Litla ljónið á Stavnsvej

Já, sú stutta á heimilinu veit að dagarnir eru ekki eins og þeir voru vanir að vera hjá henni. Hún er ekki með mömmu sinni allan daginn því núna fer pabbinn alltaf með hana á leikskólann og lætur hana í fangið á öðrum „mömmum“?  Á leikskólanum fær hún að sitja í litlum vagni þar sem hún getur fylgst með öllum hinum krökkunum og skoðað þetta nýja umhverfi. Í kringum hana sveima oftast 3 kátir krakkar. Tveir strákar á hennar aldri og stelpa sem er að nálgast 3 ára aldurinn. Í fyrra dag fór hún út með krökkunum og borðaði í fyrsta skipti EIN á leikskólanum. Í nesti fékk hún ostastykki, vínber og gróft brauð með spægipylsu. En nýji vinur hennar var að borða rúgbrauð með kæfu og leist Kolbrúnu Soffíu svo vel á það að hún nældi sér í nestið hans. Fóstrurnar, sem kölluðu grófa brauðið hennar FRANSBRAUÐ, hlupu því til og náðu í rúgbrauð með kæfu fyrir prinsessuna sem hún borðaði með bestu lyst. Foreldrarnir létu ekki segja sér það tvisvar að skipta úr „fransbrauðinu“ fyrir rúgbrauð og keyptu  einn pakka út í búð. Rétt fyrir hádegi mættu foreldrarnir til að sækja hana og var hún þá að koma sér fyrir upp í sófa með einni fóstrunni og vinkonu sinni að lesa bók. En þegar hún sá foreldrana sína var hún ekki lengi að stökkva úr sófanum og í fangið á mömmu sinni.

Febrúar 2 040

Í dag gekk einnig vel hjá henni og borðaði hún nestið sitt á leikskólanum og lék sér eilítið. Þetta er semsagt farið að ganga mun betur og verður næsta skref tekið á þriðjudaginn þegar hún á að prufa að sofa á leikskólanum.

Síðasta sunnudag héldum við smá kaffiboð fyrir íbúana í „Beverly Hills“ en það eru íbúðirnar í sama húsi og við erum í. Við buðum upp á pönnukökur og súkkulaðiköku síðan komu Hugrúnar (Hugrún og Rúnar við hliðin á) með æðislega rjóma/banana köku. Á meðan Þór var að steikja pönnukökurnar þá var Harpa að búa til krem á kökuna með hinum ýmsu litum og sagði hún honum frá því að vinkona hennar hefði  eitt sinn sett matarlit ofan í pönnukökudeigið. Þór tók sig þá til og skellti út í pönnukökudeigið bláum matarlit. Það kom skemmtilega út, við skorum á ykkur lesendur góðir að prufa að gera lita pönnslur. Jafnvel bæta matarlit út í rjómann J Það var ótrúlega fyndið að stelpurnar mættu allar í eins bolum og voru allar í gallapilsi.

Febrúar 2 012Febrúar 2 001

Það gengur vel að hafa unglinginn (bekkjarbróðir Þórs) á heimilinu. Hann fékk að fara út í gærkveldi að hitta vini sína en hagaði sig vel enda var hann vakinn af Þór í morgun til þess að fara í skólann.

Febrúar 2 083Febrúar 2 086

Addi fékk himnasendingu um daginn frá Íslandi en það voru Ora grænar baunir (sem eru ekki eins íslenskar og menn héldu eða hvað?) og rabbabara sultu. Þór tók sig því til og bjó til ömmubollur og tókst það mjög vel. Allir kátir það kvöld.

Febrúar 2 053

Talandi um íslenskt já takk, þá var Þór staddur út í hinni viðfrægu búð Bilka að kaupa inn. Þegar hann stóð við mjólkurkælinn heyrði hann í danskri eldri konu spyrja afgreiðsludömu um vöruna „skyer“ (sem þýðir í raun ský á dönsku). Enginn vissi hvort þessi vara var til né hvað í raun þetta var, nema þá gamla konan og Þór! J Þá var hún nefnilega að leita að skyri. Gaman að því.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

bara gaman :)

Náunginn í Hasselager ;) (IP-tala skráð) 13.2.2009 kl. 23:59

2 Smámynd: Ingveldur Theodórsdóttir

greinilega gaman hjá ykkur þarna úti, væri alveg til í að fara í framhaldsnám úti.. .en  það er víst ekki alveg í boði fyrir skuldara í kreppunni ;) en það kemur að því að maður getur skellt sér út :)

Ingveldur Theodórsdóttir, 14.2.2009 kl. 14:38

3 identicon

Gaman að heyra hvað það gengur vel hjá Kolbrúnu á leikskólanum :) Það er alltaf nóg um gestagang hjá ykkur, ykkur ætti ekki að leiðast :D

Miss you og hafið það gott

koss og knús

Ásdís Dagmar (IP-tala skráð) 14.2.2009 kl. 20:41

4 identicon

Flott að leikskólamálin ganga vel, unglingurinn virðist vera ansi hreinskilinn og já skyjin eru svakalega góð á bragðið.

Karitas (IP-tala skráð) 15.2.2009 kl. 14:12

5 identicon

Hæ! Bara að kvitta fyrir innlitið :)  Frábært að það gangi betur í leikskólamálunum:)

Kv. Iðunn og co

Iðunn (IP-tala skráð) 15.2.2009 kl. 21:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband