Ferðasagan

 

Jæja ég lofaði víst að skrifa inn smá ferðasögu Happy  Hér kemur hún :

Við Kolbrún Soffía s.s flugum frá århus  til köben, það gekk alveg ljómandi vel, við vorum mættar upp á flugvöll århusa um 9.00. Við vorum svo heppnar að hitta þar íslensk hjón, sem voru svo góð að aðstoða mig með töskuna mína Smile Allavega svo lentum við í köben 10.35 (græddum 5 min) reyndar vorum við ekki viss hvar við áttum að sækja töskurnar þannig að við töpuðum þeim mín aftur, en við fundum töskurnar að lokum.  Þá var komið að því að finna terminal 2 (var í nr 1). Mér var sagt að ég þyrfti ekki að fara út til að komast þangað en það var allt læst og á endanum spurði ég einhverja kjellu þarna hvar ég kæmist á terminal 2, hún sagði að ég yrði að fara út, fann einhverja kerru þar sem Kolbrún Soffía gat setið en ég rétt kom ferðatöskunni undir og svo var bara hlaupið af stað.  Ég hljóp og labbaði hratt til skiptis og eftir örugglega 10-15min þá stoppaði ég einhvern kall og spurði hann hvort hann gæti sagt mér hvar terminal 2 væri, hann sagði að það væri ekki svo langt í það... Að lokum fann ég hurð og fyrir ofan stóð terminal 2 vííí HappyHappy. Ég fann innritunarborðið og bókaði okkur inn og klukkan bara rétt rúmlega 11 yess Happy. Hafði smá tíma til að anda og skipta á kolbrúnu Soffíu og gefa henni að borða áður en við þurftum að mæta að okkar hliði. Kl 12.15 flugum við svo til Íslands. Verð samt að hafa með að þegar það var ca 30 min eftir af fluginu þá sagði flugstjórinn að það væri svo slæmt veður í keflavík að við þyrftum mjög líklega að lenda á Egilsstöðum, en það kæmi í ljós rétt áður en við myndum lenda. Þegar við lækkuðum flugið segir strákurinn fyrir framan mig, við erum að lenda á egilsstöðum, en svo sé ég flugstöðina í keflavík VÁ hvað ég var glöð, hefði ekki alveg meikað að lenda á E. EN þetta s.s gekk allt ljómandi vel og Kolbrún Soffía var yndisleg allan tímann ;)

Kolbrun soffía í stóru flugvélinni  Við mæðgur

Við mæðgur erum búnar að hafa það ótrúlega gott á íslandinu, búin að hitta marga en eigum þó enn eftir að hitta fullt af fólki, en þar sem við erum bíllausar, er dálítið erfitt fyrir okkur að komast á milli. Pabbi hefur þó verið góður að skutla okkur hingað og þangað ;).  Annars kemur Þórinn okkar í kvöld, hann er núna í köben  og lendir svo 23.00 við mæðgur erum mjög spenntar að fá hann ;)

KSÞ með nýja húfu

Kveðjum í bili frá Íslandinu

Harpan & Kolbrún Soffía


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ferðalöfum fylgir alltaf smá ves, annars er það ekki almennilegt ferðalag, hihi. Því þá er enn betra að komast á leiðarenda.

Karitas (IP-tala skráð) 21.12.2008 kl. 18:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband