Húsbóndinn kominn heim

Sælinú.

Þá er þessari 24klst ferð mín búin og gekk hún mjög vel. Danir eru mjög vel skipulagðir þannig að allt verður að ganga samkvæmt áætlunni. Það var því mikil keyrsla alveg frá því að fyrirlesturinn í skólanum kláraðist þar til maður var í raun búinn að borða kvöldmatinn á hótelinu.

 Ferðin hófst með 3 og hálfs tíma lestarferð að litlum strandbæ norður af Kaupmannahöfn.

1Ég og danski vinur minn sem fluttist frá Álaborg til að læra í Aarhus. Hann er 22 ára gamall og eins og sést að þá er næstum enginn aldursmunur á okkur :)

sept blogg2 006Hluti af hópnum. Frá vinstri Rarish frá Rúmeníu(sama land og Drakúla), Danski vinur minn(man ekki nafnið því miður), Landry(franskur matgæðingur sem mig langar að bjóða hákarl. Man nafnið hans því hann sagði "my name is just like laundry" sem er þvottur á ensku, við hinum megin er síðan Ping frá Kína (sama nafn og golf framleiðandinn í ameríku). Ping lítur út fyrir að vera 24 ára en hún vann í 6 ár hjá Bank of China þannig að hún hlýtur að vera eitthvað eldri en ég. Síðan kemur Þýsk-filipseyja-ættaða stelpan, sem ég man því miður ekki nafnið á heldur. Ég verð að vera duglegur að muna nöfn.

Nú eftir matinn skelltu stelpurnar sér út að skoða smá strandlengjuna(í myrkrinu) en við strákarnir fundum sannkallaða leikherbergið þar sem hægt var að spila pílukast, fótboltaspil, pool og borðtennis. Fengum síðan að panta líkamsræktarherbergið, gufubaðið og heita pottinn og líkaði okkur það vel.

Daginn eftir(í dag) var vaknað snemma til að taka góða sturtu(enda þurfti ekki að spara vatnið) og morgunmat. Mættum síðan upp í Dong Energy rétt fyrir 9. Dong Energy er einskonar Orkuveita þeirra dana.

sept blogg2 007ég og vinur minn Gerrit frá Þýskalandi mættir til Dong!. Við sitjum oft saman í tíma og eigum örugglega eftir að vera hinir bestu mátar.

Við sátum nokkra fyrirlestra og einnig voru mjög skemmtilegar opnar umræður um hvernig ætti að sækja um, hvernig fyrirtæki þetta væri og möguleikar fyrir nýútskrifaða meistaranema. I lokin gerðum við síðan smá hópaverkefni og gekk það bara nokkuð vel, verst hvað maður er nú lítið inn í orkumálunum en eftir þennan dag lærði maður heilmikið. Ps. starfsmenn Dong geta fengið gos með matnum sem mér fannst nú ekki leiðinlegt :) Fyrir þá sem eru forvitnir var "biksemad" í matinn (svínakjöt og kartöfluteningar) og svo var hægt að velja sér á milli úrval osta, grænmeti, álegg og svo auðvitað, vatn, mjólk, safa og úrval kolsýrðra drykkja.

Eftir skemmtilega heimsókn tók við langt ferðalag heim og náði maður aðeins að leggja sig á leiðinni. Helgin fer síðan í að læra og ná upp ólesnu efni og vonandi kíkja til Þýskalands. Mér skilst einnig að stelpan hafi verið góð í dag og fóru þær mæðgur út að leika 2 sinnum og held ég að það geri gæfumuninn. Stelpan borðaði vel (var farinn að gefa gólfinu meirihlutann af matnum sínum) og síðan þegar ég kom heim lagði ég hana og hún var fljót að sofna (þótt hún var sofandi þegar þær mæðgur sóttu mig á lestarstöðinni). Læt nokkrar myndir fylgja.

sept blogg2 001sept blogg2 002Þær eru svolítið líkar :)

sept blogg2 003sept blogg2 004

Sú stutta ætlaði aðeins að ganga frá þvottinum...það mætti segja að hún hafi hreinlega "gengið frá honum" ;)

 Þar til næst.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Skemmtileg saga, fínt að eiga þvott og gólf sem vini, bara mjög forvitin núna að vita hvað sá danski heitir.

Kv.Karitas

Karitas (IP-tala skráð) 6.9.2008 kl. 11:45

2 identicon

Hæ hó

Þetta er mitt fyrsta innlit. Ég tók þetta með trompi og las allar færslurnar í einu. Geri aðrir betur.

Það sem stendur nú helst upp úr er þetta: Dire Straits og Mark Knoffler LYFTUTÓNLIST? Mæn Gott! Einhversstaðar á einhverjum hnetti væri þetta kallað guðlast.

Fínt að sjá hvað allir eru ánægðir og að það fer vel um ykkur.

Knúsið KS frá mér og MOrra

Kveðja

Gerða

Gerða (IP-tala skráð) 7.9.2008 kl. 20:15

3 identicon

Skemmtileg ferðasaga hjá þér Þór, alltaf gaman að fara í skólaferð, Gott að heyra að Kolbrún Soffía sé orðin hress.

P.s.við fundum Gummy bear vasadiskóið í vagninum (héldum að við hefðum skilið það eftir hjá ykkur), Sorry. En þið getið farið inn á youtube og valið lagið: gummy bear song funny).

Svo mæli ég með þessu á Youtube:  crazy frog

crazy frog ... crazy frog ...
...fyrir hana Kolbrúnu Soffíu. Gaman að sjá viðbrögðin hennar :-)
Miss u alot.
kv. frá Lundi

Silja (IP-tala skráð) 8.9.2008 kl. 14:27

4 identicon

P.s   Atriði með frosknum heitir víst  frog

frog ... frog ...

Silja (IP-tala skráð) 8.9.2008 kl. 14:30

5 identicon

Gott að heyra að ferðin gekk vel og gaman að sjá hversu fljótur þú ert að eignast vini :D

Sæt mynd af ykkur mæðgunum, þið eruð mjög líkar ;)

Hafið það rosa gott, sakna ykkar :*

Kv.Ásdís

Ásdís Dagmar (IP-tala skráð) 9.9.2008 kl. 10:46

6 identicon

Hæ hæ kæra familia!

Gott að sjá og lesa að þið eruð að detta í danskan gír með Guf og alles ;) Ég fæ bara kraving þegar ég sé svona bloggfærslur um danskan ís! Við söknum ykkar hér á klakanum og gott að geta fylgst vel með ykkur.

Risa knúsar

Daníel Páll "Monsi", Sara Natalía, Hanna og Gunni

Hanna Björk (IP-tala skráð) 11.9.2008 kl. 19:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband