Nýjasta nýtt

Komið þið öll blessuð og sæl.

Við biðjumst velvirðingar á fáum færslum undanfarna daga en í þessari færslu verður farið yfir atburði síðustu vikna.

Elstu meðlmimir fjölskyldunnar urðu veikir þar síðasta fimmtudag. Þeir urðu það veikir að þeir gátu lítið sem ekkert sinnt stelpunni sinni og fékk hún því að leika lausum hala í íbúðinni.

1 Nóvember 2 2008 033 

Hún rótaði því til í öllum skúffum og skápum en endaði síðan í því að lesa allan...ALLAN ruslpóstinn sem búið var að láta snyrtilega ofan í poka. Við erum svo heppin að eiga góða granna því Selma og Krissi tóku hana í pössun um eftirmiðdaginn og gáfu henni kvöldmat. Á meðan gátum við legið eins og skötur fyrir framan sjónvarpið.

Eftir veikindin vorum við svo ánægð með hvað Kolbrún Soffía var þæg og dugleg að við ákváðum að gefa henni nýja dótalest og fara út að borða á Jensens Böfhus.

2 Nóvember 2 2008 0953 Nóvember 2 2008 102

Stelpan var rosalega dugleg að borða og mjög sátt. En við gerðum heiðarlega tilraun til þess að fara á þennan veitingastað þegar við vorum nýflutt en þá var KS nýbúin að vera veik og var því í engu stuði til þess að fara út að borða. Trixið er að gefa börnunum rif og þau verða rosalega sátt :)

Sem betur fer voru allir hressir helgina eftir fimmtudagsveikina því við áttum von á Rakel í nokkra daga. Við sóttum hana til Horsens sem er ekkert ósvipað og að vera kominn í lítinn sveitabæ heima á Íslandi. Þar vantaði ekki landa okkar og gat maður heyrt íslensku talaða út um allt í kjörbúð einni sem við sóttum.

4 Nóvember 2 2008 1085 Nóvember 2 Rakel 2008 013

Hún eldaði fyrir okkur eitt kvöldið og einnig fórum við á kaffihús í Bruun´s Gallery þar sem við fengum gott útsýni yfir brautarstöðina.

Eftir kaffihúsið hitti Kolbrún Soffía danska stelpu sem hún varð mjög hrifin af. Móðir hennar fannst svo skemmtilegt hvernig Kolbrún Soffía bar sig að (hún labbaði rakleiðis í áttina til þeirra og fór að klappa stelpunni) að hún gaf henni pítsasnúð til að borða með þeim.

6 Nóvember 2 Rakel 2008 0147 Nóvember 2 2008 123

Síðasta kvöldið með Rakel höfðum við það rosalega gott með smá nammi í skál, camenbert osti og dönskum eplaskífum.

Stelpan er voðalega dugleg að hjálpa til. Hún fer sjálf með bleyjurnar sínar í ruslið og lokar hurðarskápnum á eftir sér. Stundum fær hún að hjálpa til með að ganga frá í uppþvottavélina og taka upp úr henni....þótt hún eigi ekki að standa uppi á henni til að ná í efri hilluna!

8 Nóvember 3 2008 0409 Nóvember 4 2008 092

Síðan er farið að kólna hér í Danmörku þótt okkur sýnist nú verið farið að "hitna" ansi mikið í kolunum heima á Íslandi ef marka má mótmælin sl. helgi.

Um daginn kom síðan Addi, lærifélagi hans Þórs, í mat og afslöppun sem var vel við hæfi þar sem hann og Þór komu einungis í stutta stund í mat þegar þeir voru í síðustu prófum.

10 Nóvember 4 2008 097 Við að púsla saman.

Síðan fékk KS að mála aftur þar sem Þór langaði til þess að vera með og hjálpa til. Í þetta skiptið vandaði hún sig extra vel og spáði vel og lengi í þessu öllu saman.

11 Nóvember 4 2008 11912 Nóvember 4 2008 118

Svo er hún farin að læra að sýna hvernig hún er montin. Hún nær meir að segja að smella tungunni.

13 Nóvember 4 2008 127

Síðasta sunnudag fórum við í blíðskaparveðri í jólastemningu í villidýragarði um 45min frá Árósum. Þrátt fyrir að flest dýrin lágu í dvala eða voru ekki úti að leika sér að þá sáum við m.a. asna, lamadýr, ýmsar fuglategundir, vísunda, blettatíg og fleiri.

14 Nóvember 4 2008 14315 Nóvember 4 2008 140

Harpa að sýna Kolbrún Soffíu minkana. Eftir það héldum við af stað til að sjá asnana og lamadýrin.

17 Nóvember 4 2008 14718 Nóvember 4 2008 162

Eins og sést vissi Harpa ekki alveg hvort að lamadýrin myndu hrækja á sig eða ekki en þau voru harmlaus og gæddu sér bara á grasi. Takið eftir lamadýrinu sem hefur það gott undir heybagganum

Þór fór upp á hæð til að taka mynd yfir svæði vísundanna. Hættuleg dýr sem vega allt að tonn þannig að fólki var ekki hleypt inn á þeirra svæði og við höfðum lítinn áhuga á því.

19 Nóvember 4 2008 16620 Nóvember 4 2008 171

Það var heldur ekki hleypt inn á svæði blettatígranna enda rafmagnsgirðing í kringum þá og vísundana. Þessi blettatígur hér að neðan sat í makindum sínum alveg við girðinguna að sleikja tréplötu.

21 Nóvember 4 2008 17622 Nóvember 4 2008 180

Eftir kalda dvöl var brunað heim í heitt kakó og bakkelsi

23 Nóvember 4 2008 19524 Nóvember 4 2008 205

25 Nóvember 4 2008 221

Munið svo að kvitta - við sjáumst á íslandi 10 des :)

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Kvitt kvitt fyrir fréttum OG myndum!! :) Þvílíkur dugnaður!! ;)

Gaman að lesa um það sem þið eruð að bralla þarna í Danaveldi, greinilegt að ykkur leiðist ekki!! ;)

Hafið það áfram gott og gaman

Bestu kveðjur

Guðrún María

Guðrún María (IP-tala skráð) 25.11.2008 kl. 13:30

2 identicon

það er alltaf nóg að gera hjá ykkur :) gaman að lesa bloggið svona með myndir inni á milli, þá skilur maður betur hvað þið voruð að gera og getur pínu upplifað það sjálfur í gegnum þær, hehe ;)

Kolbrún Soffía er algjört æði og svo gaman að skoða myndir af henni, get ekki beðið eftir að sjá ykkur :* kossar og knús

Ásdís Dagmar (IP-tala skráð) 25.11.2008 kl. 15:28

3 identicon

Vá en gaman, alltaf nóg að gera hjá ykkur, mig langar líka að fara að skoða dyrin

Karitas (IP-tala skráð) 26.11.2008 kl. 00:04

4 identicon

Kvitt fyrir komunni, er alveg búin að lesa langt langt aftur í tímann. Gaman að fylgjast með ykkur í Danaveldinu.

Bestu kveðjur frá Hollandi

Ester Helga (IP-tala skráð) 26.11.2008 kl. 09:44

5 identicon

Vá hvað litla snúlla er yndisleg blanda af ykkur báðum og hún hefur ekkert stækkað smá mikið síðan við komum í heimsókn til ykkar snemma í haust.  spurning um að fara að taka jólahitting á þetta ;) 

Hvað er nákvæmlega fimmtudagsveiki hjá ykkur?  Voruð þið veik í alvörunni eða erum við að tala um aðeins of mikið rauðvín og bjór á miðvikudagskvöldi eða..? hehehehe!  Varð aðeins að skjóta ;)

Annars er stefnan tekin á bæjarferð á föstudagskvöld - jólasveinninn á leið í bæinn til að tendra jólaljósin á "Laugarveginum".  Ætlum að byrja á Maccaranum kl. 17 og fara svo í jólagönguna sem er víst svakalega flott og skemmtileg - þið megið sko alveg joina ;)

Árdís (IP-tala skráð) 26.11.2008 kl. 19:46

6 Smámynd: Sigmar Þór Sveinbjörnsson

Heil og sæl litla fjölskylda, það er gaman að lesa þessar fréttir af ykkur og skoða myndirnar. Mikið er hún eðlileg hún Kolbrún Soffía þegar hún er að lesa blaðið  gama að skoða myndirnar, af þeim að dæma þá líður ykkur vel og hafið það gott þó komu upp flensa öðru hverju. Mikið er gott að vita að þið eigið svona góða nágrana og VINI. Okkur hlakkar til að sjá ykkur í desember.

kær kveðja og risaknús

Fjölskyldan Heiðarhjalla

Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 26.11.2008 kl. 23:23

7 identicon

Hæhæ

Gaman að lesa þetta langa blogg og sjá myndir :) takk fyrir skemmtilega ferð í dýragarðinn, verðum að vera dugleg að fara í dýragarðinn þegar fer að vora :) sjáumst fljótlega (allavega á morgun til að fara sjá jólasveininn i bænum, hihi)

knús

Selma

Selma Heimisdóttir (IP-tala skráð) 27.11.2008 kl. 13:33

8 identicon

Takk æðislega fyrir mig! Það var ekkert smá gaman að sjá ykkur öll 3 og notalegt að slappa af.

Gaman líka að sjá hvað Kolbrún Soffía er búin að stækka og þroskast ótrúlega mikið á þessum stutta tíma síðan ég sá hana síðast. Alger krúsí!

Hlakka til að sjá ykkur um jólin!
Takið þið ekki örugglega með eplskífur og camebert nammi namm ;)

Rakel (IP-tala skráð) 27.11.2008 kl. 18:16

9 identicon

Þetta barn verður bara meiri og meiri dúlla. Æðislega myndin af henni með öll blöðin, man vel eftir þessu róttímabili hjá minni

Hlakka til að hitta ykkur í des

kristrún (IP-tala skráð) 28.11.2008 kl. 10:52

10 identicon

Kvitti..kvitti... gaman að geta fylgst með ykkur og sjá hversu vel Kolbrún Soffía dafnar :) Knús á línuna...

 Kveðja úr próflestri í eyjum....

                         Margrét Bjarna

Margrét Bjarna (IP-tala skráð) 2.12.2008 kl. 12:20

11 identicon

Hæ elsku Kolbrún Soffía, Harpa og Þór!

Það er alltaf jafn gaman að sjá myndirnar frá ykkur og lesa hvað þið eruð að bardúsa. Við komumst líklegast ekki heim fyrir jól en ef til vill náum við bara að hittast hérna megin hafsins :) Kemur allt í ljós.

Kys og Kram, Daníel Páll, Hanna og Gunni

Daniel Páll (IP-tala skráð) 4.12.2008 kl. 08:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband