Hláturinn lengir lífið..

Þar sem Þórinn minn er á fullu að læra undir prófin sem hann fer í næstu viku,  ákvað ég að taka mig til og blogga, hann hefur séð um það undanfarið Cool. Allt gott að frétta héðan, við mæðgur erum búnar að vera mikið einar heima, þar sem pabbinn á heimilinu er eins og áður sagði er öllum stundum uppi í skóla að læra. En okkur leiðist ekki neitt, erum búnar að fara í göngutúra núna á hverjum degi og eða út að leika, heimsóknir og fleira skemmtilegt.

      Soffíurnar 2     Kolbrún Soffía & Arna Dögg  

 

Við erum orðin pínu leið á þessari kreppu og þessu háa gengi því maður tímir engu og það er leiðinlegt til lengdar að borða bara pasta og súpu hehe. Við eigum sem betur fer enn dkk krónur því  ekki er ennþá hægt að millifæra frá Íslandi þar sem Danske Bank tekur ekki einu sinni við færslum frá landinu sökum „ástandsins“. Þó höfum við heyrt að fólk geti millifært frá íslandi en peningurinn komist ekki til skila og týnist í kerfinu Crying hversu lame er það.  

Í gærkvöldi  tók Þór sér smá pásu og vorum við svo heppin að vera boðin í mat til Krissa og Selmu, enduðum svo á að spila langt frameftir kvöldi, það var mikið gaman, mikið fjör og mikið hlegið. TAKK KÆRLEGA FYRIR OKKUR GrinGrin

Harpan & Selman   

Annars bíðum við Kolbrún Soffía spennt eftir föstudeginum. Þá ætlum við fjölskyldan að brallerast eitthvað skemmtilegt saman loksins . Held að ég hafi þetta blogg ekki lengra. Þórinn biður að heilsa og honum hlakkar mikið til að skrifa næsta blogg Happy

Hafið það sem best í kreppunni og munið að vera bjartsýn Wink

Harpan, Þórinn og Kolbrún Soffían

Læt fylgja með að auki tvær haustmyndir sem við Kolbrún Soffía tókum í einni göngunni okkar.

haust KSÞ haust 

eitthvað ves að setja inn myndir :( þannig að þessar verða að duga


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta fjármálavesen fer vonandi að lagast :)

Jæja nú styttist í það að ég fari til Belgíu :) 2 dagar, úff er farin að hlakka geðveikt til en er líka pínu spennt að þetta sé að verða búið :)

hafið það gott turtildúfur og gangi þér vel í prófunum Þór :D

kossar og knús

Ásdís Dagmar (IP-tala skráð) 19.10.2008 kl. 15:46

2 Smámynd: Sigmar Þór Sveinbjörnsson

Heil og sæl Harpa mín takk fyrir þessar myndir og bloggfréttir, alltaf gaman að fá af ykkur fréttir og myndir. Það styttist í afmælið þitt þá heyrumst við vonandi.

Á ekki að halda upp á afmælið  með rjómatertum og kakó, eða stórsteik og rauðvíni  ? 

kær kveðja

Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 19.10.2008 kl. 15:46

3 identicon

já bara verði ykkur að góðu :) Þetta var rosa stuð, held það sé nú ansi langt síðan ég hef hlegið svona mikið, hehe. Gott ef maður er ekki með smá strengi í maganum :) 

knúsar frá grönnunum

Selma Heimisdóttir (IP-tala skráð) 19.10.2008 kl. 18:27

4 identicon

Kreppa skreppa, já þetta er leiðindarástand, en ég var að heyra að það eigi að vera búið að laga þetta millifærslu vesen í lok næstu viku, vonum að það standist.

Karitas (IP-tala skráð) 19.10.2008 kl. 21:02

5 identicon

Gott að sjá að ykkur líði vel þarna úti.

Sætar myndir af skvísunni ykkar- hún er svo sæt!

Gangi þér vel í prófunum Þór

Fjóla Rós (IP-tala skráð) 19.10.2008 kl. 21:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband