan af stað áleiðis til Aarhus og var stelpan mjög góð m.v. þröng sæti í flugvélinni og nærri 4klst lestarferð. Allt snakk og rúsínur kláraðist rétt áður en við náðum til Aarhus kl. 17:30 þannig að það mátti ekki tæpara standa.

1011

Daginn eftir heimkomu var slappað vel af en við hringdum á leikskólann hennar KS til að tilkynna að við værum komin heima og heimsóttum hann síðan seinna um daginn. Síðustu tveir dagar hafa farið í aðlögun en það gengur hægt. Stelpan grætur strax og við förum og sækjum við hana 40-50min seinna. Ástæðan gæti verið að fóstrurnar 3 á deildinni hennar hafa ekki alltaf verið á sama tíma en síðan ætlar Þór að fara með hana í fyrramálið einn á leikskólann til að athuga hvort að það sé betra.

1216

13

Við fengum síðan fyrsta gestinn á þessu ári en það var hann Guðjón. Það virðist ætla að vera fastur liður að hann komi alltaf með okkur til DK frá Íslandi. Hann var hjá okkur í ca. Þrjá og hálfan dag en þá hélt hann áleiðis til Köben. Í tilefni þess að við vorum með tvo aðila sem komu báðir óbeint að því að ég og Harpa kynntumst (myndskýring verður sett hér á bloggið seinna) ákváðum við að elda fyrir þá Roast Beef sem heppnaðist svona líka vel.

1415

Svo byrjar skólinn hjá Þór þann 26. Janúar og þangað til verður slappað af og haft það náðugt.

Takk fyrir okkur þið öll á Íslandi og þá sérstaklega foreldrar okkar sem gátu lánað okkur bíl til að sinna öllum okkar erindum og hjálpuðu okkur að framlengja ferðinni okkar. Þið eruð öll velkomin hingað til okkar.

Þór, Harpa og Kolbrún Soffía


Gleðilegt nýtt ár

...............

AFsakIÐ hvað við höfum verið löt að blogga en þetta fer allt að koma...... við erum s.s enn á Íslandi og verðum hér í viku í viðbót.....

knús frá okkur

Harpan, Þórinn & Kolbrún Soffía

Jólin 2008

 

 


Jólakveðja

Okkur fjölskyldunni langar að óska vinum okkar, ættingjum og öðrum sem lesa bloggið okkar : Gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári

Njótið þess að vera saman og eiga góða stundir Smile

Jólakveðja

Harpan, Þórinn & Kolbrún Soffía Smile

múslan

 

 


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband