Merkilegur dagur í dag

Það er ekki laust við að dagurinn í dag er merkilegri en gengur og gerist. Þór þreytt sitt fyrsta próf í dag, Kolbrún Soffía varð 14 mánaða og móðir hennar HUNDRAÐ SINNUM eldri!!! :) eða 1404 vikna gömul :) Nei það er kannski algjör óþarfi að láta Hörpu hljóma eins og hún sé hundrað sinnum eldri en aðrir :)

 En það breytir ekki því.

20081016143141_36

Þessi elska er orðin 27 ára gömul og gerði húsbóndinn hvað hann gat til að dekra svolítið við hana. Hann náði allavegana að taka smá dágóða pásu frá lærdómnum til að vera með afmælisbarninu, náði að kaupa gjöf, baka köku, elda kvöldmat og hleypa afmælisbarninu í nammibarinn út í sjoppu, sem hún var hæstánægð með.

En svo verður afmælisdagurinn haldinn aftur um helgina þar sem lítill tími gefst í annað en lærdóm.

Kveð að sinni

Þór


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Til hamingju með þennan stórmerkilega dag, og Þór gangi þér vel í prófunum

Karitas (IP-tala skráð) 22.10.2008 kl. 23:43

2 identicon

Smá sæt mynd af ykkur mæðgum :)

Selma Heimisd (IP-tala skráð) 25.10.2008 kl. 18:44

3 identicon

Til hamingju með afmælið Harpa, þann 22. okt og gangi þér vel í prófunum Þór. Ég get rétt ímyndað mér að hún hafi verið sátt við nammibarinn, við erum að tala um að ég er með doktorspróf í Bland í Poka

 Kveðja Sigga Stína

Sigga Stína (IP-tala skráð) 29.10.2008 kl. 16:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband